Dagbók: mars 2000

Föstudagur 31.3.2000 - 31.3.2000 0:00

Flugum um hádegisbilið til Vestmannaeyja eftir fundi með nemendum og kennurum í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum, skoðuðum við Rannsóknasetur Háskóla Íslands og síðan flutti ég ræðu um mennta- og menningarmál í stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins. Klukkan 19.45 var ég mættur í Valsheimilið, þar sem lokakeppni Gettu betur fór fram og afhenti ég sigurvegaranum liði MR farandbikarinn Hljóðnemann, en liðið vann keppni við MH og fékk MR nú bikarinn í áttunda sinn.

Fimmtudagur 30.3.2000 - 30.3.2000 0:00

Fórum klukkan 9.00 af stað til Neskaupstaðar, lentum á Egilsstöðum og ókum síðan á leiðarenda og efndi ég til funda með nemendum og kennurum í Verkmenntaskóla Austurlands. Á heimleiðinni heimsóttum við kirkju- og menningarsetrið, sem er að rísa á Eskifirði, og skoðuðum það.

Miðvikudagur 29.3.2000 - 29.3.2000 0:00

Klukkan fór ég í Sigurjónssafn og opnaði 16.00 vefsíðu SPROK.IS, sem er þýðingarmiðstöð og varð til vegna íslenskunar á Windows 98.

Þriðjudagur 28.3.2000 - 28.3.2000 0:00

Síðdegis efndi ég til árlegs samráðsfundar með forystumönnum Bandalags íslenskra listamanna (BÍL), þar sem rædd voru málefni, sem snerta samstarf menntamálaráðuneytisins og BÍL.

Mánudagur 27.3.2000 - 27.3.2000 0:00

Varð að hætta við framhaldsskólaferð til Ísafjarðar vegna veðurs.

Laugardagur 25.3.2000 - 25.3.2000 0:00

Klukkan 14.00 var hátíðleg athöfn í Borgarholtsskóla, þegar hann var formlega vígður. Síðan fórum við að myndlistarsýningar í Söðlakoti, Norræna húsinu og Hafnarborg. Klukkan 19.00 fórum við á frumsýningu á Kysstu mig Kata í Borgarleikhúsinu.

Föstudagur 24.3.2000 - 24.3.2000 0:00

Klukkan 14. setti ég ráðstefnu í Iðnó til kynningar á Leonardó da Vinci II áætluninni. Klukkan 16.30 flaug ég til Akureyrar með Íslandsflugi en tæplega klukkutíma seinkun var á fluginu. Íþróttaþing átti að hefjast klukkan fimm en klukkan var 17.30 þegar ég náði þangað ásamt með Guðjóni Guðmundssyni, formanni Íþróttanefndar ríkisins. Var Ellert B. Schram að flytja ræðu sína, þegar við gengum í salinn. Flugum síðan aftur til baka klukkan 20.00

Fimmtudagur 23.3.2000 - 23.3.2000 0:00

Fórum í Neskirkju og hlýddum á lokaþátt Stóru upplestrarkeppninnar og kom það í minn hlut að afhenda þátttakendum viðurkenningu. Þetta góða framtak mælist alls staðar vel fyrir og á vonandi eftir að efla allra lestrarkennslu og áhuga á íslenskum bókmenntum.

Miðvikudagur 22.3.2000 - 22.3.2000 0:00

Viðtal í Kastljósi sjónvarpsins um nýju námskrárnar.

Þriðjudagur 21.3.2000 - 21.3.2000 0:00

Viðtal í Speglinum, fréttatengdum þætti í hljóðvarpi ríkisins, um styttingu náms til stúdentsprófs og lengra skólaár. Sáum Krítarhringinn í Kákasus í Þjóðleikhúsinu.

Mánudagur 20.3.2000 - 20.3.2000 0:00

Klukkan 17.15 viðtöl og fundur með sjálfstæðismönnum á Kaffi Reykjavík.

Föstudagur 19.3.2000 - 19.3.2000 0:00

Klukkan 14.30 fór ég í hús Rauða kross Íslands og tók þar á móti fyrsta eintaki af bók eftir Öddu Steinu Björnsdóttur, sem verður dreift í 4. bekk allra grunnskóla í landinu og Rauði krossinn gefur út í samvinnu við Æskuna. Markmið bókarinnar er að vekja unga fólkið til umhugsunar um fólk af ólíkum kynþáttum og er útgáfa hennar tengd alþjóðadegi gegn kynþáttamisrétti, sem er 21. mars.

Sunnudagur 19.3.2000 - 19.3.2000 0:00

Flogið frá Lissabon til Íslands í gegnum London.

Laugardagur 18.3.2000 - 18.3.2000 0:00

Fyrir hádegi samykktar niðurstöður funda um símenntun og ráðstefnuslit með ræðu forsætisráðherra Portúgals. Eftir hádegi einkaferð til Fatima.

Föstudagur 17.3.2000 - 17.3.2000 0:00

Fyrir hádegi er Leonardo da Vinci II, Socrates II og Æsku hleypt af stokkunum með þátttöku forseta Portúgals. Eftir hádegi vinnufundir um símenntun.

Fimmtudagur 16.3.2000 - 16.3.2000 0:00

Fundur með íslenskum starfsmönnum á vettvangi Evrópusambandsins. Fundur í sendiráði Íslands í NATO. Flogið um kvöldmatarleyti til Lissabon,

Miðvikudagur 15.3.2000 - 15.3.2000 0:00

Fyrir hádegi fundir með fulltrúum ESB og síðan EFTA. Síðdegis heimsókn til borgarstjóra og stjórnanda Brussel 2000, menningarborgar Evrópu.

Þriðjudagur 14.3.2000 - 14.3.2000 0:00

Ráðherrafundur OECD fram yfir hádegi, flogið síðdegis til Brussel.

Mánudagur 13.3.2000 - 13.3.2000 0:00

Fundur menntamálaráðherra frá OECD-ríkjum.

Sunnudagur 12.3.2000 - 12.3.2000 0:00

Flogið síðdegis til Kaupmannahafnar.

Laugardagur 11.3.2000 - 11.3.2000 0:00

Klukkan 10.00 foreldraþing í Breiðholtsskóla á vegum SAMFOKS og SAMKÓPS þar sem ég flutti ávarp. Síðdegis fórum við Rut í Menntaskólann í Kópavogi sem var með opið hús og þaðan í Ásmundarsafn, þar sem Steinunn Þórarinsdóttir var að opna sýningu.

Föstudagur 10.3.2000 - 10.3.2000 0:00

Klukkan 20.30 var hátíðardagskrá í Reykholtskirkju, þegar forráðamenn Máls og menningar afhentu Snorrastofu bókasafn dr. Jakobs Benediktssonar til eignar.

Fimmtudagur 9.3.2000 - 9.3.2000 0:00

Klukkan 9.30 fundur með nemendum Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu og síðan kennurum skólans. Klukkan 12.00 var hádegisverður í boði bæjarstjórnar, síðan skoðunarferð í Gömlu búð og klukkan 13.30 skrifað undir samkomulag um Nýjheima og byggingu nýs framhaldsskólahúss. Klukkan 14.30 tekin fyrsta skóflustunga að Nýheimum og síðan flogið til Reykjavíkur. Klukkan 20.00 50 ára afmælistónleikar Sinfóniuhljómsveitar Íslands og síðan afmælisveisla, þar sem ég flutti ávarp.

Miðvikudagur 8.3.2000 - 8.3.2000 0:00

Flugum um hádegið til Egilsstaða og efndum klukkan 13.00 til fundar með nemendum Menntaskólans á Egilsstöðum og síðan með kennurum skólans. Klukkan 16.30 vorum við í Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað og efndum þar til fundar. Flugum síðan til Hafnar í Hornafirði.

Þriðjudagur 7.3.2000 - 7.3.2000 0:00

Klukkan 13.50 voru umræður utan dagskrár á alþingi um málefni Þjóðminjasafnsins.

Mánudagur 6.3.2000 - 6.3.2000 0:00

Klukkan 11.00 var blaðamannafundur í menntamálaráðuneytinu, þar sem skrifað var undir samning um kaup á hugbúnaði fyrir skóla frá Microsoft. Klukkan 12.00 kom Edda Björgvinsdóttir leikkona í heimsókn í menntamálaráðuneytið og sýndi hluta af leikriti, sem hún sýnir nú á Litla sviði Borgarleikhússins. Klukkan 15.00 voru óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra á alþingi og var ég þar spurður um dreifbýlisstyrki og úthlutun listamannalauna.

Sunnudagur 5.3.2000 - 5.3.2000 0:00

Ferð til Akureyrar féll niður vegna veðurs í Hlíðarfjalli.

Laugardagur 4.3.2000 - 4.3.2000 0:00

Frá hádegi var ég á UT2000 og tók þátt í pallborðsumræðum í lok ráðstefnunnar. Þeir, sem vilja fræðast meira um þessa metnaðarfullu ráðstefnu geta gert það með því að fara inn á heimasíðu samstarfsaðila ráðuneytisins um ráðstefnuna, Menntar: www.mennt.is

Föstudagur 3.3.2000 - 3.3.2000 0:00

Klukkan 10.00 fórum við í Menntaskólann við Hamrahlíð og efndum þar til funda með nemendum og kennurum. Klukkan 13.00 setti ég UT2000 með ávarpi. Klukkan 16.00 opnaði ég málverkasýningu á vegum Ævintýraklúbbsins í Nýkaupum í Kringlunni en þar sýna þroskaheftir í klúbbnum 36 myndir sínar, þeir sungu einnig og dönsuðu við mikinn fögnuð áhorfenda.

Fimmtudagur 2.3.2000 - 2.3.2000 0:00

Komst ekki til Ísafjarðar vegna veðurs. Kvað upp þann úrskurð, að ég skyldi víkja sæti vegna stjórnsýslukæru í framhaldi af uppsögn fjármálastjóra Þjóðminjasafns. Úrskurðinn er unnt skoða í heild sinni með því að fara inn á heimasíðu menntamálaráðuneytisins www.mrn.stjr.is og skoða þar undir stiklunni Fréttatilkynningar. Fór 20.30 í Neskirkju og sá Job í flutningi Arnars Jónssonar leikara og tónlistarmanna.

Miðvikudagur 1.3.2000 - 1.3.2000 0:00

Flugum klukkan 8.45 til Sauðárkróks og heimsóttum Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, þar sem ég efndi til funda með nemendum og kennurum. Áður en við flugum aftur suður átti ég fund með forystufólki sveitarfélagsins Skagafjarðar um menningarmál og svaraði meðal annars spurningum um menningarhús.