21.8.2020

Norðurslóðir: lágspenna og stórveldakapphlaup

Morgunblaðið, 21. ágúst 2020.

Tvær at­hygl­is­verðar frétt­ir um hugs­an­leg­ar teng­ing­ar frá norðlæg­um norsk­um bæj­um alla leið aust­ur til Kína birt­ust ný­lega á norsku vefsíðunni Bar­ents Obser­ver þar sem vel er sagt frá því sem ger­ist hér fyr­ir norðan Ísland.

Fyrri frétt­in frá 6. ág­úst snert­ir bæ­inn Nar­vík þar sem er í senn stór­skipa­höfn og járn­braut­ar­stöð með teng­ingu til Svíþjóðar og Finn­lands. Bær­inn kom mjög við sögu síðari heims­styrj­ald­ar­inn­ar við her­nám Þjóðverja á Nor­egi vegna mis­heppnaðra til­rauna Breta til að hindra að þeir næðu Nar­vík, út­flutn­ings­höfn fyr­ir járn­grýti frá Svíþjóð.

Þriðju­dag­inn 4. ág­úst var gámi frá kín­versku borg­inni Hefei fagnað í Nar­vík eft­ir rúm­lega tveggja vikna ferðalag þangað. Í Nor­egi tóku á móti gám­in­um áhuga­menn um þróun flutn­inga­leiðar frá Kína um Kazakhst­an, Rúss­land og Finn­land með dreif­ing­ar­höfn í Nar­vík. Þar sé allt sem þarf, lest­arteng­ing­ar við Finn­land og Svíþjóð og stór­skipa­höfn.

Í fyrsta kín­verska gám­in­um voru hús­gögn fyr­ir norskt fyr­ir­tæki. Til­raunagám­ur­inn var flutt­ur með vöru­flutn­inga­bíl síðasta spöl­inn (1.269 km) frá Hels­inki en lestar­flutn­ing­ar eiga að hefjast um leið og eft­ir­spurn leyf­ir. Flutn­ings­tím­inn frá Kína með lest er sagður 15 til 17 dag­ar en einn og hálf­ur mánuður með skipi. Þá sé mun ódýr­ara að flytja með lest, 30 til 40% en með skipi, og sjö sinn­um ódýr­ara en með flugi.

Það var ekki fyrr en í des­em­ber 2019 sem Rúss­ar heim­iluðu að flytja mætti með lest­um um land sitt varn­ing sem fell­ur und­ir viðskipta­bann þeirra gagn­vart Vest­ur­lönd­um. Hve lengi leyfið gild­ir kem­ur í ljós en er á meðan er.

Hin frétt­in snert­ir bæ­inn Kir­kenes við land­mæri Nor­egs og Rúss­lands. Rúss­neskt rann­sókn­ar­skip lagði 6. ág­úst úr Kir­kenes-höfn í leit að ákjós­an­legri leið fyr­ir ljós­leiðara á ís­hafs­botni fyr­ir norðan Rúss­land. Yrði Kir­kenes enda- og dreif­ing­ar­stöð fyr­ir 14.000 km fjar­skipt­a­streng til Jap­ans. Næstu þrjá mánuði yrði áhöfn skips­ins við rann­sókn­ir á 6.500 km löngu svæði und­an norður­strönd Rúss­lands. Finnska fyr­ir­tækið Cinia stend­ur að rann­sókn­inni ásamt Mega­Fon í Rússlandi. Von­ir standa til að streng­ur­inn kom­ist í gagnið árið 2023.

Researchvessel.1professorlogichev-pmge.ru_Rússneska rannsóknarskipið Professor Logastjeff sem siglir fyrir norðan Rússland í leit að besta legustað fyrir ljósleiðara frá Japan.

Cinia og Mega­Fon sömdu snemma árs 2019 um lagn­ingu strengs­ins og er talið að fram­kvæmd­in kosti 1,2 millj­arða evra. Fjár­magn fá­ist frá Nor­egi, Þýskalandi og Jap­an og segja for­ráðamenn verks­ins að ekki sé vand­kvæðum bundið að afla þess tak­ist að sann­færa fjár­festa um að ekki sé of áhættu­samt að leggja streng við erfiðar heim­skautaaðstæður en það hafi aldrei verið gert áður.

Í Kir­kenes binda menn von­ir við að hýsa enda­stöð strengs­ins og hún skapi góða starfsaðstöðu fyr­ir gagna­ver.

Fyr­ir nokkru kynntu finnsk­ir at­hafna­menn áform um lest­ar­göng und­ir Finnska flóa milli Tall­inn, höfuðborg­ar Eist­lands, og Hels­inki, höfuðborg­ar Finn­lands, og þaðan lest­arteina norður til Kir­kenes. Eist­lend­ing­ar banna lest­ar­göng­in og braut­in til Kir­kenes fær lít­inn hljóm­grunn. Var rætt um að Kín­verj­ar kæmu að þess­um fram­kvæmd­um und­ir hatti póli­tíska fjár­fest­inga­verk­efn­is­ins sem kennt er við belti og braut.

 

Banda­ríkja­menn á völl­inn

Þegar Don­ald Trump tók við embætti Banda­ríkja­for­seta í janú­ar 2017 sagði Robert Papp, fv. yf­ir­maður banda­rísku strand­gæsl­unn­ar, af sér sem norður­slóðastjóri í banda­ríska stjórn­ar­ráðinu. Ekki var skipað í embættið að nýju fyrr en nú í ág­úst þegar gam­al­reynd­ur diplómati, James DeHart, sett­ist í það. Á blaðamanna­fundi 5. ág­úst sagði hann: „Mark­mið okk­ar fyr­ir svæðið er að það verði friðsælt og lág­spennusvæði og að náin sam­vinna verði meðal norður­skautsþjóðanna.“

Þessi sjón­ar­mið falla að stefnu allra Norður­land­anna. Þau vilja að í Norður­skauts­ráðinu sé gengið fram und­ir því höfuðmark­miði að halda norður­slóðum sem lág­spennusvæði. Þegar nor­ræn­ar yf­ir­lýs­ing­ar í þessa veru eru lesn­ar kem­ur einnig fram að stór­veldakapp­hlaup kunni að raska ró á svæðinu. Best sé að vera við öllu bú­inn.

Orð DeHarts um lág­spennu eru mild­ari en boðskap­ur­inn sem ráðherra hans, Mike Pom­peo, flutti í Rovaniemi í Finn­landi í maí 2019. Banda­ríski ut­an­rík­is­ráðherr­ann varaði af þunga við her­væðingu Rússa á norður­slóðum og til­raun­um Kín­verja til að gera sig gild­andi þar, þeir væru hvorki né yrðu norður­slóðaþjóð.

DeHart sagði að skoða ætti skip­un sína í embættið í tengsl­um við ým­is­legt annað á sviði ut­an­rík­is- og varn­ar­mála sem gerst hefði ný­lega í Washingt­on til að skerpa banda­ríska hags­muna­gæslu á norður­slóðum. Segja mætti að sum­arið 2020 markaði þar þátta­skil.

Hann benti á að á und­an­förn­um tveim­ur mánuðum hefði Banda­ríkja­stjórn kynnt al­hliða og sam­hæfða diplóma­tíska stefnu og aðgerðir í norður­slóðamál­um. Þar á meðal væri til­kynn­ing frá for­seta­embætt­inu frá 9. júní 2020 um að frá og með 2029 ætti Banda­ríkja­stjórn flota ís­brjóta.

Banda­ríska ut­an­rík­is­ráðuneytið hef­ur opnað ræðis­skrif­stofu í Nuuk á Græn­landi og sagði DeHart að það væri eft­ir­tekt­ar­vert skref í ljósi þröngs fjár­hags ráðuneyt­is­ins.

Mike Pom­peo ut­an­rík­is­ráðherra var í Kaup­manna­höfn á dög­un­um og bar norður­slóðir hátt í sam­töl­um hans við danska ráðamenn, hann hitti auk þess ut­an­rík­is­ráðherra Fær­eyja og Græn­lands.

Banda­ríski flug­her­inn birti norður­slóðastefnu sína í júlí 2020.

Banda­ríski norður­slóðastjór­inn sagði að tvær megin­á­stæður væru fyr­ir þess­um þunga í norður­slóðastefnu Banda­ríkja­stjórn­ar nú: (1) auðveld­ara væri að nýta auðlind­ir og stunda sigl­ing­ar á norður­slóðum en áður vegna um­hverf­is­breyt­inga; (2) geópóli­tískt umrót vegna her­styrks Rússa og norður­sókn­ar Kín­verja.

„Þegar litið er til þess hvernig Kín­verj­ar hafa staðið að fjár­fest­ingu og viðskipt­um ann­ars staðar í heim­in­um held ég að við þurf­um að sýna mikla aðgát og vera á verði vegna áhrifa sem þetta kann að hafa á þá vönduðu stjórn­ar­hætti sem við öll vilj­um að ein­kenni norður­slóðir,“ sagði DeHart.

 

Leik­mönn­um raðað

Leik­mönn­um er raðað upp fyr­ir keppni. Norsk bæj­ar­fé­lög styrkja stöðu sína sem mik­il­væg­ar enda- og dreif­ing­ar­stöðvar fyr­ir Kyrra­hafs­sam­skipti. Íslensk fyr­ir­tæki og áhuga­menn hljóta að taka mið af þessu.

Banda­ríkja­stjórn var seinni á völl­inn en aðrir en hef­ur nú skipað liðsstjóra af sinni hálfu sem á að halda sam­an öll­um þráðum á heima­velli sam­hliða því sem hann sæk­ir fram ann­ars staðar. Banda­ríski flot­inn og flug­her­inn gegna lyk­il­hlut­verki í þágu stöðug­leika á Norður-Atlants­hafi sem er opið til Norður-Íshafs með Ísland sem miðpunkt.

Í Norður­skauts­ráðinu aðhyll­ast sjö af átta aðild­ar­ríkj­um sömu grund­vall­ar­gildi: lýðræðis­lega stjórn­ar­hætti, rétt­ar­ríkið og virðingu fyr­ir mann­rétt­ind­um. Rúss­land hef­ur sér­stöðu að þessu leyti.

At­b­urðir utan svæðis­ins hafa áhrif. Xi Jin­ping Kína­for­seti flutti fyrst­ur þjóðarleiðtoga Al­ex­and­er Luka­sj­en­ko heilla­ósk­ir með sjötta sig­ur­inn í for­seta­kosn­ing­um í Hvíta-Rússlandi. Hann og Vla­dimir Pút­in Rúss­lands­for­seti veittu kosn­inga­s­vindl­inu gæðastimp­il.

Það er styttra frá Hels­inki til Minsk (715 km) en til Nar­vík­ur. Allt sem ger­ist í Hvíta-Rússlandi mæl­ist á póli­tísk­um nor­ræn­um skjálfta­mæl­um og nær því til norður­slóða og stór­veldakapp­hlaups­ins þar.