2.10.2021

Upphlaup eftir kosningar

Morgunblaðið, 2. október 2021

Næsta grát­bros­legt er að mál­svar­ar „nýju stjórn­ar­skrár­inn­ar“ full­yrði að reikni­villa við sam­lagn­ingu at­kvæða í NV-kjör­dæmi sanni að setja þurfi lýðveld­inu nýja stjórn­ar­skrá. Mál­flutn­ing­ur­inn er lík­lega síðasta and­varpið til stuðnings „nýju stjórn­ar­skránni“. Flokk­un­um sem vilja hana, Sam­fylk­ingu og Pír­öt­um, var hafnað í þing­kosn­ing­un­um fyr­ir réttri viku.

Nú er gert tor­tryggi­legt að alþing­is­menn eigi sjálf­ir síðasta orðið um hvort kjör­bréf séu gild.

Fram­kvæmd alþing­is­kosn­inga er á ábyrgð alþing­is sem fell­ur að hug­mynd­um um þrískipt­ingu valds­ins. Í 46. gr. stjórn­ar­skrár­inn­ar seg­ir: „Alþingi sker sjálft úr, hvort þing­menn þess séu lög­lega kosn­ir, svo og úr því, hvort þingmaður hafi misst kjörgengi.“

Tal um að alþing­is­menn séu van­hæf­ir til að gera það sem seg­ir í 46. gr. stjórn­ar­skrár­inn­ar bein­ir at­hygli að álits­gerð sem Páll Hreins­son, þáver­andi laga­pró­fess­or, nú­ver­andi for­seti Efta-dóm­stóls­ins, samdi að beiðni Hall­dórs Blön­dals, for­seta alþing­is, snemma árs 2004.

Í álits­gerðinni er meðal ann­ars að finna til­vís­un til úr­sk­urða sem for­set­ar alþing­is hafa gefið um þetta efni. Í úr­sk­urðunum er áréttað að alþing­is­menn séu í störf­um sín­um ein­göngu bundn­ir við sann­fær­ingu sína og standi aðeins kjós­end­um skil gerða sinna. Þeir séu ekki bundn­ir af hæfis­regl­um í störf­um sín­um og geti því tekið þátt í meðferð og af­greiðslu allra mála á þing­inu. Það sé ein­mitt ein af grund­vall­ar­regl­um í stjórn­mál­um lýðræðis­ríkja að þing­menn taki ákv­arðanir um hvaða hags­muni eigi að taka fram yfir aðra. Séu þeir tengd­ir þeim með mjög per­sónu­leg­um hætti sé þeim auðvitað í sjálfs­vald sett af siðræn­um ástæðum að segja sig frá máli. Það sé þeirra ákvörðun og á þeirra ábyrgð.

Páll Hreins­son seg­ir í álits­gerðinni frá 27. mars 2004 að ekki séu gerðar eins strang­ar hæfis­kröf­ur til þing­manna og til emb­ætt­is­manna eða dóm­ara enda sé ekki ætl­ast til að þing­menn séu hlut­laus­ir í störf­um sín­um. Þvert á móti ráðist það af lífsviðhorfi meiri hluta þing­manna í hverju máli hvaða hags­mun­ir fái fram­gang í lög­gjöf, eft­ir at­vik­um á kostnað annarra hags­muna. Þing­menn ákveði hvaða hags­mun­ir skuli telj­ast al­manna­hags­mun­ir og þar með verk­efni stjórn­valda. Í því efni séu þing­menn ekki bundn­ir af öðru en sann­fær­ingu sinni og ákvæðum stjórn­ar­skrár.

Althingi-framan_1633257201949Þegar nú er rætt um af­greiðslu á kjör­bréf­um ný­kjör­inna þing­manna er nauðsyn­legt að árétta þess­ar ein­földu og skýru grund­vall­ar­regl­ur. Þeir sem vilja að ekki sé farið sé að þeim leggj­ast í smíði „sviðsmynda“ sem eru ekki annað en hug­ar­burður.

Í byrj­un júní 2021 samþykkti alþingi breyt­ingu á þing­skap­a­lög­um sem heim­il­ar starf­andi for­seta þings­ins að kveðja sam­an nefnd níu alþing­is­manna til að und­ir­búa rann­sókn kjör­bréfa sem fer fram á þing­setn­ing­ar­fundi. Með þessu nýja ákvæði er skotið laga­stoð und­ir venju sem fylgt hef­ur verið und­an­far­in ár til að flýta fyr­ir og auðvelda af­greiðslu kjör­bréfa á þing­setn­ing­ar­fundi.

Að fengn­um kjör­bréf­um frá lands­kjör­stjórn kall­ar Will­um Þór Þórs­son, starf­andi for­seti alþing­is, eft­ir nöfn­um níu þing­manna til að sitja í þess­ari und­ir­bún­ings­nefnd sem fer yfir gerðabæk­ur lands­kjör­stjórn­ar og yfir­kjör­stjórna, ágrein­ings­seðla og kosn­ingakær­ur sem kunna að hafa borist dóms­málaráðuneyt­inu.

Í störf­um sín­um nýt­ur nefnd­in aðstoðar starfs­fólks lands­kjör­stjórn­ar við út­reikn­inga á úr­slit­um kosn­inga í ein­stök­um kjör­dæm­um og starfs­fólks skrif­stofu alþing­is eft­ir at­vik­um. Þetta er for­rann­sókn kosn­inga­úr­slit­anna áður en kjör­bréfa­nefnd kjör­in á þing­setn­ing­ar­fundi ræðir málið og ger­ir til­lögu til þings­ins um hvort kosn­ing og kjörgengi þing­manns telj­ist gild.

Sjald­gæft er eft­ir alþing­is­kosn­ing­ar að at­hygli bein­ist að þess­um mik­il­væga formbundna þætti við að tryggja alþing­is­mönn­um lög­mæti. Áður hafa ágall­ar við fram­kvæmd kosn­inga þó komið til umræðu.

Kvart­an­ir og um­vand­an­ir eiga nú greiða leið í fjöl­miðla og þar birt­ist reiði ein­stakra fram­bjóðenda yfir eig­in ör­lög­um. Áður báru þeir harm sinn yf­ir­leitt í hljóði. Nú er leitað til lög­reglu eða þess kraf­ist að stuðst sé við taln­ingu sem reynd­ist röng eða kosn­ing­in sé end­ur­tek­in! Hvergi er vikið að nokkru sak­næmu eða svindli við fram­kvæmd kosn­ing­anna.

Það rík­ir ekki nein óvissa um úr­slit kosn­ing­anna. Þegar alþingi kem­ur sam­an verður út­gáfa kjör­bréfa til 63 ein­stak­linga staðfest. Það er verk­efni þing­manna að ljúka þessu máli.

Þess varð ekki vart í kosn­inga­bar­átt­unni að upp­lýs­inga­óreiða væri mark­visst notuð til að villa um fyr­ir kjós­end­um. Það hef­ur hins veg­ar verið gert í þessu klúðurs­máli að kosn­ing­um lokn­um. Meira að segja er sagt að „helstu lög­spek­ing­ar lands­ins“ séu „hugsi yfir þeim stjórn­skipu­lega vanda“ sem við sé að eiga. Látið er eins og dóm­ur Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu vegna allt ann­ars kon­ar kosn­inga­máls í Belg­íu víki skýru ís­lensku stjórn­ar­skrárá­kvæði til hliðar.

Ístöðuleysið sem ein­kenn­ir þenn­an furðulega mál­flutn­ing smit­ar frá sér inn á alþingi, einkum inn­an flokka sem eiga um sárt að binda vegna höfn­un­ar af hálfu kjós­enda.

Land­stjórn­in er sem bet­ur fer í sömu traustu hönd­un­um og fyr­ir kosn­ing­arn­ar. Stjórn­ar­flokk­arn­ir hafa alla burði til að ljúka þessu upp­hlaups­máli. Þeir verða að gera það svo fljótt sem kost­ur er. Falli alþingi á þessu fyrsta prófi nýs kjör­tíma­bils lof­ar það ekki góðu um fram­haldið.