20.3.1995

Þrjár greinar úr kosningabaráttu

Greinar í blöðum

Skálkurinn, Ísland og ESB

Fyrir nokkrum misserum ræddum við Jónas Kristjánsson ritstjóri við erlendablaða- og fréttamenn á fundi í Norræna húsinu. Þar hélt hann fram þeirriskoðun, að rétt væri fyrir okkur Íslendinga að ganga í Evrópusambandið(ESB). Hann komst að þessari niðurstöðu á þeirri forsendu, að ESB værieinskonar mafía og almennt séð væri betra að standa með mafíunni en ámóti. Hinn 9. mars birtist forystugrein um Evrópumál eftir Jónas undirfyrirsögninni: Þeir þora ekki í Evrópu. Þar víkur hann, að þessari hugsunum mafíuna með þessum orðum: „Til þess að hindra, að skálkurinn skaðiokkur, þurfum við að vera aðilar." Með öðrum orðum, um leið og Jónas sakaríslenska stjórnmálamenn, um að hafa ekki kjark til að leiða okkur inn íEvrópusambandið, hefur hann ekki kjark til að standa utan þess.

Varanlegur samningur

Þessi röksemdafærsla Jónasar Kristjánssonar sýnir, að margar leiðir erunnt að fara inn í Evrópusambandið. Hræðsluáróður Jónasar verður þólíklega seint notaður í almennum pólitískum umræðum. Fyrir utan að heiðra skálkinn, svo að hann skaði ekki, telur ritstjóri DV,að samningurinn um evrópska efnahagssvæðið (EES) sé ekki varanlegur. Hannsegir, að alþjóðlegir fjárfestar séu þeirrar skoðunar, að evrópskaefnahagssvæðið sé „tímabundið fyrirbæri", eins og hann orðar það. Þessar fullyrðingar um evrópska efnahagssvæðið eiga ekki við nein rök aðstyðjast. Þvert á móti hafa ekki aðeins verið teknar ákvarðanir, sem festaþað í sessi, heldur hefur Evrópusambandið einnig samþykkt meira pólitísktsamráð við Noreg og Ísland, en unnt var að vænta á grundvelli samningsinsum evrópska efnahagssvæðið. EES-samningurinn er staðfestur af þingi Evrópusambandsins og þjóðþingumeinstakra aðildarríkja ESB. Allir þessir aðilar þurfa að standa að því aðrifta samningnum. Hvergi er það á döfinni. Seint mun skapast samstaða umþað innan ESB að slíta þessi nánu tengsl við Ísland og Noreg.

Fátæklegar rökræður

Nú fyrir alþingiskosningarnar og á komandi kjörtímabili verður mjögmikilvægt fyrir okkur Íslendinga að halda áfram rökræðum um stöðu okkar íEvrópu og samskiptin við Evrópusambandið. Aðildin að EES er ekkiendapunktur, þvert á móti kann hún að vera upphaf að nánari tengslum. Til þess að þessar rökræður verði til gagns, þarf að viðra öll sjónarmið.Sama dag og Jónas Kristjánsson birti fyrrnefnda forystugrein lýsti BirgirR. Jónsson, fráfarandi formaður Félags íslenskra stórkaupmanna, yfirandstöðu við ESB-aðild, af því að hún bryti í bága við frjálsa verslun.Því hefðu Finnar kynnst á undanförnum vikum. Fáir menn hafa verið ákafari talsmenn frjálsra viðskipta en einmitt JónasKristjánsson. Það væri mikill fengur að því, að hann kynnti lesendum sínumviðskiptastefnu ESB og afstöðu til frjálsrar verslunar. Umræður af þvítagi yrðu til þess fallnar að upplýsa lesendur. Hitt er til lítils gagnsað saka aðra um hræðslu og þjást í raun af henni sjálfur. Svo ekki sétalað um það, að boða andlát evrópska efnahagssvæðisins, þegar allirkeppast við að auka því lífsandann.09.03.

--------------------------------

Traust á forsætisráðherra og Sjálfstæðisflokknum

Allar kannanir sýna, að miklar væntingar eru bundnar viðSjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum og að þeim loknum. Mikillmeirihluti kjósenda telur, að Davíð Oddsson verði áfram forsætisráðherraog Sjálfstæðisflokkurinn sitji því áfram í ríkisstjórn. Er langt síðanforystumaður í íslenskum stjórnmálum hefur notið svo afgerandi trausts. Á það hefur hvað eftir annað verið bent, að kannanir nokkru fyrirkosningar sýni jafnan meiri styrk Sjálfstæðisflokksins, en hannnýtur, þegar kjósendur ákveða, hverjum þeir veita atkvæði sitt.Hér skal engum getum að því leitt, hvers vegnaSjálfstæðisflokkurinn virðist almennt fara hallloka íkosningabaráttunni. Við frambjóðendur flokksins erum líklega sísttil þess fallnir að dæma um það. Fram hjá þeirri staðreynd verður þó ekki litið, þegar um þetta errætt, að andstöðuflokkar Sjálfstæðisflokksins eru margir, þóttþeir séu ekki sérstaklega öflugir hver um sig. Í kosningarbaráttu,sem eðlilega byggist á þeirri meginforsendu, að allir eigi samaaðgang að umræðuþáttum í fjölmiðlum og sitji við sama borð ídagblöðum, sem ekki eru hrein flokksmálgögn, verða raddirandstæðinga sjálfstæðismanna óhjákvæmilega fleiri en hinna, semhalda fram stefnu hans. Sjálfstæðisflokkurinn gefur ekki út eigiðmálgagn eins og Alþýðuflokkur, Framsóknarflokkur ogAlþýðubandalag. Sumir fjölmiðlar telja nauðsynlegt að minna ásjálfstæði sitt með því að gera meiri kröfur tilSjálfstæðisflokksins en annarra flokka. Sjálfstæðismenn telja, aðeinkum á Rás 2 Ríkisútvarpsins sé sleginn óvinsamlegur tónn í garðflokks þeirra, gefist minnsta átylla til þess. Af því, sem geristá vettvangi fjölmiðlanna, mótast andrúmsloftið síðustu daga ogvikur fyrir kosningar.

Einföld sannindi

Sjálfstæðismönnum dugar auðvitað ekki að gleðjast yfir því, að flokkurþeirra og formaður njóta trausts, eftir að hafa leitt þjóðina farsællega ígegnum fjögur erfið ár. Þeir verða á næstu dögum og vikum að koma þeimeinföldum sannindum á framfæri, að væntingar manna um að flokkurinn fariáfram með forystu rætast ekki nema kjósendur greiði Sjálfstæðisflokknumatkvæði á kjördag. Jóhanna Sigurðardóttir, leiðtogi Þjóðvaka, hefur gengið fram fyrirskjöldu og sagt Sjálfstæðisflokknum einkastríð á hendur. Hún villmeð öllum ráðum útiloka hann frá aðild að ríkisstjórn. Líklega ereinsdæmi að stjórnmálaforingi gangi fram með slíku offorsi ílýðræðisríki. Kjósendum ætti að vera ljóst, að þeir eflaSjálfstæðisflokkinn ekki til áhrifa með því að kjósa Þjóðvaka. Forystumenn annarra vinstri flokka líta enn á það, sem fyrstaverkefni sitt að mynda ríkisstjórn án Sjálfstæðisflokksins. Þeirhafa allir með einum eða öðrum hættist játast undir fyrirheit umað sameina svokölluð félagshyggjuöfl gegn Sjálfstæðisflokknum.Sundrungin á vinstri kantinum sýnir þó raunar best, hve marktækirþessir stjórnmálamenn eru.

Sporin hræða

1971 tókst vinstri flokkunum að koma Sjálfstæðisflokknum úr ríkisstjórn,eftir að hann hafði leitt viðreisnarstjórnina í tólf ár. Þeirri stjórntókst að gjörbreyta íslensku þjóðfélagi, sigrast á erfiðleikum og skapastöðugleika í efnahags- og stjórnmálum. Á fáeinum misserum helltu vinstriflokkarnir þjóðinni út í pólitískan glundroða og óðaverðbólgu. Við ákvarðanir nú dugar kjósendum ekki frekar en endranær að lítaá kosningaloforð líðandi stundar. Þeir verða að líta á bakgrunnflokka og stjórnmálamanna. Sagan kennir okkur, að mestu skiptir,að við stjórnvölinn séu menn, sem taka réttar ákvarðanir ágrundvelli heilbrigðrar stjórnmálastefnu og með hliðsjón að stöðuÍslendinga í samfélagi þjóðanna. Hvernig hefði staðan verið, ef sósíalistar og Moskvuvinir hefðuhaft úrslitaáhrif, þegar Íslandi var boðið að gerast stofnaðili aðAtlantshafsbandalaginu (NATO)? Ætli það hefði síðar verið gerðurvarnarsamningur við Bandaríkin? Ástæða er til að minna á andstöðuFramsóknarflokksins og Alþýðubandalagsins við samninginn viðAlusuisse um álverið í Straumsvík um miðjan sjöunda áratuginn. Ílok áttunda áratugarins og upphafi þessu níunda unnu viniraustur-þýskra kommúnista, Hjörleifur Guttormsson, Ingi R. Helgasonog Svavar Gestsson markvisst að því að spilla áliti erlendrafjárfesta á Íslandi með sérstakri aðför að Alusuisse. Hvað skylduþau spellvirki hafa kostað þjóðarbúið? Í lok sjöunda áratugarinssnerust félagshyggjuöflin gegn aðild Íslands að EFTA. Sama saganendurtók sig árið 1993, þegar þau greiddu atkvæði gegn aðild aðevrópska efnahagssvæðinu. Nú segir fulltrúi Kvennalistans í ræðu áAlþingi, að hún vilji ekki neinn zink-óþverra inn í landið. Kjósendur efla ekki Sjálfstæðisflokkinn til áhrifa í íslenskumstjórnmálum með því að kjósa andstæðinga hans. Aðeins með því aðleggja Sjálfsræðisflokknum öflugt lið á þeim fáu vikum, sem enneru til kosninga, tekst að halda kollsteypu- og úrtöluflokkunumfrá stjórnartaumunum.12.03.95

----------

Kveðja frá þingmanni Reykvíkinga: Austfirðingar hafa mörgtækifæri til nýrrar sóknar

Á því kjörtímabili, sem er að líða, hef ég fengið tækifæri til þess aðferðast með Agli Jónssyni, þingmanni okkar sjálfstæðismanna á Austurlandi,víða um kjördæmi hans. Í júní 1993 fórum við til Norðfjarðar, Eskifjarðarog Reyðarfjarðar. 1. desember 1994 héldum við fund á Höfn í Hornafirði ogfyrir fáeinum vikum vorum við í Breiðdalsvík, Reyðarfirði og Vopnarfirði.Auk þess að halda fundi höfum við heimsótt fyrirtæki á þessum stöðum ograunar víðar. Skipta þeir vinnustaðir tugum, sem ég hef skoðað á þessumferðum okkar Egils og annarra forystumanna Sjálfstæðisflokksins áAustfjörðum. Arnbjörg Sveinsdóttir, sem skipar annað sæti framboðslistans,hefur tekið þátt í ferðalögunum og fundunum á þessum vetri. Ég held því óhikað fram, að þessi ferðalög um Austfirði hafi veriðmeð hinu ánægjulegasta í þingmannsstarfinu á þessu fyrstakjörtímabili mínu. Hefur það verið ómetanlegt að kynnast viðhorfumAustfirðinga og taka þátt í fundum með þeim. Þessi kynni hafaaukið mér bjartsýni í störfum. Að vísu hafði ég oft komið tilAustfjarða áður. Á sínum tíma vann ég til dæmis í bræðsluHafsíldar á Seyðisfirði, og sem háseti á varðskipum ámenntaskólaárum mínum kom ég í flestar Austfjarðahafnir. Fyrirþingmann úr Reykjavík er að mínu mati beinlínis nauðsynlegt aðrækta samband við kjósendur á landinu öllu.

Gott samstarf um EES og GATT

Líklega var ástæðan fyrir því, að Egill Jónsson bauð mér að takaþátt í fundum með sér, hve gott samstarf tókst á milli okkar áAlþingi veturinn 1992 til 1993, þegar við þingmenn vorum að takalokaákvarðanir um stærsta málið á þessu kjörtímabili, samninginnum aðild okkar að evrópska efnahagssvæðinu (EES-samninginn). Éghafði þá verið kjörinn formaður utanríkismálanefndar, sem hafðiþinglega afgreiðslu málsins á sinni könnu. Egill var formaðurlandbúnaðarnefndar. Þegar dró að niðurstöðu í málinu, var ljóst,að andstæðingar EES lögðu helst áherslu á að fá bændur til aðleggjast gegn EES-aðildinni. Ég er sannfærður, um að hefði ekkitekist víðtæk samstaða meðal þingmanna Sjálfstæðisflokksins ummálið, stæðum við enn utan EES. Lykillinn að þessari samstöðufólst í nánu samstarfi utanríkismálanefndar og landbúnaðarnefndarAlþingis um afgreiðslu samningsins. Milli jóla og nýárs 1994 tókst einnig góð samvinna milli okkarEgils, þegar Alþingi samþykkti samhljóða, að Ísland skyldi verðameðal stofnríkja Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, sem byggist áGATT-samkomulaginu.

Ómaklegar árásir

Í umræðum um EES-samninginn og GATT-samkomulagið var ýmsu haldiðfram, sem ekki á við nein rök að styðjast. Meðal annars hefurverið sótt að okkur sjálfstæðismönnum í þéttbýli fyrir að standaekki nægilega góðan vörð um hagsmuni neytenda. Þessar árásir hafaekki síst komið úr herbúðum Alþýðuflokksins, sem er dæmigerðursérhagsmunaflokkur og telur sig ekki þurfa að horfa til landsinsalls. Árásirnar hafa verið rökstuddar með furðulegum fullyrðingum.Aðstoðarmaður utanríkisráðherra hélt því til dæmis fram fyrirjólin, að með aðild að GATT-samkomulaginu mætti gera tilboð umlægra verð á innfluttum landbúnaðarvörum í þeim kjarasamningum,sem nú er nýlokið. Átti að velta okkur sjálfstæðismönnum upp úrþví að vera andvígir slíkum aðgerðum. Allt var þetta á sandibyggt. Menn geta rétt ímyndað sér, hvort það hefði leitt tilfarsællar lausnar á kjaradeilunni, að boða slíka firru þar. Við Íslendingar stöndum ekki öðru vísi að þáttttöku íAlþjóðaviðskiptastofnuninni en aðrar þjóðir, allir stíga varlegatil jarðar, þegar um mikilvæga hagsmuni landbúnaðar er að ræða.Nú telja sérfræðingar, að líklega þurfi að efna til nýrraalþjóðlegra stórfunda, áður en landbúnaðarþættiGATT-samkomulagsins verður hrundið í framkvæmd.

Nýtt starfsumhverfi

Aðildin að EES og Alþjóðaviðskiptastofnuninni hefur leitt tilþátttaskila í starfsumhverfi íslenskra fyrirtækja og þjóðarinnar íheild. Með því að ryðja viðskiptahindrunum og múrum úr vegi færíslenskt atvinnulíf aukið svigrúm. Á það hefur verið bent afhlutlausum sérfræðingum, að hið nýja frelsi í heimsviðskiptumleiði til þess, að smáríki og lítil fyrirtæki geti látið meira aðsér kveða en áður. Til að rökstyðja þessa skoðun hefur bandarískurþjóðfélagsrýnandi meðal annars bent á þá staðreynd, að íBandríkjunum eigi smáfyrirtæki með færri en 19 starfsmenn 50%hlutdeild í útflutningi. Á ferðalögunum um Austurland hef ég séð, að áhrifa hins auknafrelsis er farið að gæta. Í fyrirtækjum eru menn í betri tengslum við markaðinn en áður. Hvarvetna er verið að velta fyrir sér nýjumvarningi til útflutnings. Staðið er að innflutningi með nýjumhætti til að bjóða verð, sem sé samkeppnisfært við stórmarkaði íReykjavík. Ferðaþjónusta blómstrar og víða um byggðir gera mennsér betur grein fyrir því en áður, að í ræktarsemi við eiginmenningu og forna arfleifð felst góð fjárfesting, þegar hugað erað ferðamennsku. Ég hallast raunar að því, að á Austfjörðum séfólki ljósara en hér í Reykjavík, hve mikið gildi hið auknaviðskiptafrelsi hefur. Þar átta allir sig einnig á því, að réttgengisskráning og taumhald á verðbólgu eru óhjákvæmilegarforsendur fyrir því, að unnt sé að nýta sér þessa nýju kosti íviðskiptum. Nýsköpun í atvinnumálum er auðveldari vegna hins auknaviðskiptafrelsins. Hún er einnig auðveldari vegnaupplýsingabyltingarinnar. Þessi bylting felst meðal annars ínýtingu nýrrar tækni til fjarskipta, þar sem tölvur og símkerfigegna höfuðhlutverki. Það er eindregin skoðun mín, að þannig beriað standa að við nýtingu þessarar tækni, að allir sitji þar viðsama borð án tillits til búsetu. Í því sambandi þarf ekki síst aðhuga að starfsháttum Pósts og síma. Sjálfstæðisflokkurinn er einistjórnmálaflokkurinn, sem hefur gert upplýsingabyltinguna aðpólitísku viðfangsefni. Er brýnt að mótuð verði víðsýn stefna umnýtingu á hinni nýju tækni.

Traustur starfsgrundvöllur

Atvinnumálin hafa þannig sett mikin svip á ferðir og fundi okkarEgils Jónssonar. Á það var bent á nýlegum fundi á Reyðarfirði, aðþess yrði að gæta, ef ráðist yrði í stórframkvæmdir áhöfuðborgarsvæðinu, hvort heldur stækkun álversins við Straumsvíkeða annað, að jafnvæginu, sem nú hefur skapast yrði ekki raskað.Ef höfuðborgarsvæðið tæki að soga til sín of mikið vinnuafl, værivoðinn vís um land allt. Aðeins með því að skapa öflugumfyrirtækjum starfsgrundvöll stuðlum við að sterkum byggðakjörnum.Í tíð ríkisstjórnar Davíðs Oddsson hefur slíkur grundvöllureinmitt verið lagður. Allar kannanir benda til þess, að kjósendur treysti Davíð Oddssynibest fyrir forystu í ríkisstjórn. Þær sýna einnig, að kjósendurvænta þátttöku Sjálfstæðisflokksins í næstu ríkisstjórn. Rétt erað minna á, að besta og öruggasta leiðin til að láta þessar vonirrætast er auðvitað sú að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Menn efla ekkiSjálfstæðisflokkinn til áhrifa með því að kjósa aðra flokka.

Þakkir til Austfirðinga

Ég vil leyfa mér að nota þetta tækifæri til að þakka Austfirðingumánægjuleg kynni á því kjörtímabili, sem nú er að líða. Það hefurverið stórfróðlegt að sækja þá heim. Gestrisni og góðar móttökurþakka ég. Sérstaklega er mér ofarlega í huga þakklæti til fólksinsí Möðrudal, sem tók höfðinglega á móti okkur á erfiðri vetrarferðfrá Egilsstöðum til Vopnafjarðar. Stundin, sem við áttum hjá þeim,gleymist seint.