5.3.2014 23:00

Miðvikudagur 05. 03. 14

Rætt var við Má Guðmundsson seðlabankastjóra í Kastljósi kvöldsins. Hann útilokaði ekki að unnt yrði að losa um gjaldeyrishöftin á þessu ári. Meira að segja Helga Seljan datt ekki í hug að spyrja hvort það væri unnt án þess að ganga í ESB. Það sannaði aðeins að hann áttar sig á því eins og allir sem þekkja til mála að aðild að ESB er ekki forsenda þess að höftin hverfi. Það er algjörlega á valdi íslenskra stjórnvalda að taka ákvarðanir sem leiða til afnáms haftanna.

Eftir að niðurstöður í Pisa-könnunni birtust hvatti ég til þess að upplýst yrði að nýju opinberlega um árangur einstakra skóla. Þá var mér sagt að nálgast mætti þessar upplýsingar á vefsíðu Námsmatsstofnunar.

Í dag birti mbl.is frétt um að fulltrúar sjálfstæðismanna í skóla- og frístundaráði borgarstjórnar Reykjavíkur hafi flutt þessa tillögu í ráðinu:

„Skóla- og frístundaráð samþykkir að niðurstöður reykvískra grunnskóla í PISA-könnun 2012 verði gerðar opinberar. Sundurgreindar upplýsingar um árangur hvers skóla í einstökum greinum; lesskilningi, náttúrufræðilæsi og stærðfræðilæsi, verði sendar viðkomandi skólastjórnendum, skólaráði og stjórn foreldrafélags í því skyni að hvetja til upplýstrar umræðu um kennsluhætti og námsárangur. Slíkar upplýsingar hafa nú þegar verið unnar af tölfræði- og rannsóknaþjónustu skóla- og frístundasviðs.“

Tillagan var felld með fimm atkvæðum Besta flokksins, Samfylkingar og vinstri-grænna gegn tveimur atkvæðum sjálfstæðismanna. Í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sagði meðal annars:

„Á Íslandi er sjálfstæði skóla mikið, sem er góðs viti, en samkvæmt rannsóknum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) kemur í ljós að ef upplýsingar um árangur eru ekki tiltækar foreldrum og skólasamfélagi, þá vinnur það gegn kostum þess að skólar hafi mikið sjálfstæði. Því er það mjög mikilvægt að allir aðilar skólasamfélagsins hafi fjölbreytt gögn til að tryggja enn frekar gæði skólastarfsins.“

Það er mikill misskilningur að halda að leynd um árangur nemenda og skóla styrki skólastarf eða efli tengsl foreldra og skóla sem eru ein af meginforsendum góðs sambands skóla og samfélagsins og þar með heilbrigðs skólastarfs,