24.1.2008 19:23

Fimmtudagur, 24. 01. 08.

Hafi ólæti á pöllunum í borgarstjórnarsalnum í dag átt að afla málstað þeirra, sem að þeim stóðu, fylgi, sýnir það ótrúlegt dómgreindarleysi þeirra, sem hæst öskruðu og sýndu kjörnum fulltrúum og nýjum borgarstjóra, Ólafi F. Magnússyni, mestan dónaskap.

Hvers vegna segir Dagur B. Eggertsson, fráfarandi borgarstjóri, að kjósa eigi aftur í borgarstjórn núna, þegar lög mæla fyrir um sveitarstjórnarkosningar á fjögurra ára fresti?

Nú æsir Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi vinstri/grænna, sig að nýju í sjónvarpsfréttum. Hún telur ekki lengur nauðsynlegt að „róa umræðuna“ enda komin í ábyrgðarlausa stjórnarandstöðu.

Björn Ingi Hrafnsson sagði af sér sem borgarfulltrúi Framsóknarflokksins í dag. Hitinn var orðinn of mikill fyrir hann í framsóknareldhúsinu - hann vill ekki þurfa að sitja undir meiri árásum þar.

Hvað á Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, þegar hann ræðir ítrekað um litgreiningu í tengslum við fjármögnun framsóknarmanna á fötum Björns Inga?