7.9.2022 7:49

Góð kornuppskera

Þetta eru góð tíðindi og ættu að verða öðrum hvatning á tímum óvissu um fæðuöryggi og kornskort í heiminum.

„Ísland er á mörkum þess að þar sé hægt að rækta korn, en bygg nær sjaldan fullum þroska. Innlend framleiðsla á korni til manneldis, einkum bygg og hafrar, er um 1% af heildarneyslu. Uppskerubrestir í einstökum héruðum vegna næturfrosta síðsumars eða haustveðurs valda óvissu en illgresis- og sveppaálag getur einnig dregið verulega úr uppskeru. Öryggisnet vegna uppskerubrests yrði til þess að hvetja fleiri bændur til kornræktar.

Mikilvægt er að áætlanir um landnotkun stuðli að kornrækt. Er hvatt til þess að hugað verði sérstaklega að því við gerð reglna um nýtingu góðs ræktunarlands undir ræktun. Talið hefur verið að á 2/3 þessa lands megi rækta korn (einkum bygg), en nú er aðeins um 1% nýtt til kornræktar.“

Þessi texti úr landbúnaðarstefnunni Ræktum Ísland! (frá 2021) kom í hugann í morgun þegar fréttin frá Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum birtist í Morgunblaðinu í morgun (7. sept). Þar segir að Ólafur Eggertsson bóndi og hans fólk hafi hafið framleiðsla á lífdísil sé hafin. Lífdísilinn er framleiddur úr kaldpressaðri repjuolíu af eigin ökrum og nota olíuna til íblöndunar á olíu á dráttarvélar og fyrir kornþurrkara. Kolefnisfótspor búrekstursins minnkar og sjálfbærni búsins eykst.

Rr4

Þá er kornþresking hafin á Þorvaldseyri og bendir hún til góðrar kornuppskeru á Suðurlandi. „Uppskeran hjá okkur er eins og best gerist,“ segir Ólafur. Akrarnir líti vel út og ekki sé eftir neinu að bíða með að hefja uppskerustörfin Bændurnir reka eigin þurrkstöð og ræðst hraðinn í uppskerustörfum af afköstum hennar.

Þetta eru góð tíðindi og ættu að verða öðrum hvatning á tímum óvissu um fæðuöryggi og kornskort í heiminum. Þá sannar fréttin enn einu sinni að nýting jarðarinnar sjálfrar til að minnka kolefnissporir skiptir sköpum. Þar eru aðrar leiðir áhrifamiklar á líðandi stund en skógrækt og aukning votlendis.