27.4.2012 22:41

Föstudagur 27. 04. 12

Í dag var þáttur minn með Friðriki Sophussyni um landsdómsmálið á ÍNN settur inn á netið og það má sjá hann hér.

Hans Haraldsson segir á vefsíðu sinni í dag frá túlkun fréttastofu RÚV á tveimur skoðanakönnunum.

Annars vegar könnun Rúnars Vilhjálmssonar félagsfræðiprófessors þar sem tæp 19% svarenda gáfu ekki upp afstöðu en 54% sögðust andvíg aðild að ESB. Þetta hefði RÚV kynnt undir fyrirsögninni „54% andvíg ESB-aðild“.

Hins vegar könnun MMR þar sem rúm 40% gáfu ekki upp afstöðu til tillagna stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. Þar var fyrirsögn RÚV: „Meirihluti vill byggja á tillögum stjórnlagaráðs“. Hans segir að RÚV hafi ekki nefnt að aðeins tæp 60% svarenda hefðu tekið afstöðu. Þá segir Hans:

„Það er hægt að hafa ágætis skemmtun af því að ímynda sér einhvern allt annan veruleika þar sem „fréttastofa“ RÚV tekur hlutleysisskyldu sína alvarlega og gætir samræmis í kynningu á tölfræðilegum upplýsingum. Þá gæti maður séð fyrir sér fyrirsögn á borð við „Minnihluti vill byggja á tillögum stjórnlagaráðs“ eða fréttatexta á borð við „Um tveir þriðju þeirra sem afstöðu taka eru mótfallin því að Ísland gangi í Evrópusambandið...“

Þegar þessi skýring Hans Haraldssonar á fréttum RÚV er lesin verður manni hugsað til þess hvort ekki gildi neinar grunnreglur fyrir fréttamenn stofnunarinnar um hvernig eigi að segja fréttir af sambærilegum atvikum, hvort þar eigi skoðun fréttamanns, vaktstjóra eða fréttastjóra að ráða eða hlutlægt sjónarmið