10.11.2013 17:15

Sunnudagur  10. 11. 13

Hér á landi er látið eins og það sé með öllu fráleitt að stjórnmálamenn láti í ljós skoðun á því hvernig starfsmenn ríkisútvarpsins vinna eða hvað þeir láta frá sér fara. Leyfi menn sér að finna að störfum ríkisfjölmiðlamanna séu þeir á skjön við allt sem þyki við hæfi úti í hinum stóra heimi. Þetta tal er auðvitað ekki annað en bölvað rugl eins og sést til dæmis í þessari frétt sem birtist á  Evrópuvaktinni.

Umræður um starfsemi kínverskra athafnamanna utan Kína sýna að fyllsta ástæða er að sýna verulega aðgæslu þegar hugað er að viðskiptasamskiptum við þá. Hér má lesa grein sem birtist á vefsíðu spánska blaðsins El Pais sunnudaginn 10. nóvember. Höfundar greinarinnar hafa manna best kynnt sér viðskiptahætti Kínverja utan Kína.