Dagbók: október 2002

Miðvikudagur 30.10.2002 - 30.10.2002 0:00

Var klukkan 11.00 í viðtalsþætti Arnrþrúðar Karlsdóttur á útvarpi Sögu og ræddum við einkum stjórnsýslu í Háskóla Íslands í tilefni af áliti umboðsmanns alþingis um lektorsveitingu í félagsvísindadeild.

Þriðjudagur 29.10.2002 - 29.10.2002 0:00

Alþingi kom saman að nýju eftir kjördæmaviku og settist ég aftur þar eftir að hafa fengið leyfi vegna þátttöku í þingi Sameinuðu þjóðanna. Vegna fjarveru margra þingmanna á Norðurlandaráðsfundi var erfitt að hóa nógu mörgum saman til atkvæðagreiðslu, en tókst þó.

Föstudagur 25.10.2002 - 25.10.2002 0:00

Var með viðtöl í skrifstofu minni í alþingi frá 10.30 fram í hádegið. Klukkan 17.00 var ég við athöfn í alþingishúsinu, þegar málverk af Ragnhildi Helgadóttur var afhjúpað.

Fimmtudagur 24.10.2002 - 24.10.2002 0:00

Lagði fram framboð mitt í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík vegna þingkosninganna næsta vor.

Miðvikudagur 23.10.2002 - 23.10.2002 0:00

Klukkan 17.00 var fundur í borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna, þar sem við löðgum á ráðin um afstöðu til mála og ræddum stefnumál okkar.

Þriðjudagur 22.10.2002 - 22.10.2002 0:00

Klukkan 12.00 var borgarráðsfundur. Þar var því hafnað af Ingibjörgu Sólrúnu með minnisblaði frá borgarlögmanni að ræða um kaup Orkuveitu Reykjavíkur á ljósleiðaraneti Línu.nets á vettvangi borgarstjórnar. Þá urðu nokkrar umræður um Alþjóðahúsið en þar hafa 10 milljón króna endubætur á húsnæði farið 17 milljónir fram úr áætlun!

Mánudagur 21.10.2002 - 21.10.2002 0:00

Klukkan 10.30 var stjórnarfundur í Aflvaka hf. sem er samstarfsvettvangur fulltrúa Reykjavíkurborgar og atvinnulífsins. Mér finnst starfsemin ekki markviss og minna á það, þegar hálfopinber fyrirtæki eru að leita að verkefnum frekar en fyrir liggi brýn úrlausnarefni.

Föstudagur 18.10.2002 - 18.10.2002 0:00

Fórum frá New York klukkan 21.00 og lentum í Keflavík kl. 05.55 að morgni eftir mjög þægilegt flug með Flugleiðum.

Föstudagur 11.10.2002 - 11.10.2002 0:00

Fórum síðdegis til höfuðstöðva SH í Bandaríkjunum og hittum Magnús Gústafsson og samstarfsmenn hans. Venjulega tekur um klukkustund að aka frá New York til Norwalk í Conneticut, þar sem skrifstofurnar eru. Við vorum hins vegar rúma þrjá tíma á leiðinni vegna mikillar rigningar og umferðaröngþveitis.

Mánudagur 7.10.2002 - 7.10.2002 0:00

Fórum klukkan 09.00 í fastanefnd Íslands. Sóttum aðgangskort að fundarsölum SÞ. Sóttum fræðslufund um starf íslensku fastanefndarinnar. Kynntum okkur húsakynni og staðháttu í höfuðstöðvum SÞ. Sótti fundi á allsherjarþinginu og í afvopnunarnefndinni.

Laugardagur 5.10.2002 - 5.10.2002 0:00

Fórum að þeim stað í New York, þar sem tvíburaturnarnir stóðu og nú hefur verið hafist handa við að gera neðanjarðabrautarstöð, sem virðist ná 6 hæðir niður í jörðina.

Föstudagur 4.10.2002 - 4.10.2002 0:00

Klukkan 16.40 flugum við Rut til New York á allsherharþing SÞ.

Fimmtudagur 3.10.2002 - 3.10.2002 0:00

Klukkan 14.00 var borgarstjórnarfundur.

Þriðjudagur 1.10.2002 - 1.10.2002 0:00

Alþingi sett klukkan 13.30, 128. löggjafarþing.