Dagbók: október 2001

Miðvikudagur 31.10.2001 - 31.10.2001 0:00

Klukkan 09.30 hófst fundur norrænna menntamálaráðherra. Klukkan 13.00 var fundur norrænna menningarmálaráðherra með Norðurlandanefnd Norðurlandaráðs. Klukkan 14.00 var fundur norrænu menningarmálaráðherranna. Hélt heim klukkan 20.10.

Þriðjudagur 30.10.2001 - 30.10.2001 0:00

Hélt til Kaupamannahafnar kl. 08.00 á norræna ráðherrafundi. Klukkan 15.00 sat ég fund með þingmönnum í Vest-norræna ráðinu ásamt menntamálaráðherra Færeyinga.

Mánudagur 29.10.2001 - 29.10.2001 0:00

Klukkan 09.15 fór ég í kennslustund hjá Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni í Háskóla Íslands og ræddi við erlenda nemendur hans um öryggis- og utanríkismál Íslands.

Laugardagur 27.10.2001 - 27.10.2001 0:00

Klukkan 14.15 sótti ég þing Iðnemasambands Íslands, opnaði nýja heimasíðu sambandsins, flutti ávarp og svaraði fyrirspurnum. Klukkan 15.00 opnaði ég yfirlitssýningu á verkum Gunnlaugs Schevings í Listasafni Íslands.

Föstudagur 26.10.2001 - 26.10.2001 0:00

Klukkan 09.15 setti ég málþing um norsk hús á Íslandi, sem haldið var í Norræna húsinu. Klukkan 13.30 flutti ég ávarp á myndlistarþingi í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu. Fór klukkan 20.00 á frumsýningu hjá Nemendaleikhúsinu á Túskildingsóperunni.

Fimmtudagur 25.10.2001 - 25.10.2001 0:00

Fór klukkan 20.00 í nýja salinn í Borgarleikhúsinu á frumsýningu Íslenska dansflokksins.

Miðvikudagur 24.10.2001 - 24.10.2001 0:00

Flýg með beinu flugi Flugleiða heim frá París.

Þriðjudagur 23.10.2001 - 23.10.2001 0:00

Hringborðsumræður vísindaráðherra UNESCO-landanna halda áfram, ég stjórna lokafundi þeirra síðdegis og samþykkt ályktunar.

Mánudagur 22.10.2001 - 22.10.2001 0:00

Tók þátt í hringborðsumræðum vísindaráðherra aðildarlanda UNESCO um siðfræði og líftækni. Um kvöldið flutti ég ræðu á fundi fransk-íslenska verslunarráðsins.

Miðvikudagur 17.10.2001 - 17.10.2001 0:00

Flutti ræðu mína á aðalráðstefnu UNESCO.

Þriðjudagur 16.10.2001 - 16.10.2001 0:00

Hélt til á UNESCO-ráðstefnuna í París með morgunflugi um Kaupmannahöfn

Mánudagur 15.10.2001 - 15.10.2001 0:00

Um hádegisbilið kom Þórir Jónsson, fráfarandi formaður Ungmennafélags Íslands, ásamt nánustu samstarfsmönnum sínum á minn fund í ráðuneytið og afhenti mér áletraða gjöf til staðfestu á góðu samstarfi okkar.

Sunnudagur 14.10.2001 - 14.10.2001 0:00

Lokadagur landsfundar.

Laugardagur 13.10.2001 - 13.10.2001 0:00

Klukkan 14.00 vorum við í Garðabæ, þegar Ásdís Halla Bragadóttir bæjarstjóri opnaði nýjan sýningarsal Hönnunarsafnsins. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hélt áfram.

Föstudagur 12.10.2001 - 12.10.2001 0:00

Klukkan 09.00 til 12.00 sátum við ráðherrar Sjálfstæðisflokksins fyrir svörum á landsfundi. Fundurinn stóð fram til klukkan 18.00 en þá hófust nefndarfundir og fór ég í skóla- og fræðslunefnd, íþrótta- og æskulýðsnefnd og menningarmálanefnd og ræddi við nefndarmenn.

Fimmtudagur 11.10.2001 - 11.10.2001 0:00

34. landsfundur Sjálfstæðisflokksins var settur klukkan 17.30 með ræðu Davíðs Oddssonar.

Miðvikudagur 10.10.2001 - 10.10.2001 0:00

Klukkan 08.45 setti ég alþjóðaráðstefnu þjóðskjalavarða á Hótel Loftleiðum. Klukkan 13.00 setti ég barna- og unglingahátíðina Köttur úti í mýri í Norræna húsinu og opnaði sýninguna Sjöundi himinn. Klukkan 14.00 var utandagskrárumræða á alþingi um fjárhagsvanda RÚV og þar hreyfði ég þeirri hugmynd að rás 2 yrði svæðismiðstöð landshlutastöðva RÚV með aðsetur á Akureyri. Klukkan 15.30 fór ég á fund Rannsóknarráðs Íslands og kynnti frumvörp um nýskipan rannsóknarmála. Klukkan 16.30 tók ég þátt í að opna nýjan samkomusal Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Klukkan 18.15 flutti ég ræðu um utanríkismál í Lions-klúbbnum Baldri í Hótel Esju.

Þriðjudagur 9.10.2001 - 9.10.2001 0:00

Klukkan 13.00 setti ég Netþing ungmenna á vegum umboðsmanns barna, sat við tölvu í skrifstofu umboðmanns og átti samtal við ungt fólk víða um land á irkinu. Klukkan 19.30 opnaði ég vefsíðu Þjóðskjalasafns og CITRA, alþjóðasamtaka þjóðskjalavarða, við upphaf þings samtakanna í Þjóðmenningarhúsinu.

Mánudagur 8.10.2001 - 8.10.2001 0:00

Klukkan 13.00 flutti ég ávarp á málþingi félags framhaldsskóla um fé og fræði. Klukkan 17.00 var ég á rás 2 og ræddi þar árásina á Afganistan við Guðmund G. Þórarinsson fyrrverandi alþingismann. Klukkan 19.30 var ég í Eldlínunni á Stöð 2 og ræddi um innrásina í Afganistan við Steingrím J. Sigfússon, formann vinstri/grænna.

Sunnudagur 7.10.2001 - 7.10.2001 0:00

Klukkan 14.00 vorum við í Reykholti í Borgarfirði en milli 15.00 og 18.00 efndum við þar til kaffisamsætis í tilefni að því að framkvæmdum við endurgerð héraðsskólahúsisns er lokið.

Laugardagur 6.10.2001 - 6.10.2001 0:00

Klukkan 9.30 setti ég ráðstefnu á vegum menntamálaráðuneytisins í Borgarleikhúsinu um listmenntun í skólum.

Föstudagur 5.10.2001 - 5.10.2001 0:00

Klukkan 12.00 var ég í Þjóðarbókhlöðunni, þegar ítalski sendiherrann afhenti bókagjöf. Klukkan 15.00 fórum við á háskólahátíð, þar sem ég flutti hátíðarræðu. Klukkan 17.00 fórum við á tónleika á vegum japanska sendiráðsins á Hótel Loftleiðum.

Fimmtudagur 4.10.2001 - 4.10.2001 0:00

Klukkan 12.15 var ég í Rotary-klúbbnum, Reykjavík-Austurbær, og ræddi um utanríkismál.

Þriðjudagur 2.10.2001 - 2.10.2001 0:00

Klukkan 19.50 flutti forsætisráðherra stefnuræðu sína.

Mánudagur 1.10.2001 - 1.10.2001 0:00

Klukkan 13.30 alþingi sett. Klukkan 16.00 vorum við í Háskóla Íslands þegar Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur kom til sögunnar við hátíðlega athöfn.