30.8.2022 9:10

Hótar úrsögn úr ASÍ

Efling hefur ekkert gagn af aðild að ASÍ segir sósíalistinn Sólveig Anna og hótar úrsögn.

Kjarasamningar hér hafa flestir ákvæði um forgangsrétt, það er forgang félagsmanna félagsins sem kjarasamninginn gerir að störfum hjá viðsemjanda samningsins. Forgangsréttarákvæðin stuðla að félagsaðild en útiloka ekki menn frá störfum, launamenn hér eru ekki skyldaðir samkvæmt lögum til að vera í stéttarfélagi. Meira en 90% launamanna eru þó í stéttarfélagi, langhæsta hlutfall í frjálsum samfélögum.

Efling-1Verður nafn og merki Eflingar afmáð af gafli ASÍ-hússins?

Sósíalistinn Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í Bylgju-þættinum Sprengisandi 28. ágúst að hún „gæti aldrei svarað því ef félagskonur Eflingar kæmu og spyrðu hvað við höfum fengið fyrir þessar borganir til ASÍ“.

Efling fengi ekkert og hótaði hún ASÍ úrsögn. Tryggja engin forgangsréttarákvæði tilvist ASÍ?