24.1.2023 13:04

Sólveig Anna fer eftir bókinni

Kommúnisti í stjórn Síldarverksmiðja ríkisins á fyrr helmingi 20. aldar spurði einu sinni á fundi stjórnarinnar: „Hvað varðar mig um þjóðarhag?“ Sólveig Anna fetar nú í spor hans.

Hér var bent á að Sólveig Anna Jónsdóttir yrði ekki til viðtals um kjarasamning fyrir Eflingu nema að efna fyrst til verkfalls. Jafnframt var sagt að hún mundi velja fámennan hóp þar sem hún teldi sig hafa meirihluta og efna þar til atkvæðagreiðslu um verkfall.

Í dag (24. janúar) gengur þetta allt eftir. Stysti viðræðufundur undir stjórn ríkissáttasemjara staðfesti að Sólveig Anna stefnir í verkfall. Þá hófst atkvæðagreiðsla um verkfall meðal 300 starfsmanna Íslandshótela. Samþykki þeir verkfall rætist draumur Sólveigar Önnu.

IneedexKommúnisti í stjórn Síldarverksmiðja ríkisins á fyrr helmingi 20. aldar spurði einu sinni á fundi stjórnarinnar: „Hvað varðar mig um þjóðarhag?“ Sólveig Anna fetar nú í spor hans. Auk þess má leggja henni þessa spurningu í munn: Hvað varðar minn um hag Eflingarfólks?

Sólveig Anna hafnar boði um að nýr kjarasamningur Eflingar gildi frá 1. nóvember og setur mál í hnút sem sáttasemjara sýnist óleysanlegur.