Dagbókin

Föstudagur 28.2.1997

Síðdegis föstudaginn 28. febrúar tók ég fyrstu skóflustungu að nemendaíbúðum við Kennaraháskólann, en þær verða reistar af Byggingarfélagi námsmanna.

Senda grein

 

Fimmtudagur 25.2.1997

Fimmtudagskvöldið 27. febrúar var ég á fundi Fulltrúaráðs sjálfstæðismanna í Njarðvík og ræddi þar bæði utanríkis- og menntamál.

Senda grein

 

Þriðjudagur 25.2.1997

Þriðjudagskvöldið 25 febrúar var ég á fundi um menntamál hjá Sjálfstæðisfélaginu á Seltjarnarnesi.

Senda grein

 

Sunnudagur 23.2.1997

Sunnudagskvöldið 23. febrúar fórum við á afmælistónleika Kammermúsikklúbbsins í Bústaðakirkju.

Senda grein

 

Föstudagur 21.2.1997

Klukkan 14. föstudaginn 21. febrúar var ég í Tæknivali í tilefni þess, að þar var verið að kynna fyrstu PC-tölvuna með notendaviðmóti á íslensku er komin á markaðinn. Er þetta Packard Bell heimilistölva og verð ég sem Mac-notandi að segja, að ég varð undrandi á því, hve viðmót tölvunnar og búnaður allur var glæsilegur. Að kvöldi föstudagsins efndu forsetahjónin til kvöldverðarboðs á Bessastöðum fyrir ríkisstjórn og sendiherra erlendra ríkja, sem búsettir eru í Reykjavík. Þar klæðast konur síðum kjólum og karlar kjólfötum og þeir bera heiðursmerki, sem þau hafa hlotið.

Senda grein

 

Fimmtudagur 20.2.1997

Að morgni fimmtudagsins 20. febrúar fór ég í heimsókn í Handíða- og myndlistarskólann í Reykjavík, sem er til húsa í Skipholti og SS-húsinu í Laugarnesi. Var fróðlegt að kynnast starfi þessa skóla, sem er á milli vita, því að námið hefur ekki hlotið viðurkenningu sem háskólamenntun. Auk þess sætta menn sig illa við tvískiptingu hans milli húsa og kunna ekki beint vel við sig í SS-húsinu. Síðdegis fimmtudaginn 20. febrúar, eftir að ég kom úr sjónvarpsupptökunni á Ó-inu og áður en ég fór á fundinn í Kópavogi, var athöfn í ráðuneytinu, þar sem 27 sigurvegurum á grunnskólaaldir voru veittar viðurkenningar fyrir teikningar vegna Olympíuleikanna, en ráðuneytið stóð fyrir þessum viðurkenndingum með Olympíunefnd Íslands.

Senda grein

 

Sunnudagur 19.2.1997

Miðvikudaginn 19. febrúar þáði ég boð frá Laugarásbíói um að sjá forsýningu á myndinni um Evu Peron með Madonnu í aðalhlutverki.

Senda grein

 

Laugardagur 1.2.1997

Laugardaginn 1. febrúar var háskólahátíð, síðan fórum við á þrjár listsýningar og klukkan 17.00 var boð inni á Bessastöðum vegna afhendingar á nýsköpunarverðlaunum forseta Íslands. Var þá komið versta veður, forsetahjónin höfðu verið á Akureyri um daginn og gat flugvélin ekki lent á Reykjavíkurflugvelli vegna veðurs. Var okkur sagt, að hún hefði getað komist niður á Keflavíkurflugvelli en ekki að flugstöðinni vegna hálku. Lögregla sótti hjónin út í flugvél á brautinni og klukkan 18.00 voru þau komin til athafnarinnar á Bessastöðum, sem þá gat hafist. Fór rafmagn hvað eftir annað af forsetasetrinu þennan tíma, sem við vorum þarna. Um kvöldið fórum við Rut í Þjóðleikhúsið og sáum Kennari óskast eftir Ólaf Hauk Símonarson - þar geta menn meðal annars kynnst togstreitunni um hlut uppeldis- og kennslufræðinnar og viðhorfum í réttindabaráttu kennara með hana að vopni gagnvart þeim, sem kallaðir eru leiðbeinendur, af því að þeir hafa ekki próf í þessari fræðigrein.

Senda grein

 

Dagbókin