4.9.2022 10:11

Gorbatsjov jarðsettur

Þúsundir vottuðu honum virðingu í þögulli göngu að kistunni. Fjarvera Pútins hvatti fólk til að ganga að kistu Gorbatsjovs.

Í hádegisfréttum ríkisútvarpsins laugardaginn 3. september sagði að þann sama dag yrði Mikhaíl Gorbatsjov, síðasti leiðtogi Sovétríkjanna, jarðsettur í Moskvu. Hann hefði verið mikilvæg „fígúra“ á sinni tíð en Pútin Rússlandsforseti hefði „ekki tíma“ til að fylgja honum, Gorbatsjov hefði „klúðrað“ Sovétríkjunum ­–erlenda orðið katastrófa var íslenskað sem klúður.

Im-616524Þúsundir gengu að kistu Gorbatsjovs í Súlnasalnum í Moskvu.

Útför Gorbatsjovs var ekki opinber. Opin kista hans var þó lögð í Súlnasalinn í Moskvu. Þúsundir vottuðu honum virðingu í þögulli göngu að kistunni. Fjarvera Pútins hvatti fólk til að ganga að kistu Gorbatsjovs – þetta voru einnig mótmæli gegn Pútin og stríði hans.

Gorbatsjov er sagður hafa tekið innrásinni í Úkraínu mjög illa, hann studdi hins vegar Pútin þegar hann sendi her inn í Georgíu árið 2008 og innlimaði Krímskaga árið 2014.