26.2.2007 8:31

Mánudagur, 26. 02. 07.

Í morgun fór ég í qi gong með félögum mínum að nýju í fyrsta sinn síðan 5. febrúar, þegar ég var þar með samfallið hægra lunga. Leið mér öllu betur í dag en þá. Raunar var haft á orði við mig, að með aðeins annað lungað virkt, hefði ég verið eins og einfættur maður, sem teldi sér fært að ganga hiklaust á báðum fótum fram til orrustu!

Ég fagna því að kvikmyndirnar Hinir framliðnu ( The Departed) og Líf annarra (Das Leben der Anderen) skuli hafa fengið Óskarsverðlaun sem bestu kvikmyndirnar að þessu sinni. Báðar hef ég séð og minnst á hér á síðunni. Raunar birti ég hér einnig dóm úr The New York Times um þýsku myndina.

Ég hef ekki séð Óskars-verðlaunamyndina Hinn óþægilegi sannleikur (The Inconvenient Truth) eftir Al Gore, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. Myndin snýst um hættuna af loftlagsbreytingunum en er þó sögð enda án spádóms um heimsslit, þar sem Bandaríkjamenn muni að lokum bjarga þessum málum eins og öðrum. Las ég einhvers staðar, að einmitt vegna lokaorðanna nyti myndin ekki sérstakra vinsælda í Evrópu, því að niðurstaða hennar félli ekki að and-ameríkanisma þess fólks þar, sem telur sig best fært um að bjarga mannkyni frá umhverfisglötun.

Í nýjasta hefti af The Spectator skrifar Charles Moore, kunnur breskur ritstjóri og rithöfundur, þetta um Al Gore:

„By pure chance, I found myself at the launch of Al Gore's first unsuccessful bid for the US presidency in Washington in 1987. It struck me then that Mr Gore was clearly not a human being, but a rather unconvincing replica, manufactured by scientists who had studied American politics but knew little about the human race. I could tell this by the unique boringness of his utterances and his strange physical stiffness. In 2000 Mr Gore won the Democratic nomination and, but for the Supreme Court decision, would have been President. I was surprised that no one noticed then that he was not human. Although the US Constitution does not specifically state that the President must be a human being; it does say that he must be born in the United States, and it is my case that Mr Gore was never born in any ordinary sense, and is therefore ineligible. Since then, the boffins have done further work on Mr Gore, and made him world-famous on the subject of climate change. But anyone who saw the recent photograph of him with Sir Richard Branson launching something environmental will have noticed that no successful remedial work has been done on Mr Gore. In fact, he has swollen somewhat, and is therefore no longer to scale. His perfect lack of expression makes him look more like a waxwork than ever, and his boringness has, if that is possible, grown. He is a robot. Why has no one else noticed this inconvenient truth?“

Ég geri þessi orð hins kunna breska blaðamanns ekki að mínum, enda hef ég aldrei séð eða hitt Al Gore. Hinn harði og afdráttarlausi dómur sýnir á hinn bóginn, hve langt er gengið, þegar stjórnmálamenn eru vegnir og metnir.