13.4.2022

Miskunnarleysi mislinganna

Bækur - Lækningasaga, Morgunblaðið, miðvikudag 13. apríl 2022.

Mislingar ****-

Eft­ir Erlu Dóris Hall­dórs­dótt­ur. Innb. 328 bls., mynd­ir, nafna­skrá. Nýhöfn ehf., 2021.

Bók­in Misl­ing­ar er áminn­ing um hve miklu skipt­ir að eiga grein­argóða lýs­ingu á eðli far­sótt­ar, hvernig hún berst hingað til ey­lands­ins, hvernig á mál­um er haldið til að hefta út­breiðsluna, til hvaða ráða er gripið til að lækna þá sem sýkj­ast og hver áhrif­in eru á þjóðlífið.

Heil­brigðis­yf­ir­völd og land­stjórn­in standa frammi fyr­ir slíkri skýrslu­gerð núna vegna Covid-19-far­ald­urs­ins. Við gerð Misl­inga gat höf­und­ur­inn til dæm­is ekki stuðst við nein­ar staðfest­ar op­in­ber­ar töl­ur um hve marg­ir lét­ust af völd­um misl­inga fyrr en árið 1924, töl­ur fyr­ir þann tíma „eru byggðar á get­gát­um“. (202)

Erla Dóris Hall­dórs­dótt­ir, höf­und­ur Misl­inga , er doktor í sagn­fræði frá Há­skóla Íslands árið 2016, heit­ir doktors­rit­gerð henn­ar Fæðing­ar­hjálp á Íslandi 1760-1880. Erla Dóris er einnig hjúkr­un­ar­fræðing­ur með sér­mennt­un í gjör­gæslu­hjúkr­un. Hef­ur hún m.a. sent frá sér bæk­urn­ar: Þeir vöktu yfir ljós­inu. Saga karla í ljós­móður­störf­um (2019) og Óhreinu börn­in henn­ar Evu um holds­veiki í Nor­egi og á Íslandi (2020).

GMK17GB5EBók­in Misl­ing­ar er 328 bls., þar af eru 83 bls. heim­ilda­skrá, mynda­skrá, til­vís­ana­skrá og nafna­skrá. Meg­in­málið skipt­ist í níu kafla (1) Inn­gang; (2) Heils­an er dýr­mæt – auðvelt að missa hana; (3) Hvers kon­ar sjúk­dóm­ur eru misl­ing­ar?; (4) Fyrstu varn­ir gegn misl­ing­um á Íslandi; (5) Þegar misl­inga­sótt barst til Íslands árið 1846; (6) Misl­inga­sótt fyr­ir norðan og aust­an 1868; (7) Misl­ing­ar árið 1882; (8) Misl­ing­ar á Íslandi á tutt­ug­ustu öld og (9) Meðferð við misl­ing­um.

Text­inn er skýr og höf­und­ur leit­ar víða fanga. Stuðst er við frá­sagn­ir lækna og ein­stak­linga sem bregða ljósi á mann­líf og bú­setu. Lögð er rík áhersla á að draga fram sem gleggst­ar upp­lýs­ing­ar úr skýrsl­um, frá­sögn­um og bréf­um um allt sem höf­und­ur tel­ur snúa að misl­ing­um og áhrif­um þeirra. Fyr­ir al­menn­an les­anda er þetta ekki alltaf árenni­leg­ur texti en sam­an­tekt­in ber vott um alúð höf­und­ar við að fá heild­stæða mynd af því hve mik­ill böl­vald­ur sjúk­dóm­ur­inn var, bær­ist hann á annað borð til lands­ins.

Misl­ing­um er lýst sem mest smit­andi veiru­sjúk­dómi hjá mönn­um sem til er í heim­in­um.

Það var ekki fyrr en 1976 sem reglu­leg­ar bólu­setn­ing­ar hóf­ust fyr­ir misl­ing­um hér. Höf­und­ur seg­ir veiru­sjúk­dóm­inn misl­inga alltaf hafa vofað „yfir fólki sem hafði ekki verið bólu­sett við veik­inni. Eng­in lækn­ing var til við misl­ing­um og þannig er það einnig á okk­ar dög­um“. (233)

Fyrst árið 1911 var lög­fest hér að prest­ar mættu eng­an jarða nema þeir hefðu í hönd­um dán­ar­vott­orð frá lækni. Hefði lækn­ir ekki stundað hinn látna í bana­leg­unni skyldi hann sótt­ur inn­an sól­ar­hrings frá and­lát­inu til að skrá dauðamein sjúk­lings­ins.

Bók­in hefst á lýs­ingu á sjúk­dómi sem hingað barst með einu af 41 skipi vorið og sum­arið 1791. Var sjúk­dóm­ur­inn rann­sakaður sem misl­inga­smit enda komu 26 skip­anna frá Kaup­manna­höfn þar sem geisaði misl­ingafar­sótt vorið 1791. Eng­inn þekkti áhrif misl­inga hér á landi af eig­in raun enda talið að þeir hefðu síðast herjað á lands­menn árið 1644. Af þeim 230 árum sem rann­sókn höf­und­ar á út­breiðslu misl­inga spann­ar eru tæp 100 ár frá því að skrá átti misl­inga sem dánar­or­sök. Það krefst því ná­kvæmni við lest­ur skýrslu lækna og önn­ur gögn að álykta um misl­inga­sótt­ir og dauðsföll vegna þeirra.

Því er lýst af ná­kvæmni hvernig staðið var að út­gáfu og skoðun heil­brigðis­vott­orða fyr­ir skip. Mik­il ábyrgð hvíldi á skip­stjóra í því efni. Þegar versl­un við Ísland varð frjáls 1787 gerði Jón Sveins­son land­lækn­ir til­lögu um sótt­varn­ir gegn bólu­sótt og misl­ing­um sem skyldu styðjast við heil­brigðis­vott­orð á ábyrgð skip­stjóra. Voru þess­ar ráðstaf­an­ir „sér­ís­lenskt fyr­ir­brigði og eins­dæmi að Dana­kon­ung­ur skyldi taka svo vel í að verja Íslend­inga fyr­ir smit­sjúk­dóm­um á átjándu öld“. (31)

Þessi aug­lýs­ing um sér­stak­ar varn­ir gegn bólu­sótt og misl­ing­um gilti frá 18. maí 1787 til 20. júní 1838 eða í 51 ár. Leið ekki nema eitt ár eft­ir af­nám ströngu regln­anna þar til bólu­sótt stakk sér niður í Vest­manna­eyj­um. Átta árum síðar, 1846, kom hingað misl­inga­sjúk­ur maður með skipi frá Kaup­manna­höfn. (85).

Sótt­varna­til­skip­un fyr­ir Dan­mörku og Nor­eg var gef­in út 1805, hún gilti einnig hér en var ekki þýdd á ís­lensku fyrr en 1831. Sam­kvæmt henni áttu heil­brigðis­nefnd­ir að sporna gegn far­sótt­um með skip­um. Þær störfuðu ekki í misl­ingafar­aldr­in­um 1846 þegar talið er að um tvö þúsund manns hafi dáið hér,

Tel­ur höf­und­ur að því megi „slá föstu“ að það „hefði mátt af­stýra“ þessu mann­falli árið 1846 „ef slík nefnd hefði verið kom­in á lagg­irn­ar á ný það ár“. (127)

Sag­an um misl­ing­ana er öðrum þræði mögnuð og sorg­leg þjóðlífs­lýs­ing. Lækn­ar gegna að sjálf­sögðu lyk­il­hlut­verki og mjög stuðst við gögn frá þeim.

Þá eins og nú eru ekki all­ir á einu máli um hvaða aðferðum skuli beitt til að sigr­ast á pest­inni. Í heil­brigðis­skýrslu frá 1895 kem­ur fram að Jón­as Jónassen land­lækn­ir „er ekki alls kost­ar ánægður með að ekki skuli fleiri hafa greinst með misl­inga þannig að sótt­in fengi að dreifast um landið. Þessi orð land­lækn­is und­ir­strika nýtt sjón­ar­horn lækn­is hér á landi, sem ósk­ar þess að misl­ing­ar verði land­læg­ir hér frek­ar en að þeir bær­ust með nokk­urra ára milli­bili“. (177)

Í upp­lýs­inga­riti Jónas­ar fyr­ir al­menn­ing frá 1882 seg­ir land­lækn­ir­inn að misl­ing­ar séu ekki hættu­leg­ur sjúk­dóm­ur „ef vel er með farið“. Seg­ir höf­und­ur þetta „afar ein­kenni­lega ábend­ingu“ land­lækn­is í far­aldri þegar talið var að „um þúsund ein­stak­ling­ar hafi látið lífið af völd­um sótt­ar­inn­ar“. (238)

Á sömu blaðsíðu er síðan vitnað í grein eft­ir Guðmund Björnson, héraðslækni í Reykja­vík, frá 1904 þar sem hann var­ar mjög við misl­ing­um og hvet­ur til strangra sótt­varna. Hann spyr hver vilji flytja misl­inga inn í landið og leyfa þeim að dreifast um allt land og „myrða þannig vís­vit­andi um 400 börn?“ (239)

Með reynsl­una af Covid-19-far­aldr­in­um að baki er kunn­ug­legt að lesa tveggja alda gaml­ar lýs­ing­ar af bar­áttu við veirufar­ald­ur. Úrræðin hafa ekki breyst: sótt­varn­ir til að stöðva út­breiðslu, grein­ing á sjúk­dómn­um og til­raun­ir til lækn­inga þar til sig­ur vinnst með bólu­efni. Aðstæðurn­ar eru ólík­ar en mark­miðið sama: að bjarga eins mörg­um manns­líf­um og kost­ur er.