Dagbók

Mannréttindadómstóllinn leggur blessun yfir Landsdóm - 23.11.2017 12:21

Að MDE telji málaferlin ekki brot á Mannréttindasáttmála Evrópu réttlætir ekki að til þeirra var stofnað en sýnir að þessi ákvæði íslenskrar stjórnskipunar standast kröfur evrópska mannréttindasáttmálans.

Lesa meira

Titringur á viðkvæmu stigi stjórnarmyndunar - 22.11.2017 11:39

Á viðkvæmu stigi stjórnarmyndunarviðræðna birtast gjarnan fréttir sem hafðar eru eftir ónafngreindu fólki innan flokkanna sem vinna að myndun stjórnar.

Lesa meira

Orkuveita án pólitískrar ábyrgðar - 21.11.2017 14:58

Borgarstjóri Dagur B. Eggertsson nálgast þessi mál öll sem áhorfandi en ekki sem stjórnandi – úr pólitísku ábyrgðinni er ekkert gert.

Lesa meira

Fréttablaðið telur birtingu símtalsins valda Kjarnanum fjárhagstjóni - 20.11.2017 11:51

Kjarninn hefur sótt að fá að birta texta símtalsins „jafnvel með því að stefna Seðlabankanum með tilheyrandi kostnaði [..,] Birting samtalsins nú veldur Kjarnanum fjárhagstjóni...“ segir í leiðara Fréttablaðsins. Lesa meira

Reynt að hvítþvo borgarstjóra í skólpmálinu - 19.11.2017 11:58

Í fréttum af þessu áliti borgarlögmanns er markvisst þagað um mikilvægi pólitísku og í raun lagalegu ábyrgðarinnar sem felst í því að vísvitandi var þagað um mengunarslysið.

Lesa meira

Afrit birt af símtalinu fræga - 18.11.2017 12:18

Morgunblaðið birti afrit af símtali Geirs og Davíðs í dag (18. nóvember). Samsæriskenningarnar fjúka út í veður og vind.

Lesa meira

ÍNN lokað - útsendingum hætt - 17.11.2017 14:40

Í sjálfu sér kom ekki á óvart þegar Kristinn Svanur Jónsson, upptökustjóri á ÍNN, hringdi í mig í gær og sagði að slökkt yrði á sjónvarpsstöðinni þá um kvöldið.

Lesa meira

Tungan tryggir samheldni þjóðfélagsins - 16.11.2017 11:07

Það hefur verið styrkur íslensks samfélags hve einsleitt það er vegna tungumálsins. Það er sjálfstætt markmið með tungumálið að vopni að tryggja þessa samheldni þjóðfélagsins áfram.

Lesa meira

Stjórnmálaforingjar ráða för – ekki forseti Íslands - 15.11.2017 10:20

Hér hefur þeirri skoðun verið hreyft oftar en einu sinni að tal um að forseti Íslands veiti ekki þessum eða hinum umboð til stjórnarmyndunar feli ekki í sér rétta lýsingu á stöðu mála.

Lesa meira

Aðdráttaraflið og flóttamannavegurinn - 14.11.2017 12:51

Harpa veitir tækifæri til markvissrar listsköpunar til langs tíma. Við mótun og framkvæmd útlendingastefnu verður að minnka aðdráttafl landins fyrir glæpahópa.

Lesa meira

Sósíalískt uppgjör gagnvart VG - 13.11.2017 11:09

Uppgjörið ristir djúpt þegar tekist er á milli sósíalista innan og utan raða VG vegna hugsanlegs samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn.

Lesa meira

VG veikir tiltrúna - 12.11.2017 23:21

Þótt varaformaður VG láti eins og hann sé aðeins boðberi annarra þegar hann vegur að formanni Sjálfstæðisflokksins á lúalegan hátt leynir óvildin sér ekki og viljinn til að spilla fyrir framgangi mála.

Lesa meira

Ríkisútvarpið afhjúpað í Reykjavíkurbréfi - 11.11.2017 12:28

Aðhaldið sem Morgunblaðið veitir ríkisútvarpinu er lofsvert og nauðsynlegt framlag til lýðræðislegra skoðanaskipta í landinu.

Lesa meira

Hótað með villiköttum - 10.11.2017 11:19

Að Sjálfstæðismenn verðlauni formann VG er óverðskuldað. Verðlaunin tryggja auk þess ekki að VG standi heilt að ríkisstjórn. Flokkurinn hefur jafnan klofnað í stjórnarsamstarfi.

Lesa meira

Málefnalausir Píratar - 9.11.2017 12:20

Píratar létu aldrei reyna á nein málefni, hvorki í kosningabaráttunni né í stjórnarmyndunarviðræðunum. Píratar hafa ekki heldur lagt sig fram um málefnaleg störf á alþingi.

Lesa meira

Formaður Viðreisnar afneitar flokksstefnunni - 8.11.2017 10:21

Eftir yfirlýsingu Þorgerðar Katrínar vaknar spurning um hvort Viðreisnarfólk á samleið með Viðreisn.

Lesa meira

Tveggja aldarafmæla minnst - 7.11.2017 10:34

Ein öld er liðin í dag frá byltingunni í Rússlandi og einnig frá því að Pétur Thorsteinsson fæddist.

Lesa meira

Sigurður Ingi lætur til sín taka - 6.11.2017 21:01

Sigurður Ingi styrkti stöðu sína með þátttöku í þessum samtölum undir forystu Katrínar. Honum er mikils virði að sýna að annarra flokka menn vilji frekar ræða við sig og Framsóknarflokkinn en Sigmund Davíð Gunnlaugsson og Miðflokkinn.

Lesa meira

Jóhannes Kr.: Íslendingar léttvægir í Paradísarskjölunum - 6.11.2017 11:02

Leynd var létt af svonefndum Paradísarskjölum kl. 18.00 sunnudaginn 5. nóvember. Skjölin gefa mynd af upplýsingum um einstaklinga og lögaðila í skattaparadísum.

Lesa meira

Tvöfeldni í þágu vinstri stjórnar - 5.11.2017 10:42

Afstaðan til „neikvæðra auglýsinga“ minnir á tvöfeldnina í afstöðunni til skjala sem lekið er til fjölmiðla. Annars vegar er „góður leki“ á gögnum um fjármál einstaklinga og hins vegar „vondur leki“ vegna afgreiðslu á máli hælisleitenda.

Lesa meira

Ótti Pírata - Thor:Ragnarok - 4.11.2017 10:53

Einkennilegt er að Birgitta kjósi að grípa til enska orðsins legacy þegar hún nefnir pólitíska arfleifð sína. Hún ætti að hafa betra vald á íslensku en þarna birtist. Það er til marks um leti eða virðingarleysi við móðurmálið að umgangast það á þennan hátt.

Lesa meira

Eitt atkvæði Pírata ræður úrslitum - 3.11.2017 10:18

Svarið sýnir að Björn Leví er alls ekki sjálfum sér samkvæmur. Sama kerfi gilti við kosningarnar 2016 og 2017.

Lesa meira

Þétting hnignandi miðborgar - 2.11.2017 10:10

Þétting byggðar er eitt af helstu hugsjónamálum meirihlutans í Reykjavíkurborg en stefnan hefur leitt af sér húsnæðisskort og hækkun á húsnæðiskostnaði.

Lesa meira

Fjártæknifyrirtæki lækka verð á bönkum - 1.11.2017 9:46

Augljóst er að ekki aðeins bankar lenda í ólgusjó vegna þessarar þróunar heldur þarf allur almenningur að hljóta mikla fræðslu til að átta sig á nýjum tækifærum og betri þjónustu.

Lesa meira

Umboðið er hjá stjórnmálamönnunum - 31.10.2017 9:45

Forsetinn hefur engan töfrasprota sem hann getur notað til að breyta úrslitum kosninga. Stjórnmálamennirnir fengu umboð frá kjósendum til að stjórna landinu en ekki forsetinn.

Lesa meira

Forsetinn kominn í spilið - 30.10.2017 10:18

Viðræðurnar við forseta Íslands eru fyrst og síðast formlegs eðlis. Ekkert knýr á um að hann setji forystumönnum flokkanna nein sérstök tímamörk.

Lesa meira

Ekkert ákall um vinstri stjórn - 29.10.2017 11:47

Vinstri blokkin fær aðeins 38,2% atkvæða. Að segja það ákall um vinstri stjórn er fráleitt. Það hvílir á borgaraflokkunum að mynda stjórn.

Lesa meira

Skýr kostur: Sjálfstæðisflokkinn eða glundroða - 28.10.2017 12:19

Kjördagur, við höfum tækifæri til að leggja okkar af mörkum hvernig málum okkar verður stjórnað næstu fjögur árin.

Lesa meira

Helga Vala vill auka tekjur lögmanna með fjölgun hælisleitenda - 27.10.2017 20:51

Verði Helga Vala Helgadóttir dómsmálaráðherra eins og að er stefnt verður þröskuldurinn fyrir hælisleitendur lækkaður á sama tíma og hann er hækkaður annars staðar í Evrópu. Síðan verði lögmönnum tryggt fjármagn úr ríkissjóði til að sinna málum þessara hælisleitanda.

Lesa meira

Vinstristjórn í kortunum - 27.10.2017 12:27

Þetta er álíka svört mynd og við blasti í vikunni fyrir kosningar fyrir ári þegar Píratar leiddu viðræður Bjartrar framtíðar, VG og Samfylkingar um stjórnarmyndun.

Lesa meira

Katrín boðar ESB-stjórn undir forsæti VG - 26.10.2017 12:56

Í ESB-málinu er vissulega enginn „pólitískur ómöguleiki“ hjá Katrínu Jakobsdóttur. Hún sér það þvert á móti sem tækifæri til stjórnarmyndunar að svíkja stefnuna sem hún segist hafa.

Lesa meira

Svört skýrsla um skipulagða glæpastarfsemi - 25.10.2017 9:56

Stjórnmálamenn verða að bregðast við nýrri skýrslu um skipulagða glæpastarfsemi í landinu á þann veg að framkvæma nauðsynlegar úrbætur.

Lesa meira

VG leikur áfram tveimur skjöldum í ESB-málinu - 24.10.2017 10:10

Ástæðan fyrir því að Katrín Jakobsdóttir vill ekki loka neinum dyrum varðandi aðildarferli að ESB er augljós: Væntanlegir samstarfsflokkar VG í ríkisstjórn, Samfylking og Píratar, vilja í ESB.

Lesa meira

Staða FRÚ vegna Glitnis-skjalanna versnar - 23.10.2017 10:10

Umræður um miðlun FRÚ úr gögnum Glitnis leiða í ljós bein tengsl fréttamanns við Stundina og Reykjavík Media og auk þess að hann sneri öllu á hvolf í lýsingu á samskiptum þingmanna Sjálfstæðisflokksins við Glitni.

Lesa meira

Átakanleg leit FRÚ í tölvubréfum Bjarna - 22.10.2017 10:35

Sannast sagna er átakanlegt að FRÚ telji sér sæma að birta þennan samtíning um Bjarna Benediktsson, þáv. alþingismann, sem átti ekki í neinum óvenjulegum samskiptum við Glitni en ræddi um einkahagi sína í tölvubréfum sem er að finna í skjalabunkanum.

Lesa meira

Þolmörk þjóða gagnvart alþjóðavæðingunni - 21.10.2017 10:41

Það er einmitt ein af þverstæðum hnattvæðingarinnar að í byggðum og bæjum finnst fólki mikilvægara en áður að standa vörð um sitt, þar á meðal menningarlega arfleið sína

Lesa meira

Viðskiptablaðamenn vara við vinstri vítunum - 20.10.2017 12:04

Viðskiptablaðamennirnir Hörður Ægisson á Markaði Fréttablaðsins og Helgi Vífill Júlíusson á ViðskiptaMogganum benda á hætturnar sem felast í útgjalda- og skattahugmyndum vinstri grænna og Samfylkingarinnar.

Lesa meira

Erlend íhlutun í kosningabaráttuna - 19.10.2017 14:03

Að sjálfsögðu getur Harlem Désir ekki gefið íslenskum dómstólum fyrirmæli, Mannréttindadómstóll Evópu í Strassborg getur ekki einu sinni gert það.

Lesa meira

Hannes Hólmsteinn ræðir bankahrunið - 18.10.2017 10:11

Íslenska samfélagið hefur náð nýjum efnahagslegum styrk. Í hruninu varð hins vegar siðrof sem setur enn svip á þjóðlífið og stjórnmálabaráttuna eins og við sjáum nú í öðrum þingkosningunum á einu ári.

Lesa meira

Brauðfótaaðför vegna lögbanns - 17.10.2017 14:47

Ekkert af þessari uppsetningu allri var tilviljun frekar en viðbrögð óvinahers Bjarna í heimi bloggara. Aðförin að Bjarna hefur auk þess alþjóðlega hlið þar með breska blaðið The Guardian er með í spilinu.

Lesa meira