18.9.2022 10:44

Septembersyrpa

Hér eru nokkrar septembermyndir úr Landeyjunum og Fljótshlíðinni - auk niðurstöðu rannsóknar á tilvist fiðurfjár í Kvoslækjartúninu.

Septemberveðrið er fagurt hér í Fljótshlíðinni nú á réttardaginn (18. september), Áður fór ég og smalaði með nágrönnum mínum fyrir norðan Þríhyrning og umhverfis hann laugardaginn fyrir réttardaginn en nú lét ég nægja að fylgjast með úr fjarlægð og við renndum niður í Landeyjar og tók ég nokkrar myndir af vinsælum viðfangsefnum mínum Vestmannaeyjum og Þríhyrningi. Fleira fær þó að fylgja með í þessari septembersyrpu.

AlftirUpphaflega sagði hér í myndartexta „Þetta er annað árið í röð sem hópur álftarunga býr sig undir að hefja flug frá Kvoslæk. Þeir búa um sig í túninu eða á hlaðinu hjá okkur.“ Þarna var vafalaust farið með rangt mál. Á FB benti Ingibjörg Dalberg mér á að þetta væru helsingjar að safna kröftum á Suðurlandi fyrir flugið yfir úthafið. Eftir að ég fékk ábendingu um að þetta kynnu að vera aligæsir, kynnti ég þær á FB-síðunni Fljótshlíðingar. Þá gaf þakklátur eigandi sig fram. Höfðu gæsirnar vappað um 500 m leið og synt yfir á til að komast í Kvoslækjartúnið. Við eigandinn erum sammála um að gæsunum sé fyrir bestu að vera heima hjá sér.

Vestmannaeyjar:

Vest1Vest2Vest3Þríhyrningur:

Thri1Thri2Thri3Thri4Hekla:

HeklaEyjafjallajökull:

Jokull_1663497061628Komið af fjalli:

Smal1Smal2