11.12.2005 22:09

Sunnudagur 11. 12. 05.

Fórum klukkan 18.00 í Hallgrímskirkju og hlýddum á þrjá síðari kafla Jólaoratoríu Bachs. Var sannarlega vel staðið að flutningi þessa stórvirkis.

Hafði ekki tíma til að skrifa vikulega pistilinn um helgina, þar sem ég var önnum kafinn við að rita langa ritgerð um Schengen-samstarfið til að verða við ósk frá ritstjóra tímarits, en allir frestir voru að renna sitt skeið. Það er gott að geta gefið sér tíma til að kafa dýpra en í daglegri önn ofan í mál, sem maður er að sinna - og vonandi tekst mér að koma þessu frá mér þannig að það sé birtingarhæft.