Dagbók: september 2001

Laugardagur 29.9.2001 - 29.9.2001 0:00

Flutti klukkan 09.30 ræðu á skólamálaþingi Kennarasambands Íslands í Menntaskólanum á Akureyri. Ókum frá Akureyri til Norðfjarðar. Klukkan 16.00 opnaði ég Málverkasafn Tryggva Ólafssonar í Neskaupstað. Flugum kl. 20.30 frá Egilsstöðum til Reykjavíkur.

Föstudagur 28.9.2001 - 28.9.2001 0:00

Flaug kl. 14.00 til Akureyrar með Jóhönnu Maríu Eyjólfsdóttur og opnaði kl. 15.30 upplýsingadeild við Háskólann á Akureyri.

Fimmtudagur 27.9.2001 - 27.9.2001 0:00

Klukkan 11.30, blaðamannafundur á vegum Rannsóknarráðs Íslands í Þjóðmenningarhúsinu, þar sem kynntar voru nýjar áherslur ráðsins við úthlutun styrkja.

Miðvikudagur 26.9.2001 - 26.9.2001 0:00

Flugum heim frá Zurich um Kaupmannahöfn að loknum fundi menningarmálaráðherranna í Luzern.

Laugardagur 22.9.2001 - 22.9.2001 0:00

Flugum um Kaupmannahöfn til Zurich og héldum þaðan til Luzern, þar sem ég sat fund menningarmálaráðherra frá 23 löndum, sem hittast undir merkjum International Network on Cultural Policy.

Föstudagur 21.9.2001 - 21.9.2001 0:00

Klukkan 19.30 fórum við á hátíðartónleika Karlakórs Reykjavíkur í tilefni af 75 ára afmæli kórsins.

Fimmtudagur 20.9.2001 - 20.9.2001 0:00

Klukkan 14.45 fór ég í Hlíðaskóla og tók þátt í kynningu Bændasamtaka Íslands á disknum Fróðleiksfúsi í sveitinni. Klukkan 17.00 fór ég í gallerí i8 þar sem Kristján Davíðsson opnaði sýningu.

Miðvikudagur 19.9.2001 - 19.9.2001 0:00

Klukkan 13.30 tók ég þátt í kynningu Háskóla Íslands á þekkingarþorpi,

Þriðjudagur 18.9.2001 - 18.9.2001 0:00

Klukkan 14.30 var ég í Menntaskólanum í Reykjavík og fylgdist með kynningu á nýjum kennslubókum og hugbúnaði í þýsku.

Mánudagur 17.9.2001 - 17.9.2001 0:00

Klukkan 10.30 var ég í Hofsstaðaskóla í Garðabæ til að kynna mér nýjungar í tölvunotkun og kennslu. Klukkan 11.30 var ég í nýjum leikskóla í Ásahverfi í Garðabæ, sem rekin er af Margréti Pálu og í samræmi við stefnu hennar. Klukkan 12.15 flutti ég ræðu á fundi Rotary-klúbbs Garðabæjar og ræddi um öryggis- og varnarmál. Klukkan 20.00 fóum við á tónleika José Carreras í Laugardalshöll.

Laugardagur 15.9.2001 - 15.9.2001 0:00

Klukkan 15.00 fór ég í Gerðarsafn í Kópavogi, þar sem Gísli Sigurðsson og Hjörleifur Sigurðsson opnuðu málverkasýningar. Klukkan 16.00 fór ég á Kjarvalsstaði, þar sem opnuð var sýning á verkum Kristjáns Guðmundssonar. Klukkan 20.00 fórum við Rut í Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins á frumsýningu leikritsins Vilji Emmu.

Föstudagur 14.9.2001 - 14.9.2001 0:00

Klukkan 11.30 rituðum við Geir H. Haarde fjármálaráðherra undir samning við Jón Ásbergsson, stjórnarformann Íslensku óperunnar, um stuðning við hana næstu 5 árin. Klukkan 13.30 flutti ég ávarp við upphaf 15 ára afmælisþings Stofnunar Sigurðar Nordals. Klukkan 20.00 sat ég með öðrum ráðherrum Sjálfstæðisflokksins fyrir svörum á SUS-þingi í félagsheimilinu á Seltjarnanesi.

Fimmtudagur 13.9.2001 - 13.9.2001 0:00

Klukkan 11.00 hitti ég menntamálanefnd sænska þingsins, sem kom í menntamálaráðuneytið til að fræðast um íslensk skólamál. Klukkan 19.30 fórum við Rut á tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands, þar sem flutt var bandarísk tónlist og gestir risu úr sætum til minningar um þá, sem fórust í árásinni.

Miðvikudagur 12.9.2001 - 12.9.2001 0:00

Klukkan 07.30 var ég í samtali á rás 2 um árásina á Bandaríkin. Hitti í hádeginu vísindaráðherra frá Kanada en hann var kallaður heim seinna þennan sama dag vegna árásarinnar á Bandaríkin og send eftir honum flugvél. Klukkan 14.30 staðfesti ég samstarfssamning milli Landmælinga Íslands og Örnenfnastofnunar við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu. Klukkan 19.30 tók ég þátt í Kastljósi í sjónvarpinu með Baldri Þórhallssyni lektor undir stjórn Gísla Marteins Baldurssonar og ræddum við árásina á Bandaríkin.

Þriðjudagur 11.9.2001 - 11.9.2001 0:00

Klukkan 13.00 frétti ég af árásinni á Bandaríkin þegar ég heyri frétt í dagskrárrofi rásar 1 um að flugvél hafi rekist á annan tvíburaturnanna í New York. Klukkan 14.00 skrifa ég undir samning um stuðning menntamálaráðuneytisins við Hljóm, greiningartæki á leshömlun. Klukkan 16.00 opna ég Skólavefinn við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu.

Laugardagur 8.9.2001 - 8.9.2001 0:00

Klukkan 09.00 flutti ég ræðu við upphaf skólamálaþings í Reykjavík. Klukkan 11.30 var ég í Kringlunni í tilefni í kynningu vegna viku símenntunar. Klukkan 14.00 var ég á fjölmennu fjölþjóðamóti í Fjölbrautastkóla Suðurlands á Selfossi.

Föstudagur 7.9.2001 - 7.9.2001 0:00

Klukkan 10.30 var ég í Fjölbrautaskólanum við 'Armúla og tók þátt í 20 ára afmælishátíð skólans. Klukkan 16.00 var ég á Hyrnutorgi í Borgarnesi og tók þátt í kynningu í tilefni af viku símenntunar.

Fimmtudagur 6.9.2001 - 6.9.2001 0:00

Á hádegi fórum við Jóhanna María til Sauðárkróks, þar sem ég tók þátt í fundi um símenntun og ræddi um tölvur í daglegu starfi. Um kvöldið fór ég í bókasafnið í Reykjanesbæ og tók þar þátt í málþingi miðstöðvar um símenntun um tungumálanám.

Miðvikudagur 5.9.2001 - 5.9.2001 0:00

Klukkan 13.15 flutti ég ræðu á málþingi í tilefni af viku símenntunar á Hótel Loftleiðum.

Mánudagur 3.9.2001 - 3.9.2001 0:00

Setti viku símenntunar kl. 13.00 í Nýja tölvu- og viðskiptaskólanum í Hafnarfirði.

Sunnudagur 2.9.2001 - 2.9.2001 0:00

Ókum að Eiríksstöðum og hittum Sigurð Rúnar Friðjónsson og fengum góða leiðsögn um staðinn héldum síðan í Búðardal og skoðuðum gamalt pakkhús, sem ætlunin er að breyta menningarmiðstöð. Höfðum stutta viðdvöl í Reykholti í Borgarfirði og einnig í Listasafni Borgarfjarðar í Borgarnesi.

Laugardagur 1.9.2001 - 1.9.2001 0:00

Fórum síðdegis til Stykkishólms og hittum þar norræna UNESCO-forystumenn.