29.8.2009

Laugardagur, 29. 08. 09.

Einkennilegt er, að heyra Steingrím J. Sigfússon endurtaka frasann „til heimabrúks“. Þetta sagði hann einnig eftir símtal hollenska utanríkisráðherrans til Össurar Skarphéðinssonar, þar sem hann hafði í hótunum vegna Icesave fyrir ráðherrafund ESB um aðildarumsókn Íslands. Símtalið átti að vera til heimabrúks í Hollandi, þótt annað kæmi í ljós.

Steingrímur J. veit líklega stjórmálamanna best, hvað í frasanum felst, því að eins og kunnugt er hefur hann kynnt margt til heimabrúks gagnvart kjósendum vinstri-grænna en síðan sagt allt annað, eftir að hann náði því að verða ráðherra. Tvöfeldni hans er einstök í íslenskum stjórnmálum og þótt víðar væri leitað. 

Bjarni Benediktsson leitar lausna á stjórnmálavettvangi á allt annan veg en Steingrímur J. gerir. Bjarni færir skýr rök fyrir afstöðu sinni og dregur ályktanir á grundvelli þeirra. Steingrímur J. slær hann hvorki út af laginu með innantómum og yfirlætisfullum frösum né formælingum í garð Sjálfstæðisflokksins. Frasar og formælingar eru helstu vopnin í búri Steingríms J. en þau verða sífellt bitminni.

Hér er svo orðið hrím í nútíma ensku:

A.Word.A.Day

with Anu Garg

rimy

PRONUNCIATION:

(RY-mee)

MEANING:

adjective: Covered with frost; frostlike.

ETYMOLOGY:

From rime (frost), from Old English hrim