26.3.2008 21:29

Miðvikudagur, 26. 03. 08.

Hitti í morgun José Goñi Carrasco, varnarmálaráðherra Chile, en hann var á sínum tíma sendiherra í Stokkhólmi og átti sem slíkur oftar en sinu sinni erindi til Íslands.

Síðan var ekið til Valparasío um 100 km að Kyrrhafsströndinni, þar sem flotinn er með höfuðstöðvar. Þar var kynnt starfsemi landhelgisgæslu Chile en hún er hluti af flotanum.

Hafsvæðið, sem fellur undir leit og björgun Chile er ótrúlega stórt. Eftirlits- skrásetningar- og tilkynningakerfið, sem hannað hefur verið til rafræns eftirlits með skipum er mjög fullkomið og var merkilegt að kynnast, hvernig það virkar.