17.1.1999 0:00

Sunnudagur 17.1.1999

Klukkan 15.00 var hátíðleg athöfn í Menntaskólanum í Reykjavík, þegar nýtt húsnæði skólans var tekið í notkun, það er húsið við Þingholtsstræti 18 og tengibygging á milli þess og Casa Nova, sem kom til sögunnar 1965 og er síðasta nýbygging fyrir MR til þessa dags. Davíð S. Jónsson gaf MR húsið að Þingholtsstræti til minningar um konu sína, Elísabetu Sveinsdóttur, árið 1996. Tilkynnti rektor að húsið mundi bera nafnið Minni Elísabetar Sveinsdóttur.