Dagbók: febrúar 2002

Fimmtudagur 28.2.2002 - 28.2.2002 0:00

Klukkan 20.00 var efnt til fundar í Verði, fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, þar sem framboðslistinn vegna borgarstjórnarkosninganna var samþykktur samhljóða og ég tilkynnti afsögn mína sem ráðherra.

Miðvikudagur 27.2.2002 - 27.2.2002 0:00

Milli klukkan 10.00 og 12.00 voru almenn viðtöl í ráðuneytinu eins og venjulega á miðvikudögum alla daga mína í ráðuneytinu, sem ég var á landinu eða ekki fjarverandi vegna skyldustarfa eða í fríi. Komust nöfn þeirra, sem ég hafði ekki tök á að hitta fyrir einu blaði, þegar ég hætti ráðherrastörfum. Klukkan 14.00 flutti ég ávarp á fundi í Borgartúni 6, þegar prófanefnd tónslistarskólanna var stofnuð.

Þriðjudagur 26.2.2002 - 26.2.2002 0:00

Klukkan 14.00 heimsótti ég leikskólann Skerjakot. Klukkan 16.30 ritaði ég undir samning við Kennaraháskóla Íslands um að hann tæki að sér umsýslu með þróunarsjóðum á vegum ráðuneytisins.

Mánudagur 25.2.2002 - 25.2.2002 0:00

Kom heim síðdegis úr helgarferð til Parísar.

Föstudagur 22.2.2002 - 22.2.2002 0:00

Klukkan 07.40 flaug ég til Parísar í helgarferð til að hitta Rut, konu mína, sem þar dvelst fram til loka mars.

Fimmtudagur 21.2.2002 - 21.2.2002 0:00

Klukkan 20.00 tók ég þátt í að opna vefsíðuna ljod.is í Húsi málarans.

Þriðjudagur 19.2.2002 - 19.2.2002 0:00

Klukkan 18.00 flutti ég ávarp á fundi sjálfstæðismanna um skipulagsmál miðborgar Reykjavíkur.

Föstudagur 15.2.2002 - 15.2.2002 0:00

Klukkan 10.00 setti ég Framadaga í Háskólabíói. Klukkan 13.45 flutti ég ávarp á aðalfundi Samtaka verslunarinnar á Grand hotel. Klukkan 17.00 fór ég við opnun húss Íslenskrar erfðagreiningar í Vatnsmýrinni. Klukkan 18.00 sótti ég 75 ára afmælishátíð Heimdallar.

Fimmtudagur 14.2.2002 - 14.2.2002 0:00

Klukkan 11.00 var ég lagningardögum í Menntaskólunum við Hamrarhlíð og tók þátt í umræðum um íþróttahús.

Miðvikudagur 13.2.2002 - 13.2.2002 0:00

Klukkan 20.00 fór ég á Herranótt í Tjarnarbíói og sá Milljónamærina.

Sunnudagur 10.2.2002 - 10.2.2002 0:00

Klukkan 20.00 var ég í Borgarleikhúsinu, þar sem íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent.

Laugardagur 9.2.2002 - 9.2.2002 0:00

Klukkan 10.30 tók ég þátt í að opna nýja skíðalyftu í Hlíðarfjalli við Akureyri. Klukkan 14.00 tók ég þátt í að opna vefsíðu Háskólans á Akureyri á opnum degi skólans. Kominn til Reykjavíkur kl. 16.30 og fór þá í Listasafn Reykjavíkur þar sem verið var að opna sýningu á byggingarsögu Breiðholtsins, sem Bjarni Benedikt sonur minn tók þátt í að hanna.

Föstudagur 8.2.2002 - 8.2.2002 0:00

Flaug til Sauðárkróks kl. 09.15 og hélt þaðan að Hólum í Hjaltadal, þar sem égsetti ráðstefnu á vegum Söguseturs um íslenska hestinn. Hélt síðdegis akandi til Akureyrar og klukkan 20.00 sá ég leiksýninguna Slavar! hjá Leikfélagi Akureyrar.

Þriðjudagur 5.2.2002 - 5.2.2002 0:00

Klukkan 17.15 flutti ég ávrap við upphaf fundar borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um aðalskipulag Reykjavíkur.

Mánudagur 4.2.2002 - 4.2.2002 0:00

Fór klukkan 17.00 í Smáralind og tók á móti landsliðinu í handbolta.

Sunnudagur 3.2.2002 - 3.2.2002 0:00

Fór klukkan 20.00 í Borgarleikhúsið og sá Fjandmann fólksins eftir Henrik Ibsen.

Laugardagur 2.2.2002 - 2.2.2002 0:00

Klukkan 09.30 setti ég málþing á vegum menntamálaráðuneytisins í Borgatúni 6 um styttingu náms til stúdentsprófs. Klukkan 12.30 flutti ég ávarp á stjórnarfundi Landssambands sjálfstæðiskvenna, sem haldinn var í Borgartúni 6. Klukkan 16.00 opnaði ég vefsíðu heyrnarlausra við hátíðlega athöfn í tölvuskóla Streymis að Hverfisgötu 105.

Föstudagur 1.2.2002 - 1.2.2002 0:00

Rikisstjórnin samþykkti á fundi sínum fyrir hádegi tillögu mína um 15 milljón króna stuðning við Handknattleikssamband Íslands vegna þátttöku landsliðsins í Evrópumeistarakeppninni. Fór klukkan 20.00 á frumsýningu á Önnu Kareninu í Þjóðleikhúsinu.