10.9.2010

Föstudagur, 10. 09. 10.

Steingrímur J. Sigfússon og Svavar Gestsson vildu semja um Icesave, hvað sem það kostaði, strax eftir að ríkisstjórn Jóhönnu var mynduð 1. febrúar 2009 til þess að geta skellt skuldinni á Sjálfstæðisflokkinn. Þeir réðu ekki við málið. Þjóðin hafnaði brölti þeirra endanlega í þjóðaratkvæðagreiðslunni 6. mars sl.

Atli Gíslason, vinstri-grænn formaður nefndar þingmanna um hrunskýrsluna, vill ákæra ráðherra í ríkisstjórn Geirs H. Haarde til að fylgja eftir árásum Steingríms J. á Geir og Sjálfstæðisflokkinn. Heiftin í garð Sjálfstæðisflokksins heldur flokki vinstri-grænna saman og tryggir hollustu þeirra við ríkisstjórnina. Landsdóms-ákæra af hálfu Atla er póiitísk ákæra í þágu vinstri-grænna.

Að morgni laugardags 11. september er óformlegur fundur utanríkisráðherra ESB-ríkja með utanríkisráðherrum umsóknarríkja. Skyldi Össur sækja fundinn? Þegar þetta er skrifað seint að kvöldi 10. september hefur engin tilkynning borist um það.