Dagbók

Meiri óvissa um hlutverk alþingis en starfsstjórna - 20.9.2017 10:18

Umboð ráðherra til embættisverka í starfsstjórn er skýrara en inntak umboðs þingmanna eftir að þing hefur verið rofið.

Lesa meira

Stjórnsýsludósent áréttar samsæriskenningar - 19.9.2017 11:52

Dósentinn kennir það við „leka“ að ráðherra ræði við forsætisráðherra. Þetta er greinilega „illkynja leki“ að mati dósentsins. Sé lekinn „góðkynja“ að mati „góða fólksins“ er honum fagnað.

Lesa meira

Takmarkalaus óvild í garð Sjálfstæðisflokksins - 18.9.2017 8:35

Birti ég glefsur af Facebook þar sem Eiríkur Guðmundsson, þáttagerðamaður á ríkisútvarpinu og rithöfundur, kemur við sögu.

Lesa meira

Opnir stjórnarhættir - klíkuveldi Pírata - 17.9.2017 11:21

Öll skjöl sem fara fyrir forseta Íslands til undirritunar eru afgreidd á ríkisstjórnarfundi. Á þann veg er upplýsingum um uppreist æru miðlað til allra ráðherra.

Lesa meira

Of krappur dans fyrir Bjarta framtíð og Viðreisn - 16.9.2017 13:57

Þegar Björt framtíð ákvað að slíta stjórninni mátti hver maður tala mest í 90 sekúndur. Viðreisn vill reka ráðherra sem hafa beðist lausnar.

Lesa meira

Ríkisstjórnin fallin (2) - 15.9.2017 18:03

Fyrir ári var boðað til kosninga í erfiðu samsæris-andrúmslofti eins og nú. Það er vandi fyrir stjórnmálamenn að takast á við þessar aðstæður en þeir móta þær sjálfir og geta þess vegna einnig breytt þeim.

Lesa meira

Ríkisstjórnin fallin (1) - 15.9.2017 9:28

Telur stjórn Bjartrar framtíðar að þar sem ráðherrar Bjartrar framtíðar hafi ekki fengið vitneskju um trúnaðarsamtal dómsmálaráðherra og forsætisráðherra sé trúnaðarbrestur orðinn slíkur innan ríkisstjórnarinnar að flokkurinn geti ekki lengur átt aðild að henni.

Lesa meira

Söguleg ummæli forsætisráðherra um útlendingamál - 14.9.2017 10:14

Hér er þessi frásögn af mbl.is endurbirt vegna þess hve sögulegt það er að umræða af þessu tagi fari fram á stjórnmálavettvangi og líklega er Sjálfstæðisflokkurinn eini íslenski stjórnmálaflokkurinn sem hefur þrek til að taka þessi mál til umræðu á málefnalegan hátt og á svipuðum grunni og gert er í forystuflokkum í öðrum löndum.

 

Lesa meira

Gjaldtaka en ekki kerfisuppskurður - 13.9.2017 15:09

Frásagnir af fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2018 benda ekki til að fast hafi verið tekið á útgjaldaliðum. Leiðin sem farin er felst að meginatriðum í hækkun gjalda á neytendur og enn á ný bíleigendur.

Lesa meira

Borgaralegur sigur í Noregi - 12.9.2017 12:22

Þessi skipti annars staðar á Norðurlöndunum milli þeirra sem kallast bláa og rauða blokkin er óþekkt hér. Farsælar stjórnir Sjálfstæðismanna og jafnaðarmanna hafa setið.

Lesa meira

Hvatt til varðstöðu gegn harðstjórn - 11.9.2017 8:48

Allt á þetta erindi til okkar Íslendinga eins og annarra þjóða sem búa við frelsi. Það er unnt að grafa undan lýðræði og frelsi hér eins og hvarvetna annars staðar.

Lesa meira

Danir snúast gegn rússneskri lygamiðlun - 10.9.2017 10:03

Í Politiken segir að danska ríkisstjórnin líti ögrunina af fölskum fréttum svo alvarlegum augum að hún ætli að stofna hóp til að vinna gegn aðgerðum t.d. Rússa sem ætlað er að móta almenningsálitið.

Lesa meira

Brotalöm í sauðfjártillögum - 9.9.2017 11:11

Viðreisnarráðherrann Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir nálgast málið á þann veg að úrlausnir í landbúnaðarmálum hafi verið gamaldags og hún sé að boða nýja tíma og menn vita ekki nákvæmlega við hvað er átt með því.

Lesa meira

Fullskipaður hæstiréttur fjallar um mannréttindasáttmálann - 8.9.2017 11:18

Það verður forvitnilegt að sjá hver niðurstaða fullsetins hæstaréttar verður í ofangreindu skattamáli, hvort mannréttindadómstóllinn valdi stefnubreytingu hjá dómurunum.

Lesa meira

Líkur á að orkuveituhúsið hafi verið selt til málamynda - 7.9.2017 10:54

Lífeyrissjóðir stofnuðu Foss fasteignafélag haustið 2013 til þess að kaupa orkuveituhúsið á 5,1 milljarð. Eina starfsemi félagsins og hún var framseld til Straums.

Lesa meira

Kim Jong-un en ekki Trump er ógnvaldurinn í N-Kóreu - 6.9.2017 10:04

Stjórn- og þjóðskipulag í N-Kóreu hefur þróast með velþóknun sósíalista og í skjóli stjórnar kommúnista í Kína og Rússlandi.

Lesa meira

Jyllands-Posten lýsir eigin sálarlífi - 5.9.2017 11:13

Leiðarinn var skrifaður til að fullvissa lesendur blaðsins um að JP hefði ekki gengið á svig við ástæðuna fyrir eigin tilveru heldur mundi blaðið áfram verða „liberal avis“, það er frjálslynt blað.

Lesa meira

Vinstri kerfisvörn - 4.9.2017 9:44

Sérkenni umræðna um heilbrigðismál í fjölmiðlum og stjórnmálum hér á landi er að þær eru jafnan á forsendum opinbers rekstrar. Þar er ríkisrekstur lagður til grundvallar  og litið á allt annað sem ógn við hann.

Lesa meira

Nú hótar Kim Jong-un með vetnissprengju - 3.9.2017 10:47

Norður-Kóreumenn eru þrælar harðstjórans sem dregur alla athygli að ríki sínu með þróun gjöreyðingarvopna og hótunum í garð annarra. Miðað við grimmdina gagnvart eigin þjóð er hann til alls vís gagnvart öðrum.

Lesa meira

Heilaga vandlætingin í þágu Rússa - 2.9.2017 11:18

Sé eitthvað í anda kalda stríðsins nú á tímum í umræðum um evrópsk öryggismál er það sú skoðun að réttlætanlegt hafi verið af Rússum að innlima Krímskaga af því að annars hefði verið sótt að þeim á óbærilegan hátt og þeir misst hernaðarlega aðstöðu við Svartahaf.

Lesa meira

Björt framtíð og forstöðumennirnir - 1.9.2017 10:07

Of mikil lausung verður í stjórnarháttum búi forstöðumenn stofnana við mismunandi starfsöryggi eftir því hvort Björt framtíð ræður í ráðuneyti þeirra eða ekki.

Lesa meira

Björt skapar uppnám meðal forstjóra - 31.8.2017 9:19

Í frétt Morgunblaðsins í dag vantar að forstöðumenn stofnana sem heyra undir Björt Ólafsdóttur sem ráðherra hafa þegar komið saman til að ráða ráðum sínum og kanna réttarstöðu sína.

Lesa meira

Lag fyrir Sjálfstæðismenn í borginni - 30.8.2017 9:08

Skoðanakönnun Fréttablaðsins sem birt er í dag sýnir nú Sjálfstæðisflokkinn með mest fylgi í Reykjavík yrði gengið til kosninga til borgarstjórnar.

Lesa meira

ESB leikur sér að Bretum - 29.8.2017 9:29

Bretar eru berskjaldaðir gagnvart ESB. Í Bretlandi fara fram opnar, lýðræðislegar umræður á stjórnmálavettvangi en innan ESB ríkir leyndarhyggja.

Lesa meira

Fíllinn í tölfræði ferðaþjónustunnar - 28.8.2017 8:49

Gistináttatölur ná ekki utan um Airbnb nema að takmörkuðu leyti. Sterkar vísbendingar eru um að gistinóttum á Airbnb hafi fjölgað gríðarlega á undanförnum misserum.

Lesa meira

Enskan og rækt við menningararfinn - 27.8.2017 10:28

Vegna þessa aukna samneytis fólks af ólíkum þjóðernum hefur ein tunga, enska, náð yfirburðum í öllum samskiptum þjóða í milli.

Lesa meira

Hneykslissagan endalausa vegna OR-hússins - 26.8.2017 10:20

Monthúsið var í raun táknmynd þess að menn skyldu ekki vega að fyrirtækinu það gæti varist í virki sínu. Nú kemur í ljós að sá hluti virkisins sem trónir hæst er í raun ónýtur auk þess sem húsið er alltof stórt eins og við blasti frá upphafi.

Lesa meira

Ríkisendurskoðun sögð hafa gefið Viðreisn og Helga ráð - 25.8.2017 9:41

Framkvæmdastjóri Viðreisnar segir flokkinn hafa stuðst við túlkun ríkisendurskoðunar við fjárhagslegar ákvarðanir við stofnun flokksins.

Lesa meira

Rangar ákvarðanir án ábyrgðar í Reykjavíkurborg - 24.8.2017 10:32

Þar sýnist meginmarkmiðið að skapa víggirðingu umhverfis æðsta embættismanninn, borgarstjórann, og láta eins og unnt sé að reka fleyg á milli vandræðanna og ábyrgðar hans.

Lesa meira

Afdalamennska á Lækjartorgi - 23.8.2017 8:28

Nú er enska þó ekki lengur aðeins notuð í samskiptum fyrirtækja sín á milli heldur gagnvart viðskiptavinum smásöluverslana.

Lesa meira

Fjárfestarnir í Viðreisn - 22.8.2017 10:31

Viðreisn og Hringbraut eru tæki þessa hóps fjárfesta til að vinna ESB-skoðunum sínum fylgi.

Lesa meira

Varðstaða um gamla tækni - 21.8.2017 10:35

Að standa vörð um ríkisrekstur á útvarpsstöð er skýrasta dæmið um varðstöðu um óbreytt kerfi í samfélaginu.

Lesa meira

Katrín Jakobsdóttir vill nýtt efnahagskerfi - 20.8.2017 10:00

Hvað felst í þessum orðum? Hvaða efnahagskerfi vill flokksformaðurinn?  Kerfið í Venezúela?

Lesa meira

Merkilegheit Íslandsbanka - 19.8.2017 10:41

Afgreiðsla málsins innan bankans sýndi að fundurinn með æðstu stjórnendum hans var hrein tímasóun. Samskiptastjóri bankans réð. 

Lesa meira

Stjórnmálalífið úr sumardvala - 18.8.2017 10:04

Stjórnmálalífið vaknar nú af sumardvala. Miðað við uppnámsástandið sem ríkt hefur í íslenskum stjórnmálum um langt árabil hefur þessi sumartími verið sérkennilega „ópólitískur“. 

Lesa meira

Hjörleifur og hvíti húsgaflinn - 17.8.2017 9:09

Eins og jafnan áður þegar mál sem varða Reykjavíkurborg verða umdeild er ógjörningur að fá á hreint hver tók ákvörðunina um að afmá sjómannsmyndina af húsgaflinum.

Lesa meira

Döpur reynsla ferðamanna – okrið hefst strax við flugstöðina - 16.8.2017 13:48

Með framkomu af þessu tagi taka seljendur ferðaþjónustu mikla áhættu sem eykur líkur á að ferðamenn forðist landið. Þetta snertir hvorki gengi krónunnar né skort á opinberri stefnumörkun.

Lesa meira

Enskan truflar þýskan þingmann - 15.8.2017 10:24

Í The Telegraph sagði að einn af fremstu stjórnmálamönnum Þýskalands hefði gert „fyrirvaralausa árás á vaxandi notkun ensku í daglegum samskiptum“.

Lesa meira

Loforðasvik Dags B. í húsnæðismálum - 14.8.2017 9:27

Áformin sem Dagur B. kynnti með glærusýningu sinni í nóvember 2014 voru í samræmi við loforðin sem hann gaf í kosningabaráttunni fyrir fjórum árum. Þau eru með öðrum orðum dæmi um mestu kosningasvik sem hér þekkjast.

Lesa meira

Tvær mikilvægar ákvarðanir - 13.8.2017 13:49

Tvær pólitískar ákvarðanir í liðinni viku hafa meiri áhrif en aðrar: (1) um leiðtogakjör reykvískra sjálfstæðismanna; (2) um hraða afgreiðslu hælisumsókna.

Lesa meira