1.1.2004

Minnisstæðir stjórnmálaviðburðir 2003.

 

 

Besta leikfléttan

 

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur sömdu áfram um stjórnarsamstarf.

 

Versti afleikurinn.

 

Sjórnarandstaðan hlóp frá samkomulagi um eftirlaunamál forseta Íslands, ráðherra og þingmanna.

 

Sigurvegarinn.

 

Davíð Oddsson myndaði ríkisstjórn í fjórða sinn á 12 árum.

 

Taparinn.

 

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir kvaddi árið í Fréttablaðinu 31. desember: „Nei, ég geri ekki ráð fyrir að sakna stjórnmálanna á Íslandi," segir Ingibjörg Sólrún hlæjandi...“

 

Áhrifamesta atvikið.

 

Davíð Oddsson tók inneign sína úr Kaupþingi/Búnaðarbanka.

 

Vanmetnasta ákvörðunin.

 

Bæjarstjórn Garðabæjar samdi um einkarekinn grunnskóla án kröfu um skólagjöld.