9.9.2004 0:00

Fimmtudagur, 09. 09. 04.

Fór með þeim Þorsteini Geirssyni, ráðuneytisstjóra og Þorsteini Davíðssyni, aðstoðarmanni mínum, klukkan rétt fyrir 09.00 í ráðherrabílnum með Leif, undir stýri, í heimsókn til sýslumanna og lögreglu á Vesturlandi.

 

Fyrst hittum við Ólaf Þór Hauksson, sýslumann á Akranesi, og starfsfólk hans í sýsluskrifstofunni og skoðuðum síðan lögreglustöðina og ræddum við starfsmenn þar.

 

Í Borgarnesi hittum við Stefán Skarphéðinsson sýslumann og samstarfsfólk hans og kynntum okkur aðstæður í sýsluskrifstofu og hjá lögreglu.

 

Að loknum hádegisverði hittum við Benedikt Bogason, héraðsdómara Vesturlands, og samstarfsfólk hans og skoðuðum dómssal í Borgarnesi og skrifstofur í tengslum við hann.

 

Í Búðardal tók Anna Birna Þráinsdóttir, sýslumaður, á móti okkur. Við hittum lögreglumanninn og annað samstarfsfólk sýslumanns í sýsluskrifstofunni og lögreglustöðinni.

 

Við vorum komnir aftur til Reykjavíkur um klukkan 17. 30.