4.10.2004 21:29

Mánudagur, 04. 10. 04.

Klukkan 19.50 flutti Halldór Ásgrímsson fyrstu stefnuræðu sína sem forsætisráðherra en meðal ræðumanna í umræðunum á alþingi var Davíð Oddsson og var það mál manna, að honum hefði tekist best upp af ræðumönnum kvöldsins. Össur Skarphéðinsson kallaði Davíð senuþjóf. Var ánægjulegt fyrir okkur vini og stuðningsmenn Davíðs að sjá hann að nýju eftir tveggja vikna dvöl erlendis.