22.3.2013 23:55

Föstudagur 22. 03. 13

Á Evrópuvaktinni hafa undanfarna viku birst fjölmargar fréttir um þróun mála á Kýpur eftir að leiðtogar og fjármálaráðherrar evru-ríkjanna ákváðu að veita Kýpverjum neyðarlán með því skilyrði að þeir legðu sjálfir fram 5,8 milljarða evra.

Ríkisstjórn Kýpur er á milli steins og sleggju.

Angela Merkel Þýskalandskanslari hefur misst þolinmæði vegna vandræðagangsins í ríkisstjórn Kýpur á bakvið hana er ekki á 56 manna þingi landsins.

Kremlverjar hafa ekki heldur neitt álit á stjórn Kýpur en talið er að Rússar eigi 37 milljarða evra í bönkum á Kýpur. ESB-ráðherrarnir vilja ná í hluta þeirra peninga og jafnframt grafa undan Kýpur sem skattaskjóli og peningaþvottastöð.

Fullveldi Kýpur hefur verið skert á þann veg að stjórnvöld í Nikósíu geta ekki um frjálst höfuð strokið. Þau verða að fá samþykki frá Brussel og Berlín vegna allra efnahagsákvarðana. Þá liggur í loftinu að þeir séu óvelkomnir á evru-svæðinu og hafi verið allt frá upphafi þegar þeir komust þangað sem fylgihnöttur.

Það er með ólíkindum að hér berjist menn fyrir að Íslendingar komist að sameiginlegri niðurstöðu með stækkunardeild ESB um aðild að sambandinu til að hljóta sömu stöðu og Kýpur, jafnvel enn meira ósjálfstæði vegna samrunaþróunar innan ESB.