25.1.1995

Úrræði í kjördæmamálum

Morgunblaðsgreinar í janúar 1995.

Grein um það, sem til ráða er í kjördæmamálum, eftir VilhjálmÞorsteinsson, kerfisfræðing og ritara Félags frjálslyndrajafnaðarmanna, birtist í Morgunblaðinu sunnudag 15. janúar. Þarvíkur hann meðal annars af hugmynd, sem hann kennir við mig, oglýtur að því að jafna kosningarétt landsmanna. Lýsir Vilhjálmurþví, sem hann telur felast í þessari hugmynd. Af þeim lestri máráða, að hann skilur það annað hvort ekki eða rangfærir vísvitandi. Hugmyndin, sem hér um ræðir, var kynnt á fundi á vegummálefnanefndar Sjálfstæðisflokksins um stjórnskipunarmál 15.október 1992. Hún var síðan send til athugunar hjá félögum innanSjálfstæðisflokksins. Til hennar er vísað í landsfundarályktunsjálfstæðismanna frá 1993. Fulltrúar flokksins hafa kynnt hana íhópi þeim, sem nú starfar að kjördæmamálinu á vegumstjórnmálaflokkanna. Þótt það hafi komið í minn hlut að vinna aðmálinu á vegum fyrrgreindrar málefnanefndar, ætti öllum að veraljóst, sem kynna sér tillögurnar, að öll fræðileg vinna ogútfærsla er unnin af Jóni Ragnari Stefánssyni stærðfræðingi.Tölulegar athugasemdir við grein Vilhjálms byggjast jafnframt ásamvinnu okkar Jóns Ragnars. Kjarni tillögunnar er sá, að kjördæmum verði fjölgað úr 8 í 11 ogþingmönnum fækkað úr 63 í 53. Markmiðið er í senn að auka hagræðií störfum Alþingis, sem sameinast hefur í eina málstofu, og dragaúr misvægi atkvæði. Einnig er talið, að æskileg nálægð þingmannavið kjósendur aukist við að skipta Reykjavík og Reykjaneskjördæmií fleiri en eitt kjördæmi.

Rangfærslur Vilhjálms

Vilhjálmur Þorsteinsson (VÞ) segir, að í ljós komi „að núverandiReykjavíkurkjördæmi hefði árið 1991 fengið 21 þingmann (af 53) ennúverandi Reykjaneskjördæmi 12." Þetta er rangt. Samanlagðurþingsætafjöldi í núverandi Reykjavíkur- og Reykjaneskjördæmumhefði samkvæmt tillögunni væntanlega orðið 30 en ekki 33. VÞ segir einnig: „Mesta atkvæðamisvægi yrði 1 : 2,1 milliVestfjarða og Norðurlands eystra." Þetta er líka alrangt. Miðað við kjörskrártölur 1991 er mesta atkvæðamisvægi 1 : 1,8milli Vestfjarðakjördæmis og kjördæmanna í heild á Suðvesturlandi.Atkvæðamisvægi milli Vestfjarðakjördæmis og Norðurlandskjördæmiseystra er hins vegar um 1 : 1,7 eða um 1 : 1,4 og er hið síðaramun líklegra. Þessar tölur eru byggðar á því, aðVestfjarðakjördæmi hljóti þrjú þingsæti og Norðurlandskjördæmieystra fimm eða sex þingsæti og að hið síðara sé þá mun líklegra.Af kjörskrártölum má ráða, að hin tilgreinda tala VÞ, 1 : 2,1 séþví byggð, að Norðurlandskjöræmi eystra hljóti einungis fjögurþingsæti, en ekki er grundvöllur til þess að byggja mat átillögunni á því. Í lok umsagnar sinnar um hugmynd okkar Jóns Ragnars Stefánssonarsegir VÞ, „að Sjálfstæðisflokkurinn hefði næstum fengið hreinanmeirihluta, 26 þingmenn af 53 eða 49,1% þingæsta út á 40,3%atkvæða ef þessari úthlutun hefði verið beitt í síðustukosningum." Þessi fáránlega fullyrðing er úr lausu lofti gripin. Hið rétta er,að umræddur þingmannafjöldi hefði verið 22 en ekki 26. Allirþingflokkar hefðu við síðustu kosningar átt einhverja hlutdeild íúthlutun á þeim 20 jöfnunarsætum, sem um er að ræða.

Hvað er til ráða?

Þeir, sem lásu þessa Morgunblaðsgrein Vilhjálms Þorsteinssonar,hafa vafalaust litið þannig á, að hún væri málefnalegt framlag tilumræðna um mikilsvert mannréttindamál. Eins og þessarathugasemdir, sem hér hafa verið gerðar við einn kafla hennar,sýna, er full ástæða til taka ýmsum fullyrðingum greinarhöfundurmeð varúð. Ég tel það ekki til ráða í kjördæmamálinu, ef menn vilja vinna aðþví af heilindum, að afflytja hugmyndir, sem kynntar hafa verið.Þvert á móti á ræða hverja tillögu af velvild og með það fyriraugum að skoða frekar kostina en gallana. Allir eru sammála, um aðgallar núverandi kerfis séu óþolandi og hvert skref til breytingaá því yrði til bóta. Það er ljóst, að Sjálfstæðisflokkurinn hefurekki sett neina úrslitakosti í kjördæmamálinu. Hann er hins vegareini flokkurinn, sem hefur kynnt útfærða hugmynd, um að minnkamisvægi í atkvæðaþunga eftir búsetu og fækka þingmönnum. Í lok greinar sinnar segir Vilhjálmur Þorsteinsson: „Það má ekkigleymast að kosningarétturinn er helgur réttur almennings ílýðræðisþjóðfélagi en ekki hagsmunamál flokka og þingmanna." Ég erinnilega sammála þessu og hef margoft vakið máls á því, að íumræðum um breytingar á mannréttindákvæðum stjórnarskrárinnar megiekki gleyma þessum helga rétti. Jafn réttur til að velja fulltrúaá löggjafarþing er hvarvetna talinn þungamiðja mannréttinda. Hiðsama á við um þetta efni hér eins og annars staðar. Leiðrétting ámisrétti borgaranna við val á mönnum til setu á Alþingi eróhjákvæmilegur liður í endurskoðun á mannréttindaákvæðumstjórnarskrárinnar.

Jöfnun kosningaréttar og fækkun þingmanna

Eðlilegt er, að síðasta þing fyrir kosningar sé notað til aðkomast að niðurstöðu um breytingar á stjórnarskrá. Samkvæmtákvæðum hennar ber að rjúfa þing innan tiltekins frests, eftir aðbreyting á stjórnarskránni hefur verið samþykkt. Kosningarétturverður hvorki jafnaður né þingmönnum fækkað nema ákvæðumstjórnarskrárinnar sé breytt. Á þessu kjörtímabili hafa sjálfstæðismenn markvisst unnið að þvíað búa í haginn fyrir breytingu á kosningalöggjöfinni. Álandsfundi fyrir kosningarnar 1991 var samþykktkosningastefnuskrá, þar sem meðal annars var mælt fyrir um jöfnunkosningaréttar og fækkun þingmanna. Ákvæðið um jöfnunkosningaréttar komst inn í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar DavíðsOddssonar. Því miður er þar ekki minnst á hitt stefnumál okkarsjálfstæðismanna, að fækka þingmönnum. Þögnin um það atriðiskýrist af andstöðu innan Alþýðuflokksins. Á vettvangi Sjálfstæðisflokksins var unnið að kjördæmamálinu ímálefnanefnd flokksins um stjórnskipun íslenska lýðveldisins.Nefndin var sammála um að leggja fram til umræðu á flokksvettvangihugmynd, sem ég vann í samstarfi Jón Ragnar Stefánssonstærðfræðing. Var hún kynnt opinberlega fyrir réttum tveimur árum,eða 15. október 1992. Hún byggist í stórum dráttum á núverandikjördæmaskipan, þó með þeirri breytingu, að Reykjavík er skipt íþrjú kjördæmi og Reykjaneskjördæmi í tvö. Hugmyndin miðar að þvíað jafna atkvæðisréttin. Þingmönnum er fækkað um 10 úr 63 í 53. Á landsfundi sínum 1993 samþykkti Sjálfstæðisflokkurinn ítarlegaályktun um kjördæmamálið og hvatti eindregið til þess aðniðurstaða fengist í því á þessu kjörtímabili. Flokkurinn batt sigekki við eina leið til að jafna kosningaréttinn, heldur ítrekaðivilja sinn til að það yrði gert, auk þess sem þingmönnum yrðifækkað. Lýstu sjálfstæðismenn yfir vilja til viðræðna við aðraflokka um málið.

Tíminn styttist

Í setningarræðu landsfundar 1993 lagði Davíð Oddsson, formaðurSjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, höfuðáherslu ákjördæmamálið. Í lista yfir frumvörp, sem væntanleg eru á þessukosningaþingi frá forsætisráðherra, er getið um breytingu ástjórnskipunarlögunum. Þar er um þann kafla stjórnarskrárinnar,sem lýtur að kjördæmamálinu, að ræða, því að Alþingi er sjálft meðmannréttindakafla stjórnarskrárinnar í skoðun á sínum vegum. Sjálfstæðismenn hafa ekki horfið frá þeim ásetningi landsfundarþeirra, að viðræður um kjördæmamálið fari fram milli allra flokkaí því skyni að ná sem víðtækastri sátt um málið. Tíminn til aðvinna að slíkri sátt styttist. Í þessu máli eins og flestum öðrumer þó vilji allt, sem þarf, og sú gleðilega þróun hefur orðið ákjörtímabilinu, að innan allra flokka hafa menn lýst yfir ríkariog einlægari vilja en oft áður til þess að jafna kosningaréttinn. Þrátt fyrir þetta er nauðsynlegt að hvetja þingmenn til dáða íþessu efni. Mér hefur til dæmis þótt miður, að talsmenn þingflokkahafa í upphafi þings almennt ekki nefnt þetta mál sem eitt afstóru málum þessa kosningaþings.

Skýr rök

Hér þarf ekki að tíunda rökin fyrir þeirri skoðun, að jafna berikosningaréttinn. Það ætti að vera hafið yfir deilur, að sumirlandsmenn eiga ekki að hafa mun minni áhrif en aðrir, þegar kosiðer til Alþingis. Hér er einfaldlega um mannréttindamál að ræða.Alþingi yrði sér til skammar, ef þar yrðu samþykktar breytingar ámannréttindakafla stjórnarskrárinnar, án þess að taka á þvímannréttindamáli, sem kosningarétturinn er. Eðli umræðna um mannréttindamál ættu að sanna mönnum, að það erekki haldbært að bera fram hagsmuna- eða fyrirgreiðslurök gegnkröfunni um að allir kjósendur sitji við sama kjörborð. Hafifjárhagsleg rök ráðið úrslitum einhvern tíma er sá tímieinfaldlega liðinn.

Ljós markmið

Þegar breytingar á kosningalöggjöfinni ber á góma, hefur hver ogeinn áhugamaður sína óskalausn. Leiðirnar eru margar, sem farnareru. Við getum farið úr einu nágrannalandi í annað og séð, að þarer beitt mismunandi aðferðum við að velja menn á þing. Allarreglurnar stefna þó á sanngjarnri niðurstöðu, þar sem allir njótasama réttar. Við síðustu breytingu á kosningalöggjöfinni náðist jöfnuður millistjðórnmálaflokkanna. Í því ljósi má segja, að landið sé orðið aðeinu kjördæmi. Nú á að setja sér það markmið að ná jöfnuði millikjósenda. Jafnframt á að fækka þingmönnum. Þótt Alþingi, sem nú situr, samþykkti breytingar ákosningalöggjöfinni, kæmu þær ekki til framkvæmda við kosningarnarí vor. Stjórnarskránni verður ekki breytt nema á tveimur þingummeð kosningum á milli. Samþykkt Alþingis í vetur mundi hins vegartryggja, að sögulegur áfangi í þessu mikla mannréttindamáli,jöfnun kosningarréttar, næðist á þessari öld.