28.10.2009

Miðvikudagur, 28. 10. 09.

Klukkan 14.00 var ég ÍNN sjónvarpsstöðinni og tók viðtal við Ögmund Jónasson, sem verður sent á inntv.is. Við ræddum störf hans hjá BSRB, Icesave, afsögn hans sem ráðherra og fleira í þeim dúr.28.10.09

Eftir upptökuna með Ögmundi skrapp ég á Amokka í Borgartúni og hittir þar gamla samstarfsfélaga úr menntamálaráðuneytinu, Aðalstein Eiríksson og Jóhönnu Maríu Eyjólfsdóttur. Þar tók vinsamleg starfskona þessa mynd af okkur. Ég set hana hér inn til að minnast stundarinnar og einnig til að sannreyna, að ég geti auðveldlega bætt myndum á síðuna.

Klukkan 16.00 var ég í ráðhúsi Reykjavíkur, þar sem Guðrún Pétursdóttir og erfingjar Ólafar heitinnar Pétursdóttur afhentu Borgarskjalasafni Reykjavíkur skjala- og myndasafn Ólafs Thors að gjöf til minningar um foreldra þeirra systra, Mörtu Thors og Pétur Benediktsson. Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, og Svanhildur Bogadóttir, borgarskjalavörður, veittu safninu viðtöku. Auk þeirra tóku til máls Guðmundur Magnússon, sagnfræðingur, Ólafur Hannibalsson, fyrrv. alþingismaður, og Jakob F. Ásgeirsson, rithöfundur. Ragnhildur Helgadóttir, fyrrv. ráðherra, stjórnaði athöfninni. Guðrún Pétursdóttir kynnti vefsíðu um Ólaf Thors, sem tengist skjalasafninu. Fjölmenni var við athöfnina.