28.12.2021

Stórvirki um heimsstríð

Bækur - Sagnfræði Morgunblaðið, þriðjudagur 28. desember 2021.

Vítislogar – heimur í stríði 1939-1945 *****

Eft­ir Max Hastings. Magnús Þór Haf­steins­son þýddi.
Inn­bund­in, 880 bls., mynd­ir og kort.
Ugla út­gáfa, Reykja­vík 2021.
Vít­islog­ar – heim­ur í stríði 1939-1945 eft­ir Max Hastings er stór­virki sem hlotið hef­ur lof um heim all­an. Þýðing Magnús­ar Þórs Haf­steins­son­ar á þess­ari 880 bls. bók frá 2011 er einnig stór­virki. Ugla út­gáfa á lof skilið fyr­ir að standa mynd­ar­lega að ís­lensku út­gáf­unni. Í bók­inni eru ark­ir með mynd­um úr síðari heims­styrj­öld­inni, þar er einnig fjöldi korta. Þá eru þar skrár yfir til­vís­an­ir, heim­ild­ir og nöfn.

Max Hastings (75 ára) var rit­stjóri bresku blaðanna The Daily Tel­egraph og Even­ing Stand­ard og hef­ur auk þess sent frá sér 29 bæk­ur. Bók­in Vít­islog­ar kom út árið 2011 í Bretlandi und­ir heit­inu All Hell Let Loose en í Banda­ríkj­un­um heit­ir hún In­ferno . Síðan hef­ur Hastings sent frá sér bæk­ur um fyrri heims­styrj­öld­ina; njósn­ir og skæru­liða 1939-45; Víet­nam-stríðið; orr­ust­una um Jap­an 1944-45; orr­ust­una um Möltu; loft­árás­ir á stífl­ur í Rín og her­manna­sög­ur, alls sjö bæk­ur á 10 árum.

Hér fer því eng­inn meðalmaður hönd­um um þetta mikla efni held­ur þrautþjálfaður blaðamaður með yf­ir­burðaþekk­ingu á hernaðar­sögu. Þótt bók­in sé löng ein­kenn­ist text­inn hvergi af mála­leng­ing­um, gengið er beint til verks og efnið borið fyr­ir les­and­ann á mark­viss­an og skýr­an hátt. At­b­urðirn­ir tala og dregn­ar eru álykt­an­ir af þeim auk ara­grúa sam­tíma­lýs­inga úr bréf­um eða öðru sem ligg­ur eft­ir ein­stak­linga sem tóku þátt í hild­ar­leikn­um. Sorg og hörm­ung­ar af öllu tagi setja sterk­an svip á text­ann.

GL6177F83Dreg­in er heild­ar­mynd en farið í saum­ana á at­b­urðum eða atriðum þegar höf­undi finnst þörf á því. Brugðið er upp leiftrandi skyndi­mynd­um af her­for­ingj­um eða stjórn­mála­mönn­um. Höf­und­ur hik­ar ekki við að segja kost eða löst á þeim sem hann nefn­ir. Í sum­um sagn­fræðibók­um er um­gjörðin svo viðamik­il að kjarni þess sem ætl­un­in er að koma til skila týn­ist. Stíll Hastings er bein­skeytt­ur og án út­úr­dúra. Hann held­ur hik­laust áfram án þess að minna les­and­ann á það sem áður er sagt eða benda hon­um á eitt­hvað sem birt­ist síðar í bók­inni. Við erum í text­an­um „hér og nú“ sem auðveld­ar að grípa niður í þessa stóru bók. Efnis­tök­in eru þannig að kveik­ir áhuga á að kynna sér ít­ar­efni.

Til dæm­is má nefna það sem seg­ir um skipalest­irn­ar frá Hval­f­irði til Múrm­ansk. Þar er engu rými varið til að fjalla um Ísland eða Hval­fjörð sér­stak­lega held­ur leiðir text­inn les­and­ann beint þangað. Hann snýst um skipalest­irn­ar sem héðan fóru. Hörmu­leg­ustu ferðina fór skipalest­in PQ17. Talið er að sex Íslend­ing­ar hafi verið í henni. Einn þeirra, Al­bert Sig­urðsson, skrifaði minn­inga­brot um sigl­ing­una og gaf dótt­ir hans Kol­brún þau út í bók árið 2018. Hastings seg­ir að vegna þess­ar­ar ferðar sem hófst í Hval­f­irði 27. júní 1942 hafi breski sjó­her­inn mátt „þola mestu van­sæmd sína í stríðinu“ (359). Breska rík­is­stjórn­in lét rit­skoða allt sem sagði um skipalest­ina og ör­lög henn­ar. Hastings seg­ir að fag­mennska og hug­rekki hafi ein­kennt frammistöðu breska flot­ans í þess­um aðgerðum fyr­ir utan PQ17. Breski flot­inn sjálf­ur taldi „skipalest­irn­ar til Sov­ét­ríkj­anna meðal dirfsku­fyllstu verk­efna sjó­hers­ins í stríðinu“ (363).

Hastings ber al­mennt mikið lof á flota Breta og Banda­ríkja­manna. Lýs­ing­ar hans á sjóorr­ust­um á Kyrra­hafi eru magnaðar en þar leiddi sig­ur banda­ríska flot­ans í átök­un­um um Midway í byrj­un júní 1942 til þátta­skila. Af­rek banda­ríska flot­ans og flug­hers­ins á Kyrra­hafi verða seint met­in til fulls vegna þess hve all­ar vega­lengd­ir eru illskilj­an­leg­ar þeim sem ekki hafa reynt þær sjálf­ir.

Sjóorr­ust­ur voru ekki ný­mæli tengd síðari heims­styrj­öld­inni. Öðru máli gegndi um loft­hernað af því tagi sem þá þróaðist og skipti að lok­um sköp­um fyr­ir Vest­ur­veld­in til að draga úr mann­falli og stuðla að sigri eft­ir að land­hernaður hófst á meg­in­landi Evr­ópu sum­arið 1944. Í aðdrag­anda sókn­ar­inn­ar í átt að Þýskalandi höfðu gegnd­ar­laus­ar sprengju­árás­ir verið gerðar á þýsk­ar borg­ir, flug­velli, stífl­ur og önn­ur mann­virki til að lama bar­áttuþrek og eyðileggja sem mest af verk­smiðjum og vígtól­um.

Sál­rænn hernaður af þess­um toga var grimmd­ar­leg­ur fyr­ir al­menna borg­ara og að stríði loknu voru loft­árás­ir á þýsku borg­ina Dres­den tekn­ar sem dæmi um ómannúðlega, til­gangs­lausa hefnigirni Breta. Sagt var að hundruð þúsunda al­mennra borg­ara hefðu far­ist. Neðan­máls bend­ir Hastings á að nýj­ar rann­sókn­ir sýni að um 25.000 manns hafi far­ist í loft­árás­um í Dres­den 13. og 14. fe­brú­ar 1945. Það breyti ekki neinu í deil­um um hvort árás­irn­ar hafi verið nauðsyn­leg­ar en setji þær í annað ljós og sýni að þær kostuðu mun færri manns­líf en árás­ir á Ham­borg 1943 eða Tókýó 1945. (731)

Þessi at­huga­semd minn­ir á að Hastings styðst við nýj­ustu rann­sókn­ir á gangi og af­leiðing­um styrj­ald­ar­inn­ar við rit­un bók­ar sinn­ar. Hann hik­ar ekki við að fella dóma um það hvort ákveðnar aðgerðir eða orr­ust­ur sem sum­ar kostuðu hundruð þúsunda manns­lífa hafi þjónað hernaðarleg­um til­gangi eða ekki.

Í bók­inni er fjöldi korta sem auðveld­ar les­and­an­um að átta sig á aðstæðum sem lýst er í text­an­um. Á blaðsíðu 713 sýn­ir kort sókn banda­manna að Þýskalandi árið 1944 úr austri og vestri. Þetta kort seg­ir í raun allt um aðstöðumun­inn sem var milli Vest­ur­veld­anna ann­ars veg­ar og Sov­ét­ríkj­anna hins veg­ar og hvers vegna Rúss­ar kalla heims­styrj­öld­ina föður­lands­stríðið mikla og halda minn­ing­ar­dag henn­ar mjög hátíðleg­an 9. maí ár hvert.

Kortið lýs­ir hins veg­ar ekki því sem seg­ir í text­an­um um grimmd­ina og hörk­una sem ein­kenndi átök Hitlers og Stalíns eft­ir að griðasátt­máli þeirra varð að engu og við tóku fyr­ir­mæli um að bar­ist skyldi til síðasta manns. Upp­gjöf jafn­gilti dauðadómi. Sama hug­ar­far ríkti inn­an hers Jap­ana:

„Það vakti viður­styggð hjá her­mönn­um Banda­manna hvernig Jap­an­ir voru reiðubún­ir til að berj­ast upp á líf og dauða frek­ar en gef­ast upp, jafn­vel þótt allt væri von­laust, ósig­ur­inn vís og ekk­ert á því að græða að veita frek­ari mót­spyrnu. Her­menn Banda­ríkj­anna og Bret­lands höfðu al­ist upp við þá evr­ópsku sögu­legu stríðshefð að þegar siðmenntaðir heiðurs­menn stæðu frammi fyr­ir aug­ljós­um ósigri væri sjálfsagt að gef­ast upp til að fyr­ir­byggja til­gangs­laus­ar blóðsút­hell­ing­ar.“ (532)

Hug­leiðing­ar af þessu tagi eða stutt­ir palla­dóm­ar um hers­höfðingja og stjórn­mála­menn birt­ast af og til í text­an­um. Í lokakafla bókarinnar dreg­ur Max Hastings álykt­an­ir sín­ar og legg­ur dóm á menn, mál­efni og ein­stak­ar hernaðaraðgerðir.

Í upp­hafi sagði að þýðing Magnús­ar Þórs Haf­steins­son­ar væri stór­virki. Það eitt að taka sér fyr­ir hend­ur að ís­lenska texta um hernað krefst nokk­urs áræðis vegna þess hve þar er oft um fram­andi viðfangs­efni tungu herlausr­ar þjóðar að ræða. Magnús Þór leys­ir þenn­an vanda á fum­laus­an hátt. Text­inn er fjöl­breytt­ur vegna þess hve víða er leitað fanga: í ræðum, bréf­um, vís­um og ljóðum. Blæ­brigði skila sér en þar ræður að sjálf­sögðu smekk­ur. Ræður Churchills þegar hann tal­ar til bresku þjóðar­inn­ar verða hátíðleg­ar í ís­lenska text­an­um og ef til vill of fjar­læg­ar al­menn­um borg­ur­um. Hér er því miður viðtekið að borg­ir eða lönd tali sam­an, Moskva og Lund­ún­ir, Frakk­land og Bret­land í stað ráðamanna í Moskvu og Lund­ún­um eða Frakka og Breta. Þegar mikið er um dag­setn­ing­ar er gott að setja ár­töl aft­an við þær, til glöggv­un­ar fyr­ir les­and­ann.

Bók­in Vít­islog­ar seg­ir ekki aðeins sögu síðari heims­styrj­ald­ar­inn­ar held­ur auðveld­ar hún einnig skiln­ing á sög­unni sem síðan hef­ur mótað heims­mynd okk­ar. Þarna er lagður grunn­ur að henni með upp­lausn ný­lendu­velda, spennu milli þjóða á Kyrra­hafs­svæðinu og rúss­neska sárs­auk­an­um sem nú brýst fram 30 árum eft­ir hrun Sov­ét­ríkj­anna yfir því hve rúss­neskt heimsveldi má sín lít­ils. Þeir sem íhuga nú hernað á slétt­um Úkraínu ættu að rifja upp blóðbaðið sem þar varð í átök­um Hitlers og Stalíns og láta sér það að kenn­ingu verða.