Dagbók: júní 1996

Mánudagur 17.6.1996 - 17.6.1996 0:00

Þjóðhátíðardaginn 17. júní fórum við að heiman rúmlega 10 til að vera komin tímanlega í Alþingishúsið og búa okkur undir þátttöku í skrúðgöngu þaðan út á Austurvöll, þar var setið fram undir 11, þegar messa hófst í Dómkirkjunni, sem stóð til 12, þegar Lýðveldissjóður efndi til hátíðarfundar í Alþingishúsinu, undir kl. 13 var ég komin heim og klukkan 13.30 hófst Háskólahátíð í Laugardalshöll, sem stóð til kl. 16.00, klukkan 17.30 var athöfn að Bessastöðum, þar sem forseti Íslands sæmdi mig stórriddarakrossi fálkaorðunnar og síðan tókum við þátt í veislu þriggja bræðra, sem þennan dag útskrifuðust úr Háskóla Íslands.

Sunnudagur 16.6.1996 - 16.6.1996 0:00

Sunnudaginn 16. júní tók ég þátt í 200 ára afmæli Bessastaðakirkju og flutti þar ávarp í nafni ríkisstjórnarinnar í fjarveru dóms- og kirkjumálaráðherra.

Laugardagur 15.6.1996 - 15.6.1996 0:00

Laugardaginn 15. júní fór ég á tónleika píanósnillingsins Kissins - glæsileg listræn frammistaða.

Fimmtudagur 13.6.1996 - 13.6.1996 0:00

Fimmtudaginn 13. júní fór ég um kvöldið á Listahátíðartónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Miðvikudagur 12.6.1996 - 12.6.1996 0:00

Miðvikudaginn 12. júní fór ég norður á Húsavík og flutti ræðu um nýju framhaldsskólalögin á aðalfundi þeirra. Um kvöldið í Þjóðleikhúsið á Ævintýrakvöld Kammersveitar Reykjavíkur, þar sem var hljómsveit, söngur, brúðuleikhús og ballett.

Mánudagur 10.6.1996 - 10.6.1996 0:00

Mánudaginn 10. júní hitti ég hóp erlendra blaðamanna, sem voru hér í sambandi við norræna fundi. Þeir höfðu meiri áhuga á utanríkismálum og forsetakosningunum en mennta- og menningarmálum. Um kvöldið fór ég á Ljóðakvöld Listahátíðar í Loftkastalanum.