18.7.2022 10:33

Úrslitaleikur í ofurhita

Viðvörun bresku veðurstofunnar um „lífshættu“ vegna ofurhita nær til þess svæðis í Yorkshire þar sem leikurinn verður. Er spáð allt að 37 stiga hita.

Ísland mætir Frakklandi í lokaleik sínum í D-riðli Evrópumóts kvenna í knattspyrnu á New York-vellinum í Rotherham í Yorkshire á Englandi kl. 19.00 til 21.00 að ísl. tíma kvöld. Ráðast örlög Íslands í lokakeppni EM-mótsins ráðast í þessum leik.

Yfirvöld í Yorkshire skýrðu frá því í dag að áhorfendur á leiknum mættu aðeins hafa með sér allt að hálfs-lítra glæra einnota vatnsflösku á leikinn, önnur drykkjarílát yrðu gerð upptæk. Eru áhorfendur hvattir til að drekka vatn, vera í skugga á heitasta tíma dagsins, hafa húfu eða hatt og bera á sig sólkrem. Séð verði fyrir sérstökum sólskýlum og drykkjarvatni á vellinum.

Viðvörun bresku veðurstofunnar um „lífshættu“ vegna ofurhita nær til þess svæðis í Yorkshire þar sem leikurinn verður. Er spáð allt að 37 stiga hita.

Fréttir frá Englandi snúast í dag að mestu um hitabylgjuna sem nær nú hámarki og leiðir almennt til kyrrstöðu í samfélaginu þar sem lestaferðum er aflýst og almenningur hvattur til þess að halda sig heima. Frá veðurstofunni berast boð um að „almennt“ sé best að vera sem mest innan dyra. Heilsugæslustöðvum hefur verið lokað á sumum stöðum og sömu sögu er að segja um skóla.

Spáð er 38 til 40 stiga hita og er þetta í fyrsta sinn sem rauð viðvörun er kynnt vegna ofurhita á svæði frá London til Manchester og York í dag og á morgun. Breska heilsu-öryggisstofnunin birtir viðvörun um allsherjar neyðarástand (e. national emergency). Dominic Raab vara-forsætisráðherra segir þjóðina búa yfir seiglu til að standast hitasvækjuna.

109blower18-7-22_trans_NvBQzQNjv4BqrpfQw2hJyG_yckwxPAr0gvBUEpJbT3QWpjKK-iMk5GYSlökkviliðsmenn á Spáni, Grikklandi, í Frakklandi og Portúgal berjast við rosalega skógarelda. Á Spáni fór hitinn í 45,7 stig og þar hefur herinn verið kallaður út til að aðstoða við að slökkva meira en 30 elda sem loga í skógum víðs vegar um landið.

Í Frakklandi er spáð að dagurinn í dag, 18. júlí, verði heitasti dagurinn í bylgjunni og á vesturströnd landsins fari hitinn yfir 40 stig.

Spænska veðurstofan telur að mesta hitabylgjan hafi gengið yfir núna og sömu sögu er að segja um Portúgal en heilbrigðisráðuneytið þar segir að undanfarna sjö daga hafi 659 manns dáið vegna hitans, einkum eldri borgarar. Dauðsföllin hafi verið flest fimmtudaginn 14. júlí, 440, þegar hitinn fór yfir 40 stig í nokkrum héruðum landsins og í 47 stig á veðurstofu í Vizeu í landinu miðju.

Áður en hitabylgjan skall nú á Portúgal höfðu verið þar ofurþurrkar. Í lok júní höfðu þurrkarnir valdið skaða í um 96% landsins.

Þetta er önnur hitabylgjan sem skollið hefur á suðvestur Evrópu á nokkrum vikum, þúsundir hektarar lands hafa orðið eldi að bráð og rekið þúsundir íbúa og ferðamanna á flótta.

Vísindamenn spá því að hitabylgjur og þurrkar verði tíðari og þyngri í Evrópu vegna loftslagsbreytinga.