16.9.2020 16:14

Landbúnaðarstefna - flogið til Bornholm

Ráðherrann telur allra hag að hefja vinnu við að móta landbúnaðarstefnu fyrir Ísland: bændur, neytendur, smásöluaðila, framleiðendur og stjórnvöld.

Í gær (15. september) var greint frá því opinberlega að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefði skipað verkefnisstjórn um landbúnaðarstefnu fyrir Ísland. Í henni sætu Hlédís Sveinsdóttir, ráðgjafi og verkefnastjóri, og ég. Með okkur störfuðu Bryndís Eiríksdóttir, sérfræðingur í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, og Sigurgeir Þorgeirsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri.

Ákvörðun ráðherra um vinnu við landbúnaðarstefnu á sér töluverðan aðdraganda. Má þar nefna að í tengslum við vinnu samráðshóps um endurskoðun búvörusamninga lét ráðherra KPMG vinna sviðsmyndagreiningu um framtíð landbúnaðarins til ársins 2040. Var talið nauðsynlegt að móta heildstæða stefnu greinarinnar, landbúnaðarstefnu fyrir Ísland.

IMG_0209Samkvæmt skipunarbréfi verkefnisstjórnarinnar skal við mótun landbúnaðarstefnu litið til eftirfarandi meginþátta:

  1. Með öflugum landbúnaði verði Ísland leiðandi í framleiðslu á heilnæmum landbúnaðarafurðum ­– sérstaklega verði hugað að fæðu- og matvælaöryggi og samkeppnishæfum rekstrarskilyrðum í sátt við umhverfi og samfélag.
  2. Tryggð verði byggðafesta með nýtingu tækifæra í krafti nýsköpunar og vöruþróunar sem taki mið af grænum lausnum, matarmenningu og sjálfbærni.
  3. Menntun, rannsóknir og þróun mótist af hæfilegri samþættingu fræðilegra viðfangsefna og ráðgjafar í þágu þeirra sem stunda landbúnað og vinnslu landbúnaðarafurða.
  4. Með hvötum og stuðningi verði dregið úr umhverfisáhrifum og stuðlað að verndun, endurheimt og nýtingu landvistkerfa í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun frá árinu 2016.

Ráðherrann telur allra hag að hefja vinnu við að móta landbúnaðarstefnu fyrir Ísland: bændur, neytendur, smásöluaðila, framleiðendur og stjórnvöld. Gert er ráð fyrir að tillaga að landbúnaðarstefnu fyrir Ísland muni liggja fyrir þann 31. mars 2021. Með samráði verkefnisstjórnar við þá sem málið varðar,

Hér má hlusta á samtal við mig um verkefnið í síðdegisútvarpi rásar 21 þriðjudaginn 15. september.

Til Bornholms
Í dag flaug ég um Kaupmannahöfn til Bornholms þar norrænir utanríkisáðherrar koma saman á morgun og ég kynni þeim skýrslu mína um norræn utanríkis- og öryggismál 2020.

Hér er annars vegar mynd af mannauðri Leifsstöð við brottförina í morgun og hins vegar mynd frá Bornholm. Þangað er 40 mínútna flug frá Kastrup og var litla flugvélin fullsetin fólki með grímur.
IMG_2085IMG_2091