20.6.2017 10:30

Stjórnvöld setja máltækni á oddinn

Spurning er hvort við erum á svipuðu stigi núna í þessum heimi gervigreindar og við vorum á tíunda áratugnum þegar ég beitti mér fyrir samstarfi við Microsoft um að íslenska stýriforrit þess risafyrirtækis.

Í minni tíð sem menntamálaráðherra var talað um tungutækni sem nú er máltækni. Í þjóðhátíðarræðu sinni 17. júní vakti Bjarni Benediktsson forsætisráðherra máls á nauðsyn þess að tryggja stöðu íslenskunnar í síbreytilegum heimi tækninnar. Nú keppast risarnir Amazon, Google og Apple við að kynna hvert um sig nýtt heimilistæki sem unnt er að spyrja um allt milli himins og jarðar.

Spurning er hvort við erum á svipuðu stigi núna í þessum heimi gervigreindar og við vorum á tíunda áratugnum þegar ég beitti mér fyrir samstarfi við Microsoft um að íslenska stýriforrit þess risafyrirtækis.

Á málþingi sem stofnun Vigdísar Finnbogadóttur efndi til í nóvember 2002 flutti ég fyrirlestur um samskipti íslenskra stjórnvalda og Microsoft og má lesa hann hér.

Tækninni hefur ekki einungis fleygt fram frá því fyrir 20 árum heldur hefur þekking Íslendinga á henni stóraukist og þeir eru í hópi tölvunarfræðinga sem vinna að þróun gervigreindar hjá alþjóðarisunum. Um leið og viðfangsefnin verða margbreytilegri auðveldar tæknin einnig lausn þeirra.

Hér var sagt frá því á sunnudaginn að erlent fyrirtæki vill nota Ísland og Íslendinga sem tilraunavettvang við þróun lausna til að bregðast við breytingum á evrópsku persónuverndarlöggjöfinni. Á sviði máltækni eru alþjóðleg verkefni sem unnt er að þróa á skýrt afmörkuðu málsvæði eins og því íslenska og ætti að vera sérstakt kappsmál að tengja íslenska vísindamenn slíkum verkefnum.

Nú er Veröld – hús Vigdísar risið yfir stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og þar kynnti Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, mánudaginn 19. júní nýja verkáætlun um máltækni fyrir íslensku á árunum 2018-2022. Markmið hennar er að íslensku verði að finna í öllum tækjabúnaði og í hugbúnaði stærstu tæknifyrirtækja heims.

Í kynningarorðum segir:

„Raddstýring alls kyns tækja og tóla verður regla í náinni framtíð en þau skilja ekki íslensku í dag. Úr því þarf að bæta til að tryggja framtíð íslenskunnar í stafrænum heimi ásamt því að finna leiðir til að byggja upp vélar sem geta þýtt erlendan texta yfir á íslensku og öfugt.Þegar verður hafist handa við fjölmörg verkefni á þessu ári en meginþungi vinnunnar fer fram á árunum 2018-2022. Tími til stefnu er naumur vegna þess að gervigreind og máltækni í heiminum þróast á ógnarhraða og mikilvægt að Ísland sitji ekki eftir.Bylting er að eiga sér stað en þetta málefni varðar hvert einasta heimili í landinu, atvinnulífið, menntastofnanir og stjórnvöld. Aðeins með samstilltu átaki er hægt að byggja upp innviði íslenskunnar þannig

að hún hörfi ekki fyrir öðrum tungumálum í daglegu lífi fólks vegna tæknibreytinga.“

Megi þetta allt ganga eftir – hratt og skipule