30.6.2008 20:58

Mánudagur, 30. 06. 08.

Nú fer sá tími í hönd, þar sem sumarleyfi draga úr starfi innan ráðuneyta eins og á öðrum vettvangi. Í sumum löndum er beinlínis gert ráð fyrir, að sem flestu sé lokað á sama tíma, svo að fólk geti tekið sér ærlegt sumarfrí.

Þeir, sem skoða síðu mína, frá því að ég tók til við að skrá efni inn á hana snemma árs 1995, áður en ég varð menntamálaráðherra, sjá, að á hana eru ekki skráðir margir frídagar, enda er ég haldinn þeirri áráttu að halda mig frekar að vinnu en fara í frí.

Raunar hefur mér ekki heldur orðið misdægurt, ef frá eru taldar vikurnar fyrri hluta árs 2007, þegar hægra lungað féll saman og ég gekk undir mikinn uppskurð.