Dagbók: febrúar 2022

Pútin upp við vegg - 28.2.2022 9:54

Það er rík sjálfspyntingarhvöt að menn hér eða annars staðar á Vesturlöndum láta eins og það sé stjórnendum landa þeirra að kenna að Pútin fer fram án nokkurrar skynsemi.

Lesa meira

Lygum Pútins dreift - 27.2.2022 8:07

Þjóðaröryggisráð gerði sérstakt átak fyrir tveimur árum til að vara við upplýsingaóreiðu vegna heimsfaraldursins. Nú er ekki síður mikið í húfi og augljóst að sótt er að opnum lýðræðisþjóðum með beinum lygahernaði.

Lesa meira

Finnar og Svíar komi í NATO - 26.2.2022 10:57

Allir þessir atburðir og afleiðingar þeirra standa okkur Íslendingum nær en þeir vilja vera láta sem haldnir eru Pútin-heilkenninu.

Lesa meira

Pútin-heilkennið - 25.2.2022 10:08

Þeir sem eru illa haldnir af Pútin-heilkenninu utan Rússlands bera blak af Rússlandsforseta þótt hann hafi alþjóðalög að engu og traðki á sjálfstæði Úkraínu.

Lesa meira

Pútin breytir Úkraínu í vígvöll - 24.2.2022 9:39

Lygar rússneskra stjórnvalda halda áfram til að réttlæta ofbeldi þeirra og stríðsaðgerðir. Frá Kreml hafa vikum saman borist yfirlýsingar um að rússneska hernum yrði ekki beitt til innrásar.

Lesa meira

Sökin er Pútins ekki NATO eða ESB - 23.2.2022 10:09

Pútin hóf síðara kalda stríðið og spurningin snýst um hvort Úkraína öll lendir vestan eða austan við nýja járntjaldið sem hann vill draga í álfunni.

Lesa meira

Pútin skammar Lenín - 22.2.2022 10:55

Pútin lýsti vonbrigðum yfir því að Lenín og Bolsévikar hefðu árið 1917 hvatt þjóðir rússneska keisaradæmisins til að nýta sér tækifæri til sjálfstæðis eftir byltinguna í Rússlandi.

Lesa meira

Óskiljanlegt feigðarflan Pútins - 21.2.2022 10:03

Feigðarflan Pútins er óskiljanlegt frá upphafi. Einmitt þess vegna er ógjörningur að spá fyrir um skynsamleg lok umsáturs hans um Úkraínu.

Lesa meira

Ungliðar gegn lögreglurannsókn - 20.2.2022 11:49

Orðið „skæruliði“ kemur inn í þessar umræður úr stolna farsímanum, einkagögnum sem afrituð voru til afnota fyrir blaðamenn á Stundinni og Kjarnanum.

Lesa meira

Rétt skref forseta Íslands - 19.2.2022 11:30

Undarlegt er hve grunnt er á þörf fyrir að kyssa á vöndinn þegar Rússar eru annars vegar. Þar vega fjárhagslegir hagsmunir þungt hjá sumum.

Lesa meira

Heiftin og virðing Sólveigar Önnu - 18.2.2022 9:26

Nú er það ekki aðeins starfandi stjórn Eflingar og starfsfólk sem á að sitja og standa eins og sæmir virðingu Sólveigar Önnu.

Lesa meira

Ákveða verður prófkjörsdag - 17.2.2022 12:13

Skiptir miklu að yfirkjörstjórnin á vegum Varðar komist sem fyrst að niðurstöðu um prófkjörsdag og kynni hann. Hver dagur er dýrmætur.

Lesa meira

Fréttastofan og farsíminn - 16.2.2022 9:29

Sé það vernd heimildarmanna ættu þeir að vera áhyggjulausir miðað við dómafordæmi. Heimildin er öllum ljós. Hún er farsími sem stolið var.

Lesa meira

Efla ber löggæslu - 15.2.2022 10:46

Reynslan hefur sannað réttmæti þess að efla sérsveitina. Nú er vísað til styrks hennar þegar sagt er að ekki eigi að vopna lögreglumenn við almenn störf þeirra.

Lesa meira

Skáldkonur máta sófaspekinga Pútins - 14.2.2022 9:48

Er viðtalið við skáldkonurnar skyldulesning fyrir alla sem áhuga hafa á að kynna sér viðhorf þeirra sem þekkja nábýlið við Rússland Pútins af eigin raun. Lesa meira

Ragnar Þór í ASÍ-skuggaboxi - 13.2.2022 10:41

Skuggabox er stundað í ýmsum tilgangi. Innan ASÍ er það nú gert til að grafa undan forystu hreyfingarinnar án þess að öll sagan sé sögð.

Lesa meira

Innrásin er sögð yfirvofandi - 12.2.2022 10:38

Það ýtir undir líkur á yfirvofandi loftárás Rússa á Kiev að fréttir berast um brottflutning starfsmanna í rússnesku sendiskrifstofunni í borginni.

Lesa meira

Starfsmannavandi Isavia - 11.2.2022 9:35

Uppsagnir Isavia á reyndu starfsfólki fá á sig sérkennilegan blæ þegar lesin er frétt á ruv.is um skort fyrirtækisins á starfsfólki.

Lesa meira

Rússar ekki til München – æfa með Hvítrússum - 10.2.2022 10:57

Árið 2007 flutti Vladimir Pútin ræðu á ráðstefnunni. Til hennar er síðan vitnað sem München-ræðunnar. Hún er talin marka vatnaskil.

Lesa meira

Launhelgar Dags B. og olíurisanna - 9.2.2022 9:20

Stjórnarhættirnir sem birtast í þessum lóða- og fjármálasviptingum borgarstjóra eru til marks um ógagnsæja sérhagsmunagæslu eins og hún verður mest.

Lesa meira

Útflutningsverðmæti eykst – verðbólga hækkar - 8.2.2022 11:14

ölurnar í fréttabréfi SFS sýna í hnotskurn verðhækkanir á alþjóðamörkuðum sem koma íslenska þjóðarbúinu til góða. Þær minna einnig á hækkandi alþjóðlega verðbólguöldu.

Lesa meira

Samsæriskenningar fyrir Dag B. - 7.2.2022 10:50

Báðar þjóna þessar vinstri samsæriskenningar þeim tilgangi að tryggja Degi B. áfram úrslitavöld í borginni. Kenningarnar eru kynntar til að fela vinstri óstjórnina.

Lesa meira

Umsátur í Ottawa - 6.2.2022 10:51

Þúsundir manna mótmæltu í Ottawa laugardaginn 5. febrúar og hefur frumkvæði vörubílstjóranna kallað fram víðtæka andstöðu við stefnu Kanadastjórnar í COVID-19-sóttvörnum.

Lesa meira

Dómaraval í Strassborg - 5.2.2022 11:05

Miklu skiptir fyrir framgang einstakra umsækjenda um þetta dómarastarf hvaða þingflokkar á Evrópuráðsþinginu taka þá upp á sína arma.

Lesa meira

Sjálfskaparvíti hrellir Boris - 4.2.2022 10:27

Þingflokkur íhaldsmanna ræður hvort Boris nýtur þess pólitíska stuðnings sem hann þarf til að leiða flokkinn og sitja sem forsætisráðherra.

Lesa meira

Uppákoma þingmanns og umboðsmaður - 3.2.2022 11:38

Virðing alþingis mælist því miður ekki mikil en að forseti þingsins sýni þingmönnum virðingarleysi með að samþykkja lausnarbeiðni ríkisendurskoðanda er af og frá.

Lesa meira

Mismunun vegna liðskipta - 2.2.2022 11:36

Heilbrigð skynsemi víkur fyrir kerfissjónarmiðum þegar kemur að greiðslum fyrir liðskiptaaðgerðir hér á landi.

Lesa meira

Sjö ný ráðuneyti af tólf - 1.2.2022 10:14

Þrír forsetaúrskurðir vegna breytinga á skipan ráðuneyta taka gildi. Sjö ný ráðuneyti ný af tólf.

Lesa meira