13.9.1997 0:00

Laugardagur 13.9.1997

Síðdegis laugardaginn 13. september fórum við Rut á tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands en þar var einnig minnst 80 ára afmælis Jóns Þórarinssonar tónskálds þennan sama dag. Var smáhóf á vegum stjórnar hljómsveitarinnar í hléi og þar gafst mær færi á að ávarpa Jón nokkrum orðum og þakka honum ómetanlegt framlag til íslenskrar tónlistar og menningar. Að kvöldi laugardagsins bauð ég Vassili Shazhev, menntamálaráðherra Hvíta-Rússlands, í kvöldverð en hann var hér í vikunni á ráðstefnu um æðri menntun, sem haldin var af menntamálaráðuneytinu í tengslum við Evrópuráðið og Norrænu ráðherranefndina. Höfðum við hist á ráðstefnunni í Oxford í byrjun ágúst, sem áður hefur verið lýst hér á síðunum.