9.8.2019

Fundur Trumps og áhrif Íslands

Morgunblaðið, föstudagur, 9. ágúst 2019

Hér átti sú skoðun áhrifa­mikla fylg­is­menn á tí­unda ára­tug síðustu ald­ar að veg­ur Íslend­inga í alþjóðlegu sam­starfi hefði minnkað vegna spennu­falls milli aust­urs og vest­urs. Íslensk stjórn­völd hefðu komið ár sinni vel fyr­ir borð í kalda stríðinu. Þá hefði eng­inn viljað styggja þau af ótta við að Íslend­ing­ar myndu raska ör­yggis­kerfi Vest­ur­landa.

Til dæm­is um þetta viðhorf má vitna í 22 ára gaml­an leiðara hér í blaðinu (24. ág­úst 1997). Þar seg­ir að hernaðarlegt mik­il­vægi Íslands og lyk­ilþýðing Kefla­vík­ur­stöðvar­inn­ar hafi tryggt Íslend­ing­um marg­föld áhrif á alþjóðavett­vangi. Síðan rek­ur blaðið nokk­ur dæmi um breytta stöðu eft­ir lykt­ir kalda stríðsins og seg­ir síðan:

„Í hnot­skurn þýðir þetta að við get­um ekki leng­ur treyst á hernaðarlegt mik­il­vægi Íslands til þess að tryggja okk­ur áhrif á alþjóðavett­vangi. Við verðum þess í stað að byggja á mál­efna­legu fram­lagi okk­ar á vett­vangi þeirra alþjóðasam­taka sem við eig­um aðild að.“

Þrátt fyr­ir hnatt­stöðu Íslands og hernaðarlegt mik­il­vægi beittu ís­lensk stjórn­völd að sjálf­sögðu mál­efna­leg­um rök­um til að vinna málstað sín­um fylgi. Þá er vara­samt að álykta á þann veg að Íslend­ing­ar njóti sín ekki á alþjóðavett­vangi nema þeim tak­ist að sýna fram á hættu­ástand á Norður-Atlants­hafi, sé ekki farið að ósk­um þeirra. Mark­mið ís­lenskr­ar ut­an­rík­is­stefnu hef­ur aldrei verið að ýta und­ir spennu. Íslend­ing­ar njóta þess eins og all­ar aðrar þjóðir að sam­skipti ríkja séu frjáls og laus við árekstra og ágrein­ing. Eng­in þjóð á meira und­ir friði en sú sem hef­ur ekki afl til að verj­ast sjálf ef til átaka kæmi.

0D5F6AA4F38C1E4D02607FBD0A3A66A1B29F9A2C47C6017F020F0C1638E9803A_713x0Utanrílkisráðherra, þingmenn og embættismenn fóru um borð í bandaríska flugmóðurskipið Harry S. Truman undan strönd Íslands í september 2018.

Hvorki Banda­ríkja­stjórn né NATO skil­greindu Norður-Atlants­haf sem spennusvæði frá lok­um ní­unda ára­tug­ar­ins fram til árs­ins 2014. Hlut­ur Íslands á alþjóðavett­vangi hef­ur þó ekki minnkað. Áhrif­in fara eins og áður eft­ir fram­lag­inu og hvernig það er rök­stutt. Ný viðfangs­efni hafa komið í stað þeirra sem áður mótuðu alþjóðaþróun, nú ber lofts­lags­mál og viðskipta­mál hæst.

Hrun fjár­mála­kerf­is­ins haustið 2008 var alþjóðlegt en harka­legra hér en ann­ars staðar vegna þess hve há­timbrað ís­lenska banka­kerfið var. Spurn­ing er hvort banda­rísk yf­ir­völd hefðu opnað lánalínu til Íslands við aðrar aðstæður í ör­ygg­is­mál­um en árið 2008. Þar verður þó ávallt um get­gát­ur að ræða. Van­hugsuð, forkast­an­leg viðbrögð rík­is­stjórn­ar breska Verka­manna­flokks­ins gagn­vart Íslandi voru til heima­brúks – til að sýna Skot­um að þeir ættu ekki að segja skilið við Sam­einaða kon­ung­dæmið, UK.

Í sama mund og vald komm­ún­ista varð að engu í Evr­ópu, á ár­un­um 1989 til 1992, var samið um aðild Íslands að Evr­ópska efna­hags­svæðinu (EES), viðamesta alþjóða- og laga­sam­starfi Íslend­inga frá önd­verðu. Sam­starfið hef­ur gjör­breytt ís­lensku þjóðfé­lagi og stuðlað að fram­förum.

For­mennska í Norður­skauts­ráði

Íslend­ing­ar tóku við for­mennsku til tveggja ára í Norður­skauts­ráðinu 7. maí 2019 á fundi í Rovaniemi í Finn­landi. Vakti heims­at­hygli hve Mike Pom­peo, ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, kvað fast að orði í gagn­rýni á Kín­verja og áhuga þeirra á norður­slóðum í ræðu sem hann flutti í tengsl­um við þenn­an fund ráðsins.

Í skýrslu Guðlaugs Þórs Þórðar­son­ar til alþing­is um ut­an­rík­is­mál frá 29. apríl 2019 seg­ir rétti­lega að „alþjóðapóli­tískt vægi“ for­mennsk­unn­ar í Norður­skauts­ráðinu hafi auk­ist til muna á und­an­förn­um árum“. For­mennsk­an dragi at­hygli að Íslandi, auki vægi lands­ins á alþjóðavett­vangi og veiti Íslend­ing­um þannig ein­stakt tæki­færi til að stuðla að því að áhersl­ur þeirra fái hljóm­grunn meðal ríkja og sam­starfsaðila ráðsins. Brýnt sé að beina sjón­um að haf­inu og orku­mál­um. Sú skör­un sem viðfangs­efni Norður­skauts­ráðsins hafi við heims­mark­mið Sam­einuðu þjóðanna og Par­ís­ar­sam­komu­lagið um aðgerðir á sviði lofts­lags­mála séu ótví­ræð og því eðli­legt að for­mennsku­áætlun Íslands taki mið af þeim áhersl­um.

Áhugi Banda­ríkja­stjórn­ar á Norður­skauts­ráðinu felst ekki í að vinna að fram­gangi Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins. Hún horf­ir til annarra þátta eins og fram kom í ræðu Pom­peos. Á hinn bóg­inn er þess að gæta að hernaðarleg mál­efni eru utan verksviðs ráðsins.

Stór­veldi á norður­slóðum

Dönsk­um stjórn­völd­um kom í opna skjöldu þegar Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti lýsti áhuga á að heim­sækja Kaup­manna­höfn á heim­leið frá Póllandi í byrj­un sept­em­ber.

Sunnu­dag­inn 1. sept­em­ber verða 80 ár liðin frá því að nas­ist­ar réðust inn í Pól­land og síðari heims­styrj­öld­in hófst. Eft­ir þátt­töku í minn­ing­ar­at­höfn í Var­sjá af þessu til­efni held­ur Trump til Kaup­manna­hafn­ar.

Fyr­ir utan að njóta gest­risni Mar­grét­ar drottn­ing­ar er er­indi Trumps að ræða norður­slóðamál. Í aug­um Banda­ríkja­manna er Dan­mörk mik­il­vægt norður­skauts­ríki og Græn­land út­vörður Norður-Am­er­íku.

Banda­ríkja­menn, Kín­verj­ar og Rúss­ar láta sig ekki mjög miklu varða skag­ann á meg­in­landi Evr­ópu og eyj­arn­ar í kring­um hann. Þeir hafa meiri áhuga á ítök­um Dana á Græn­landi og raun­ar einnig Fær­eyj­um.

Með Mette Frederik­sen, for­sæt­is­ráðherra Dana, í viðræðum við Trump verða Kim Kiel­sen, formaður græn­lensku land­stjórn­ar­inn­ar, og Ak­sel V. Johann­esen, lögmaður Fær­eyja, hvað sem líður lögþings­kosn­ing­un­um í Fær­eyj­um 31. ág­úst.

Með vís­an til ríkja­sam­bands­ins við Græn­lend­inga hafa Dan­ir gert kröfu um að norður­póll­inn sé viður­kennd­ur sem hluti af land­grunni Græn­lands. Nái dansk­ar kröf­ur í krafti land­grunnsákvæða haf­rétt­ar­sátt­mál­ans fram að ganga kann danskt yf­ir­ráðasvæði að tutt­ugu fald­ast.

Í anda þess sem Pom­peo sagði í Rovaniemi er mik­il­vægt fyr­ir Banda­ríkja­stjórn að eiga náið sam­starf við ríki sem er stór­veldi á norður­slóðum. Danska ríkið hef­ur þá stöðu og þess vegna hitt­ir Trump for­ystu­menn þriggja þjóða í Kaup­manna­höfn. Tvö meg­in­mál verða á dag­skrá fund­ar­ins: norður­skauts­mál og ör­ygg­is­mál.

Í öllu til­liti skipt­ir þessi leiðtoga­fund­ur okk­ur Íslend­inga miklu. Sögu­legu og land­fræðilegu tengsl­in eru skýr. Öryggi eyþjóðanna tveggja fyr­ir aust­an Ísland og vest­an verður ekki tryggt án ná­ins sam­starfs við Íslend­inga.

Eft­ir inn­rás Rússa í Úkraínu árið 2014 hef­ur hernaðarleg spenna magn­ast að nýju á Norður-Atlants­hafi og enn á ný er litið til varn­ar­línu gegn kaf­bát­um frá Græn­landi um Ísland til Skot­lands (GIUK-hliðið). Banda­ríkja­stjórn end­ur­ræsti 2. flota sinn, Atlants­hafs­flot­ann, fyr­ir einu ári og ætl­ar hon­um hlut­verk á hafsvæðum fyr­ir norðan Ísland. Viðbúnaður á Kefla­vík­ur­flug­velli tek­ur mið af þessu.

Þetta eru gam­al­kunn viðfangs­efni. Breyt­ing­in mikla frá því fyr­ir ald­ar­fjórðungi á ræt­ur í hlýn­un jarðar og áhrif­um henn­ar á norður­skauts­svæðið. Áhugi sam­hliða spennu fær­ist norðar en áður, á heims­hluta þar sem átta ríki hafa komið sér sam­an um að eiga friðsam­legt sam­starf. Um þess­ar mund­ir er for­mennska í þess­um fé­lags­skap í hönd­um Íslend­inga. Þeir eru ekki áhrifa­laus­ir, áhrif­in ráðast þó eins og áður af vel ígrundaðri stefnu og vandaðri fram­kvæmd henn­ar.