18.6.2022

Hætta á alþjóðlegu bakslagi

Morgunblaðið, laugardagur 18. júní 2022.

Í þjóðhátíðar­vik­unni komst ým­is­legt á hreyf­ingu. Hér skal þrennt nefnt:

1. Eft­ir fjög­ur ár án lands­fund­ar boðaði miðstjórn Sjálf­stæðis­flokks­ins 15. júní til slíks fund­ar 4. til 6. nóv­em­ber 2022. Lands­fund­ur­inn fer með æðsta vald í mál­efn­um flokks­ins, kýs for­ystu­menn hans og mót­ar stefnu. Allt ger­ist í raun á fund­in­um sjálf­um. Stefn­an er mótuð og fram­ganga ein­stak­linga ræður úr­slit­um um hvort þeir njóta trausts fund­ar­manna til for­yst­u­starfa, eng­inn fram­boðsfrest­ur er held­ur gengið beint til kosn­inga.

Fund­ar­boð miðstjórn­ar­inn­ar blæs lífi í innra starf flokks­ins eft­ir dvala und­an­far­in COVID-ár. Á fé­lags­fund­um eru full­trú­ar vald­ir til lands­fund­ar­setu og umræður magn­ast um menn og mál­efni.

Bjarni Bene­dikts­son formaður hef­ur haldið ör­ugg­um hönd­um um stjórn­völ flokks­ins og stýrt hon­um í gegn­um brimskafla. Þá er hann þunga­vigt­armaður­inn í rík­is­stjórn vegna far­sæll­ar stjórn­ar fjár­mála rík­is­ins og efna­hags­mála þjóðar­inn­ar.

Þegar til­kynnt var um lands­fund­inn sagðist Ei­rík­ur Berg­mann Ein­ars­son stjórn­mála­fræðipró­fess­or ekki sjá neitt sem benti til þess að nokk­ur í for­ystu flokks­ins ætlaði sér „að skora for­mann­inn á hólm“. All­ar „vanga­velt­ur“ um það væru „ekk­ert annað en bara nauðaó­merki­leg­ur sam­kvæm­is­leik­ur“. Um­mæl­in lýsa hve sterk staða Bjarna Bene­dikts­son­ar er. Þau segja hins veg­ar ekk­ert um hvað ger­ist á lands­fund­in­um – ein­mitt þess vegna er hann spenn­andi.

Úrslit ný­legra sveit­ar­stjórn­ar­kosn­inga sýna djúp­ar og sterk­ar ræt­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins um land allt. Hann er sann­kallaður þjóðarflokk­ur. Brýn­asta flokks­lega verk­efnið er að end­ur­heimta sterka stöðu í Reykja­vík. Höfuðborg­in blómstr­ar ekki í hers hönd­um.

2. Níu ára stöðnun í virkj­ana­mál­um þjóðar­inn­ar lauk 15. júní þegar alþingi leysti áætl­un­ina um vernd og ork­u­nýt­ingu landsvæða (ramm­a­áætl­un­ina) úr álög­um. Það var í sam­ræmi við stjórn­arsátt­mál­ann frá 28. nóv­em­ber 2021 um að ljúka bæri þriðja áfanga ramm­a­áætl­un­ar auk þess sem kost­um í biðflokki yrði fjölgað. Í sátt­mál­an­um var gefið fyr­ir­heit um að þing­menn hættu að kasta á milli sín til­lögu sem fjór­ir um­hverf­is­ráðherr­ar hafa haft í fang­inu. Þris­var sinn­um þar til nú var hún lögð fram án þess að kom­ast úr þing­nefnd.

Stjórn­kerfið sem mótað var fyr­ir rúm­um ára­tug með lög­um um vernd­ar- og ork­u­nýt­ingaráætl­un virk­ar að sumu leyti eins og drag­bít­ur á sviði þar sem nauðsyn­legt er að bregðast við nýj­um aðstæðum á skjót­an og mark­viss­an hátt. Í stjórn­arsátt­mál­an­um er mælt fyr­ir um að lög­in verði end­ur­skoðuð frá grunni til að tryggja ábyrga og skyn­sam­lega nýt­ingu og vernd virkj­un­ar­kosta. Tel­ur meiri­hluti um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar alþing­is að í ljósi reynsl­unn­ar sé mik­il­vægt að ráðast í laga­end­ur­skoðun­ina „án taf­ar“. Þar skipti höfuðmáli að skapa traust á ramm­a­áætl­un­ar­ferl­inu, út­rýma tor­tryggni og auka sátt um ein­staka virkj­un­ar­kosti. Enn frem­ur sé „mik­il­vægt að end­ur­skoðað ferli stuðli að mark­miðum um orku­ör­yggi, orku­sjálf­stæði og sjálf­bærni í takt við orku­stefnu Íslands“.

Af­greiðsla alþing­is á þriðju ramm­a­áætl­un­inni gef­ur von­ir um að lög og stjórn­sýsla á sviði orku­mála verði löguð að nýj­um og breytt­um kröf­um.

1139889Frá skrúðgöngu 17. júní 2022. mbl.is/Kristinn Magnússon.

3. Fjár­mála­stöðug­leika­nefnd seðlabank­ans sagði 15. júní að viðnámsþrótt­ur kerf­is­lega mik­il­vægra banka lands­ins væri mik­ill. Eig­in­fjár- og lausa­fjárstaða þeirra væri vel yfir lög­bundn­um mörk­um. Gæta þyrfti þess að vax­andi efna­hags­um­svif­um fylgdi ekki yf­ir­drif­in áhættu­sækni og óhóf­leg­ur vöxt­ur út­lána sem gæti veikt viðnámsþrótt fjár­mála­kerf­is­ins. Yrði bak­slag í alþjóðleg­um efna­hags­bata gæti það haft áhrif á fjár­mála­stöðug­leika hér á landi.

All­ar efna­hags­frétt­ir frá ná­granna­lönd­um aust­an hafs og vest­an benda til að hætt­an á bak­slagi sé veru­leg.

Við þess­ar aðstæður samþykkti alþingi 14. júní fjár­mála­áætl­un fyr­ir árin 2023 til 2027. Áður hafði rík­is­stjórn­in kynnt mót­vægisaðgerðir vegna óvissu­ástands­ins í heims­bú­skapn­um.

Í áliti meiri­hluta fjár­laga­nefnd­ar alþing­is vegna fjár­mála­áætl­un­ar­inn­ar seg­ir að um þess­ar mund­ir taki efna­hags­lífið vel við sér eft­ir heims­far­ald­ur kór­ónu­veiru. Verðbólg­an sé helsta ógn­in og áskor­un­in sem efna­hags­lífið þurfi að tak­ast á við um þess­ar mund­ir.

Verðhækk­an­ir á hrávörumarkaði eru ekki all­ar ís­lenska þjóðarbú­inu í óhag.

Í frétta­bréfi Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) sagði meðal ann­ars 8. júní að á fyrstu 5 mánuðum þessa árs næmi út­flutn­ings­verðmæti sjáv­ar­af­urða 141 millj­arði króna. Það væri 19% aukn­ing frá sama tíma­bili í fyrra, mælt í er­lendri mynt. Fyrstu 5 mánuði árs hefði út­flutn­ings­verðmætið aldrei verið meira eins langt aft­ur og mánaðartöl­ur Hag­stof­unn­ar ná, sem er frá ár­inu 2002.

Því er spáð að árið 2022 verði að óbreyttu besta ár í sögu áliðnaðar á Íslandi. Um­svif í ferðaþjón­ustu vaxa hraðar og eru orðin meiri en spáð var.

Hag­fræðideild Lands­bank­ans birti 19. maí 2022 þjóðhags- og verðbólgu­spá: lands­fram­leiðslan muni aukast um 5,1% á ár­inu 2022, út­flutn­ing­ur um 19,4%, einka­neysla um 3,5% og heild­ar­fjármuna­mynd­un um 6,2%. Reiknað er með sam­felld­um hag­vexti næstu tvö árin, 3,7% á næsta ári og 2,8% árið 2024. Gert er ráð fyr­ir um 1,5 millj­ón­um er­lendra ferðamanna í ár, 2 millj­ón­um á næsta ári og um 2,4 millj­ón­um árið 2024.

Allt ræðst þetta að lok­um af heims­bú­skapn­um: 98% af ís­lensku sjáv­ar­fangi eru flutt út og seld á er­lend­um mörkuðum, út­flutn­ings­hlut­fallið er hærra í ál­inu og hag­ur ferðaþjón­ust­unn­ar ræðst af komu út­lend­inga.

Að hindra bak­slagið er á hendi annarra.