27.12.2012 22:00

Fimmtudagur 27. 12. 12.

Í Morgunblaðinu í dag birtist frásögn um útgáfu Skagfirðingabókar árið 2012. Ég var beðinn að skrifa í hana um dvöl mína í sveit að Reynistað á sjötta áratugnum og var mér það ljúft og er minnst á þessa grein mína í Morgunblaðinu eins og sjá má hér.

Eftir að ég skrifaði frásögnina minnist ég hluta sem ég hefði átt að láta getið eins og hve við biðum spennt eftir að hlusta á Gunnar G. Schram lesa söguna Hver er Gregory? eða þegar póstpokinn var opnaður og blöð og bréf birtust.