Dagbók: febrúar 2000

Þriðjudagur 29.2.2000 - 29.2.2000 0:00

Klukkan 14.00 fundur með nemendum og síðan kennurum Menntaskólans í Reykjavík. Klukkan 17.00 fundur á vegum heilbrigðisnefndar Sjálfstæðisflokksins um háskólasjúkrahús, en ég var þar meðal ræðumanna.

Mánudagur 28.2.2000 - 28.2.2000 0:00

Fórum á tónleika Dönsku útvarpshljómsveitarinnar í Háskólabíói klukkan 20.

Sunnudagur 27.2.2000 - 27.2.2000 0:00

Flugum um 11.00 til Minneapolis og síðan heim með Flugleiðum klukkan 18.40. Tók heimflugið aðeins 5 tíma og 20 mínútur, eða um klukkustund minna en flugið að heiman. Gafst okkur tími til að skreppa í Mall of America á milli flugvéla, en það er sögð stærsta Kringla í Bandaríkjunum, Kanadamenn segjast eiga stærri og ódýrari í Edmonton í Alberta-fylki.

Fimmtudagur 24.2.2000 - 24.2.2000 0:00

Flugum síðdegis til Winnipeg í mikilli þoku með Northwest frá Minneapolis, þar sem klukkutíma töf var við flugtak. Í Winnipeg rigndi mikið og var 8 stiga hiti, þvert á það sem venjulegt er, höfðum búið okkur undir 10 til 15 gráðu frost.

Miðvikudagur 23.2.2000 - 23.2.2000 0:00

Fór klukkan 9.30 í heimsókn í Minneapolis-háskóla og dvaldist þar til klukkan 17.00 og skoðaði deildir og bókasafn. Síðan efndi Örn Arnar ræðismaður til móttöku á heimili sínu fyrir íslenska námsmenn.

Þriðjudagur 22.2.2000 - 22.2.2000 0:00

Klukkan 16.50 flugum við til Minneapolis.

Mánudagur 21.2.2000 - 21.2.2000 0:00

Klukkan 14.00 var fyrst fundur með nemendum og síðan kennurum í Menntaskólanum við Sund. Klukkan 20.30 var ég framsögumaður á fundi sjálfstæðismanna á Akranesi, þar sem við ræddum stjórnmálaástandið fram til klukkan 22.30.

Sunnudagur 20.2.2000 - 20.2.2000 0:00

Klukkan 20.30 fór ég á tónleika Kammersveitar Reykjavíkur í Langholtskirkju, þar sem flutt voru verk eftir Henryk Gorecki.

Laugardagur 19.2.2000 - 19.2.2000 0:00

Klukkan 10.00 hófst Háskólaþing í Háskólabíói og stóð það til klukkan 16.50. Klukkan 14.00 var ég í Reykjanesbæ og tók þátt í hátíðlegri athöfn, þegar Reykjaneshöllin var formlega opnuð.

Fimmtudagur 17.2.2000 - 17.2.2000 0:00

Klukkan 9.30 fórum við í heimsókn í Fullorðinsfræðslu fatlaðra á Akureyri. Klukkan 10.00 efndi ég til fundar með nemendum í Menntaskólanum á Akureyri og klukkustund síðar með kennurum. Klukkan 12.00 bauð bæjarstjóri og forsteti bæjarstjórnar á Akureyri mér til hádegisverðar og síðan rituðum við undir endurnýjaðan menningarsamning milli bæjarins og menntamálaráðuneytis. Klukkan 14.00 efndi ég til fundar með nemendum og klukkutíma síðar með kennurum í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Héldum heim aftur með vél klukkan 19.00.

Miðvikudagur 16.2.2000 - 16.2.2000 0:00

Klukkan 10.00 efndi ég til fundar með nemendum og kukkustund síðar með kennurum í Framhaldsskólanum á Húsavík. Klukkan 14.30 efndi ég til fundar með nemendum og klukkustund síðar með kennurum í Framhaldsskólanum að Laugum. Síðan héldum við til Akureyrar.

Þriðjudagur 15.2.2000 - 15.2.2000 0:00

Klukkan 19.50 flugum við til Húsavíkur vegna framhaldsskólaheimsókna.

Mánudagur 14.2.2000 - 14.2.2000 0:00

Klukkan 14.00 efndi ég til fundar með nemendum í Stýrimannaskólanum í Reykjavík en rúmlega 15.00 hitti ég kennara skólans. Klukkan 19.00 ræddi ég um menntamál í Stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins. Klukkan 20.30 sótti ég tónleika Hamrahlíðarkórins í Ými.

Sunnudagur 13.2.2000 - 13.2.2000 0:00

Klukkan 14.00 var athöfn í Þjóðarbókhlöðunni þar sem Örn Arnar, læknir og ræðismaður Íslands í Minneapolis, afhenti Stofnun Árna Magnússonar Edduhandrit, pappírshandrit frá því um 1770 að gjöf. Hafði hann keypt það af Kenneth Melsted, bónda í Vatnabyggð í Kanada. Þá opnaði ég nýja vefsíðu Árnastofnunnar, þar sem nú er unnt að skoða handrit í stafrænni útgáfu og hlusta á Vestur-íslendinga segja sögur. Slóðin er www.am.hi.is.

Fimmtudagur 10.2.2000 - 10.2.2000 0:00

Klukkan 10 vorum við í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Reykjanesbæ og hittum þar nemendur á fundi og síðan kennara. Klukkan 19.00 fórum við Rut í Laugardalshöll og hlýddum á óperuna Aïdu með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kristjáni Jóhannssyni og fleiri stórsöngvurum.

Miðvikudagur 9.2.2000 - 9.2.2000 0:00

Klukkan 20. 30 fórum við Rut í Íslensku óperuna, þar sem nemendur úr Listdansskóla Íslands og Tónskóla Sigursveins sýndu listir sínar.

Þriðjudagur 8.2.2000 - 8.2.2000 0:00

Klukkan 12.00 var ég í Ráðhúsi Reykjavíkur og afhenti fyrst Tölvuökuskírteinin, sem Skýrslutæknifélagið hefur beitt sér fyrir hér á landi í samvinnu við evrópska aðila, en skírteinin veita réttindi, sem eru viðurkennd víða um lönd. Klukkan 16.00 var ég á Hótel Loftleiðum, þar sem Sarpur, nýr gagnagrunnur Þjóðminjasafns Íslands var ræstur og kynntur.

Mánudagur 7.2.2000 - 7.2.2000 0:00

Klukkan 10 vorum við á fundi með nemendum Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi og síðan með kennurum skólans. Þaðan héldum við Laugarvatns og hittum nemendur í menntaskólanum þar klukkan 14.00 og síðan kennara klukkustund síðar.

Föstudagur 4.2.2000 - 4.2.2000 0:00

Klukkan 12.00 vorum við á fundi með nemendum í Fjölbrautaskólanum við Ármúla og síðan kennurum skólans. Klukkan 16.00 fór ég í Menntaskólann við Sund þar sem hugbúnaðarfyrirtækið Snerpa á Ísafirði og rússneskur samstarfsaðili gáfu öllu íslenska skólakerfinu AVP veiruvörn. Klukkan 20.00 fórum við Rut í Íslensku óperuna og sáum óperuna Lúkretía svívirt eftir Benjamin Britten og hefur hún verðskuldað hlotið mjög góða dóma. Sunnudagur 6. febrúar Klukkan 15.00 hélt Félag íslenskra leikskólakennara upp á 50 ára afmæli sitt og var ég meðal þeirra, sem þar töluðu.

Fimmtudagur 3.2.2000 - 3.2.2000 0:00

Klukkan 10.00 efndum við til funda með nemendum og síðan kennurum í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Klukkan 17.00 tók ég þátt í athöfn í Tæknigarði, þar sem Ráðgjafaþjónusta Háskóla Íslands og Nýsköpunarsjóður stóðu að því að veita viðurkenningu fyrir góð rannsóknaverkefni, en þau eru kölluð Upp úr skúffunum.

Miðvikudagur 2.2.2000 - 2.2.2000 0:00

Þennan dag varð Inga Þorgeirsdóttir, tengdamóðir mín, áttræð og héldu dætur hennar afmælisveislu hennar á heimili okkar Rutar. Var þar margt góðra gesta og kór Þorgerðar setti sérstakan svip á hátíðina með því að syngja fyrir gesti, þegar þeir komu til veislunnar.

Þriðjudagur 1.2.2000 - 1.2.2000 0:00

Klukkan 13.00 héldum við fund með nemendum Iðnskólans í Reykjavík í Hallgrímskirkju og síðan kennurum í skólahúsinu sjálfu.