21.5.2006 23:01

Sunnudagur, 21. 05. 06.

RÚV sagði frá nýrri Gallup-könnun í Reykjavík:

Sjálfstæðisflokkurinn 43,4% 7 menn
Samfylkingin 32,1% 6 menn
Vinstri-grænir 10,7% 1 mann
Frjálslyndi flokkurinn 10,0% 1 mann
Framsóknarflokkurinn 3,9% engan mann.

Ég lýsi eins og áður undrun yfir, að Ólafur F. skuli vera að fá svona mikið fylgi - störf hans í borgarstjórn undanfarin fjögur ár réttlæta það alls ekki. Hætta er á því, að hið sama endurtaki sig nú og árið 2002, að framboð Ólafs F. verði til þess að reita fylgi af Sjálfstæðisflokknum á lokasprettinum.

Fór í kvöld á tónleika Kammersveitar Reykjavíkur á listahátið en þeir voru helgaðir 250 ára afmæli Mozarts og voru þau Una Sveinbjarnardóttir fiðluleikari, Einar Jóhannesson klarínettuleikari og Víkingur Ólafsson píanóleikari einleikarar auk þess sem þau stjórnuðu hvert um sig „sínu“ verkiþ Langholtskirkja var þéttsetin og ríkti mikil hrifning meðal áheyrenda.