26.10.2007 20:56

Föstudagur, 26. 10. 09

Eigendur Grand hótel Reykjavik stóðu einstaklega vel að því að opna turninn við hótelið. Hann er 65 metra hár og 14 hæðir. Móttökusalurinn er 800 fermetrar að stærð og kallast Miðgarður. Þar eru einstök listaverk eftir Leif Breiðfjörð. Í nýja turninum eru 209 herbergi þar af tvær 130 fermetra forsetasvítur á 13. hæð, búnar öllum nútímaþægindum. Útsýnið þaðan gefur enn nýja vídd á Reykjavík og umhverfi hennar.

Glæsilega var á móti miklum fjölda gesta tekið, þegar nýi turninn  var opnaður.

Til minnis: Leyfisveitingar vegna hótela og veitingastaða falla undir dóms- og kirkjumálaráðuneytið samkvæmt lögum, sem tóku gildi sl. sumar og lögreglustjórar gegna lykilhlutverki við framkvæmd laganna.

Helga Seljan í Kastljósi svaraði ég með tölvupósti, þegar hann vildi uppfæra með samtali við mig nokkurra vikna gamalt viðtal við Helga Magnús Gunnarsson saksóknara. Mér þættu heimildarmyndir vissulega eiga erindi, sagði ég. Helga hefur greinilega verið misboðið, því að Reynir Traustason. ritstjóri DV, æpir ógurlega fyrir hönd Helga. Hefur Kastljós Reyni sem blaðafulltrúa?

Ég tel, að valið á Reyni sé misráðið hjá Þórhalli Gunnarssyni. Kristján Kristjánsson sé miklu betri - eða jafnvel G. Pétur Matthíasson, þótt hann sé farinn að deila við sjáfan Ómar um legu Gjábakkavegar.