18.5.2013 22:50

Laugardagur 18. 05. 13

Glæsilegt hjá Dönum að sigra í Evróvisjón. Legið hefur í loftinu í aðdraganda lokakeppninnar í Malmö í kvöld að hin tvítuga Emmelie de Forest kynni að vinna keppnina sem Danir kalla evrópsku Melodi Grand Prix, sigurlagið heitir Only Teardrops.

Danir halda keppnina árið 2014 og hafa blöð þeirra undanfarið varað skattgreiðendur við kostnaði vegna þess. Brødrene Olsen unnu keppnina fyrir Dani árið 2000 og Grethe og Jørgen Ingemann árið 1963.

Felix Bergsson var góður og öruggur kynnir í ríkissjónvarpinu. Ég óska Eyþóri Inga Gunnlaugssyni til hamingju með 17. sætið, hann er vel að því kominn.

Erfitt er að átta sig á þörfinni á að ergja sig yfir þessari keppni. Ég skrifaði leiðara um hana á Evrópuvaktina sem lesa má hér.