14.1.2023

Verkfall verður að markmiði

Morgunblaðið, laugardagur 14. janúar 2023.

Þátta­skil urðu í kjaraviðræðunum 10. janú­ar þegar Sólveig Anna Jóns­dótt­ir, formaður Efl­ing­ar stétt­ar­fé­lags, sleit viðræðum við Sam­tök at­vinnu­lífs­ins (SA).

Þá var rúm­ur mánuður frá því að Vil­hjálm­ur Birg­is­son, verka­lýðsfor­ingi á Akra­nesi, formaður Starfs­greina­sam­bands­ins, samdi fyr­ir sitt fólk og tryggði sam­fellu á milli nýja samn­ings­ins og þess gamla sem rann út 1. nóv­em­ber 2022.

Sagði Vil­hjálm­ur að viðræðuslit­in kynnu að kosta fé­lags­menn Efl­ing­ar þrjá millj­arða króna enda hefðu SA við út­göngu samn­inga­nefnd­ar Efl­ing­ar hafnað að nýr samn­ing­ur gilti frá 1. nóv­em­ber 2022.

Í viðtali á Bylgj­unni sagði Vil­hjálm­ur ein­falt að finna þessa tölu með því að miða við fjölda á kjör­skrá í Efl­ingu, það er um 21.000 manns, og hækk­an­ir í samn­ing­um Starfs­greina­sam­bands­ins – Efl­ing á aðild að því.

Frá því að Vil­hjálm­ur samdi hef­ur hann hampað ávinn­ingn­um af að láta nýj­an kjara­samn­ing taka beint við af göml­um. Þetta skipti launþega miklu. Því miður hefði gerð kjara­samn­inga nær und­an­tekn­ing­ar­laust dreg­ist um tvo til fjóra mánuði með jafn­löngu tekjutapi.

Eng­inn veit í hve lang­an tíma Sól­veig Anna kýs að halda Efl­ing­ar­fólki samn­ings­lausu og minna á sig og vald sitt með hót­un­um um verk­föll eða trufl­un­um vegna þeirra. Í for­mannstíð Sól­veig­ar Önnu í Efl­ingu hef­ur hún aldrei samið án þess að stofna fyrst til verk­falls.

Sam­kvæmt lög­um um stétt­ar­fé­lög og vinnu­deil­ur er heim­ilt að láta vinnu­stöðvun ein­ung­is ná til ákveðins hóps fé­lags­manna en þá er ákvörðun tek­in með at­kvæðum þeirra sem stöðva vinnu sína. Sól­veig Anna get­ur valið þann hóp inn­an Efl­ing­ar þar sem hún tel­ur helst hljóm­grunn fyr­ir verk­falls­boðun og efnt þar til at­kvæðagreiðslu.

Stefán Ólafs­son fyrr­ver­andi fé­lags­fræðipró­fess­or er ráðgjafi Efl­ing­ar og sit­ur í samn­inga­nefnd fé­lags­ins. Hann sagði 12. janú­ar í Frétta­blaðinu að kæmi til verk­falls yrði það „al­farið lög­legt“. Eng­inn væri „núna“ að hugsa um alls­herj­ar­verk­fall en það þyrftu ekki alltaf marg­ir starfs­menn að leggja niður vinnu til að „áhrif­in í sam­fé­lag­inu“ yrðu „mjög mik­il“.

Að und­ir­bún­ingi verk­fallsaðgerðanna nú er unnið að er­lendri fyr­ir­mynd og ráðgjöf eins og Sól­veig Anna gerði raun­ar einnig á ár­inu 2019 þegar hún fékk Max­im Baru, aðgerðasinna frá Kan­ada, sér til halds og trausts og gerði hann að sviðsstjóra fé­lags­sviðs Efl­ing­ar. Sam­skipt­um þeirra lauk hins veg­ar með gagn­kvæmri óvild. Sagði Baru væn­i­sýki hafa ráðið því að hann var rek­inn.

Nú fór Sól­veig Anna í smiðju til banda­rísks pró­fess­ors, Jane McA­levey. Í Frétta­blaðinu kall­ar Sól­veig Anna hana banda­rísk­an verka­lýðsfrömuð og seg­ist hafa sótt nám­skeið hjá henni enda hafi hún „leitt mjög mikið af mjög ár­ang­urs­rík­um kjaraviðræðum og kjara­bar­áttu“ í Banda­ríkj­un­um.

Í sam­vinnu við stofn­un sem kennd er við rót­tæku vinstri bar­áttu­kon­una Rósu Lux­emburg hef­ur Jane McA­levey haldið úti alþjóðleg­um verk­falls­skóla (e. Strike School). Kenn­ing henn­ar er að ekk­ert vopn sé beitt­ara fyr­ir verka­lýðshreyf­ing­una en verk­föll og þá helst alls­herj­ar­verk­föll. Í skól­an­um og bók­um sín­um rök­styður McA­levey gildi þeirr­ar kenn­ing­ar sinn­ar að verk­föll séu nauðsyn­legt mark­mið í sjálfu sér.

Npr.brightspotcdnJane McA­levey

Minnt var á að Sól­veig Anna hef­ur aldrei gengið frá kjara­samn­ingi án þess að knýja fyrst ein­hvern hóp til að efna til verk­falls. Að þessu leyti fer hún að ráðum McA­levey. Virðing for­manns Efl­ing­ar er hins veg­ar minni fyr­ir kenn­ingu banda­ríska pró­fess­ors­ins um að það styrki innviði verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar að for­ystu­menn fé­laga ræði við þá sem eru þeim ósam­mála og fái á sitt band.

Sól­veig Anna reyn­ir ekki að vinna fólk í hreyf­ing­unni til stuðnings með sam­töl­um. Hún ýtir þeim þvert á móti út í ystu myrk­ur sem eru henni ósam­mála. Nú er til dæm­is Ólöf Helga Ad­olfs­dótt­ir rit­ari Efl­ing­ar sér­stak­ur skot­spónn henn­ar inn­an fé­lags­ins af því að hún er mál­svari þeirra sem hrakt­ir voru úr störf­um fyr­ir fé­lagið. Sum­ir á þann hátt að þeir hafa ekki borið þess bæt­ur. Þá hef­ur fé­lagið borið fjár­hags­leg­an kostnað vegna þessa of­rík­is. Sak­ar formaður Efl­ing­ar rit­ara fé­lags­ins um au­v­irðilegt niðurrif og ógeðslega aðför að hags­mun­um verka- og lág­launa­fólks.

Til kjaraviðræðna kem­ur Sól­veig Anna til að sýna vald sitt. Hún er með allt að 90 manna nefnd með sér og til vald­efl­ing­ar geng­ur hóp­ur­inn í svört­um ein­kennis­jökk­um að til­lögu Jane McA­levey. Lík­ist hóp­ur­inn helst mótor­hjólaklíku. Er­lend­um fé­lög­um í slík­um klík­um er mark­visst haldið utan land­stein­anna.

Lausn kjara­deilu Efl­ing­ar hvíl­ir hvað sem öllu þessu líður á herðum fjöl­mennr­ar samn­inga­nefnd­ar fé­lags­ins. Hún get­ur ekki skotið sér und­an ábyrgð sinni þótt farið sé að ráðum Jane McA­levey og bar­ist með verk­falls­vopn­inu.

Til að skapa fé­lag­inu sér­staka samn­ings­stöðu í kjaraviðræðunum hannaði ráðgjaf­inn Stefán Ólafs­son kenn­ingu um „Reykja­víkurálag“, staðar­upp­bót, til að hækka laun fé­lags­manna Efl­ing­ar.

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra sagði við rík­is­út­varpið 11. janú­ar að kröf­ur um að launa­kjör miðuðust við bú­setu gætu leitt kjaraviðræður út í ógöng­ur. Hér hefði ekki verið haft fyr­ir sið að vera að greiða laun eft­ir því hvar fólk byggi í land­inu.

Þarna tal­ar ráðherr­ann fyr­ir hönd stjórn­mála­manna, verka­lýðsfé­laga og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins. Höfn­un­in verður notuð af Efl­ingu sem átylla til verk­falls – sýn­ir það vel ógöng­ur fé­lags­ins.