15.8.1998 0:00

Laugardagur 15.8.1998

Skrapp austur í Listaskálann í Hveragerði, þar sem Pojektj - sýning tileinkuð minningu Dieter Roth var að hefjast með verkum eftir Björn Roth, Daða Guðbjörnsson, Dieter Roth, Eggert Einarsson, Kristján Guðmundsson og Ómar Stefánsson. auk þess sem Herman Nitch er sérstakur gestur. Einar Hákonarson listmálari á þennan glæsilega skála, sem hefur á skömmum tíma vakið athygli fyrir góðar sýningar. Þá leit ég einnig inn í Nýlistasafnið, þar sem Hjálmar Sveinsson sýningarstjóri kynnti mér sýninguna Leitin af Snarkinum, þar sem 14 listamenn eiga verk en að því er stefnt, að hún verði einnig sett upp í Berlín.