17.9.2014 16:50

Miðvikudagur 17. 09. 14

Þriðja grein mín um þjóðaratkvæðagreiðsluna í Skotlandi birtist í Morgunblaðinu í dag.  Í kvöld kl. 20.00 birtist viðtal mitt við Daða Kolbeinsson óbóleikara á ÍNN um skosku kosningarnar.  Hann er Skoti sem hefur búið á Íslandi i 41 ár. Hann hefur tvöfaldan ríkisborgararétt en má ekki kjósa þar sem hann er ekki búsettur í Skotlandi.